Óánægja meðal stéttafélaga með nýjan kjarasamning Jón Júlíus Karlsson skrifar 21. desember 2013 20:29 Allt stefnir í að skrifað verði undir kjarasamning á milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins í kvöld. Forseti ASÍ segir að augljóst að verkalýðshreyfingin nái ekki öllum sínum markmiðum en óánægjan snúist fyrst og fremst að stjórnvöldum. Verkalýðsleiðtogi á Akranesi er hundóánægður með samninginn. Meiri líkur en minni eru að nýr kjarasamningur verði undirritaður í kvöld. Hann felur meðal annars í sér 5% launahækkun til þeirra sem lægstu laun hafa og 2,8% almenna launahækkun. Meðaltalshækkun launa verða um 10 þúsund krónur. Samningurinn sem skrifa á undir verður líklega til 12 mánaða með endurskoðun á langtíma samningi. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er óánægður með þátt stjórnvalda í samningnum. „Ég tel að sú óánægja sem er innan verkalýðshreyfingarinnar í garð þessa samnings sé eitthvað sem snýr að stjórnvöldum. Það eru mikil vonbrigði með það að takist ekki að hækka skattleysismörkin, gagnvart lægstu tíund í launakerfunum sem ekki fá að njóta skattalækkanna,“ segir Gylfi.Sorgmæddur yfir samningnum Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðsfélags Akraness er vægast sagt óánægður með fyrirhugaðan samning. „Ég er eiginlega hálf sorgmæddur yfir þessum samningi sem er verið að fara að undirrita. Við getum gert miklu, miklu betur en þetta,“ segir Vilhjálmur. „Við verðum að átta okkur á því að innan okkar vébanda, sem tilheyra starfsgreinasambandi Íslands, eru sjávarútvegsfyrirtæki sem hafa verið að skila hagnaði líkt og enginn sé morgundagurinn. Það liggur fyrir að heildarhagnaður íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja eru í kringum 80 milljarða í ár. Í mínum huga er það skammarlegt að laun verkafólks séu ekki lagfærð meira en raun ber vitni.“Vill berjast Vilhjálmur segir að 4-5 stéttarfélög innan starfsgreinasambandsins muni ekki skrifa undir samningin í núverandi mynd. Samningurinn ýti enn frekar undir launamun á milli þjóðfélagshópa og það komi ekki til greina í hans huga að skrifa undir slíkan samning. „Málið er einfalt. Ég vil berjast. Ég segi bara eins og Óli Þórðar í fótboltanum: Það þarf að taka á hlutunum, reima á sig takkaskónna og tækla þetta verkefni. Það hafa menn ekki verið að gera.“ Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira
Allt stefnir í að skrifað verði undir kjarasamning á milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins í kvöld. Forseti ASÍ segir að augljóst að verkalýðshreyfingin nái ekki öllum sínum markmiðum en óánægjan snúist fyrst og fremst að stjórnvöldum. Verkalýðsleiðtogi á Akranesi er hundóánægður með samninginn. Meiri líkur en minni eru að nýr kjarasamningur verði undirritaður í kvöld. Hann felur meðal annars í sér 5% launahækkun til þeirra sem lægstu laun hafa og 2,8% almenna launahækkun. Meðaltalshækkun launa verða um 10 þúsund krónur. Samningurinn sem skrifa á undir verður líklega til 12 mánaða með endurskoðun á langtíma samningi. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er óánægður með þátt stjórnvalda í samningnum. „Ég tel að sú óánægja sem er innan verkalýðshreyfingarinnar í garð þessa samnings sé eitthvað sem snýr að stjórnvöldum. Það eru mikil vonbrigði með það að takist ekki að hækka skattleysismörkin, gagnvart lægstu tíund í launakerfunum sem ekki fá að njóta skattalækkanna,“ segir Gylfi.Sorgmæddur yfir samningnum Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðsfélags Akraness er vægast sagt óánægður með fyrirhugaðan samning. „Ég er eiginlega hálf sorgmæddur yfir þessum samningi sem er verið að fara að undirrita. Við getum gert miklu, miklu betur en þetta,“ segir Vilhjálmur. „Við verðum að átta okkur á því að innan okkar vébanda, sem tilheyra starfsgreinasambandi Íslands, eru sjávarútvegsfyrirtæki sem hafa verið að skila hagnaði líkt og enginn sé morgundagurinn. Það liggur fyrir að heildarhagnaður íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja eru í kringum 80 milljarða í ár. Í mínum huga er það skammarlegt að laun verkafólks séu ekki lagfærð meira en raun ber vitni.“Vill berjast Vilhjálmur segir að 4-5 stéttarfélög innan starfsgreinasambandsins muni ekki skrifa undir samningin í núverandi mynd. Samningurinn ýti enn frekar undir launamun á milli þjóðfélagshópa og það komi ekki til greina í hans huga að skrifa undir slíkan samning. „Málið er einfalt. Ég vil berjast. Ég segi bara eins og Óli Þórðar í fótboltanum: Það þarf að taka á hlutunum, reima á sig takkaskónna og tækla þetta verkefni. Það hafa menn ekki verið að gera.“
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira