Óánægja meðal stéttafélaga með nýjan kjarasamning Jón Júlíus Karlsson skrifar 21. desember 2013 20:29 Allt stefnir í að skrifað verði undir kjarasamning á milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins í kvöld. Forseti ASÍ segir að augljóst að verkalýðshreyfingin nái ekki öllum sínum markmiðum en óánægjan snúist fyrst og fremst að stjórnvöldum. Verkalýðsleiðtogi á Akranesi er hundóánægður með samninginn. Meiri líkur en minni eru að nýr kjarasamningur verði undirritaður í kvöld. Hann felur meðal annars í sér 5% launahækkun til þeirra sem lægstu laun hafa og 2,8% almenna launahækkun. Meðaltalshækkun launa verða um 10 þúsund krónur. Samningurinn sem skrifa á undir verður líklega til 12 mánaða með endurskoðun á langtíma samningi. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er óánægður með þátt stjórnvalda í samningnum. „Ég tel að sú óánægja sem er innan verkalýðshreyfingarinnar í garð þessa samnings sé eitthvað sem snýr að stjórnvöldum. Það eru mikil vonbrigði með það að takist ekki að hækka skattleysismörkin, gagnvart lægstu tíund í launakerfunum sem ekki fá að njóta skattalækkanna,“ segir Gylfi.Sorgmæddur yfir samningnum Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðsfélags Akraness er vægast sagt óánægður með fyrirhugaðan samning. „Ég er eiginlega hálf sorgmæddur yfir þessum samningi sem er verið að fara að undirrita. Við getum gert miklu, miklu betur en þetta,“ segir Vilhjálmur. „Við verðum að átta okkur á því að innan okkar vébanda, sem tilheyra starfsgreinasambandi Íslands, eru sjávarútvegsfyrirtæki sem hafa verið að skila hagnaði líkt og enginn sé morgundagurinn. Það liggur fyrir að heildarhagnaður íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja eru í kringum 80 milljarða í ár. Í mínum huga er það skammarlegt að laun verkafólks séu ekki lagfærð meira en raun ber vitni.“Vill berjast Vilhjálmur segir að 4-5 stéttarfélög innan starfsgreinasambandsins muni ekki skrifa undir samningin í núverandi mynd. Samningurinn ýti enn frekar undir launamun á milli þjóðfélagshópa og það komi ekki til greina í hans huga að skrifa undir slíkan samning. „Málið er einfalt. Ég vil berjast. Ég segi bara eins og Óli Þórðar í fótboltanum: Það þarf að taka á hlutunum, reima á sig takkaskónna og tækla þetta verkefni. Það hafa menn ekki verið að gera.“ Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Sjá meira
Allt stefnir í að skrifað verði undir kjarasamning á milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins í kvöld. Forseti ASÍ segir að augljóst að verkalýðshreyfingin nái ekki öllum sínum markmiðum en óánægjan snúist fyrst og fremst að stjórnvöldum. Verkalýðsleiðtogi á Akranesi er hundóánægður með samninginn. Meiri líkur en minni eru að nýr kjarasamningur verði undirritaður í kvöld. Hann felur meðal annars í sér 5% launahækkun til þeirra sem lægstu laun hafa og 2,8% almenna launahækkun. Meðaltalshækkun launa verða um 10 þúsund krónur. Samningurinn sem skrifa á undir verður líklega til 12 mánaða með endurskoðun á langtíma samningi. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er óánægður með þátt stjórnvalda í samningnum. „Ég tel að sú óánægja sem er innan verkalýðshreyfingarinnar í garð þessa samnings sé eitthvað sem snýr að stjórnvöldum. Það eru mikil vonbrigði með það að takist ekki að hækka skattleysismörkin, gagnvart lægstu tíund í launakerfunum sem ekki fá að njóta skattalækkanna,“ segir Gylfi.Sorgmæddur yfir samningnum Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðsfélags Akraness er vægast sagt óánægður með fyrirhugaðan samning. „Ég er eiginlega hálf sorgmæddur yfir þessum samningi sem er verið að fara að undirrita. Við getum gert miklu, miklu betur en þetta,“ segir Vilhjálmur. „Við verðum að átta okkur á því að innan okkar vébanda, sem tilheyra starfsgreinasambandi Íslands, eru sjávarútvegsfyrirtæki sem hafa verið að skila hagnaði líkt og enginn sé morgundagurinn. Það liggur fyrir að heildarhagnaður íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja eru í kringum 80 milljarða í ár. Í mínum huga er það skammarlegt að laun verkafólks séu ekki lagfærð meira en raun ber vitni.“Vill berjast Vilhjálmur segir að 4-5 stéttarfélög innan starfsgreinasambandsins muni ekki skrifa undir samningin í núverandi mynd. Samningurinn ýti enn frekar undir launamun á milli þjóðfélagshópa og það komi ekki til greina í hans huga að skrifa undir slíkan samning. „Málið er einfalt. Ég vil berjast. Ég segi bara eins og Óli Þórðar í fótboltanum: Það þarf að taka á hlutunum, reima á sig takkaskónna og tækla þetta verkefni. Það hafa menn ekki verið að gera.“
Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Sjá meira