Óbætanleg náttúruspjöll á Þríhnúkagíg og nágrenni Björn Guðmundsson skrifar 21. ágúst 2012 06:00 Skipulagsstofnun auglýsir eftir athugasemdum vegna frummatsskýrslu um aðgengi að Þríhnúkagíg. Þríhnúkar ehf. hafa fyrir tilstilli misviturra sveitarstjórnarmanna fengið tugi milljóna króna frá skattgreiðendum til að skipuleggja mikil náttúruspjöll á Þríhnúkagíg og nágrenni hans. Svæðið er þjóðlenda og því sameiginleg auðlind þjóðarinnar sem forsætisráðherra hefur umsjá með. Forsætisráðuneytið getur því komið í veg fyrir áformuð spjöll. Þríhnúkar ehf. vilja leggja bílveg frá Bláfjallaskála að Þríhnúkagíg. Svo á að bora inn í gíginn. Árni B. Stefánsson, einn Þríhnúkamanna, segir að náttúruvernd felist ekki í að gera ekki neitt. Hann telur það kannski náttúruvernd að leggja bílveg um ósnortið víðerni sem er skíðagöngufólki mjög dýrmætt. Sá sem gengur umrædda leið frá Bláfjöllum að Þríhnúkum upplifir mjög sterkt að hann sé á ósnortnu víðerni þar sem ríkir kyrrð og friður. Í frummatsskýrslu er hins vegar talað um að þetta sé ekki víðerni í lagalegum skilningi og því reynt að gera lítið úr mikilvægi þess að halda svæðinu ósnortnu. Með sömu rökum væri skaðlaust að leggja vegi þvers og kruss um gönguskíðasvæðið við Bláfjöll. Ég skora á hugsandi fólk að skoða mynd 21.3 á bls. 99 í frummatsskýrslunni. Þeir sem vilja þessa vegi skilja ekki verðmæti ósnortinna víðerna rétt fyrir utan þéttbýli höfuðborgarsvæðisins. Í skýrslunni kemur fram að „áhrif á landslag eru varanleg og að mestu óafturkræf og verða talsvert neikvæð“. Mér finnst „talsvert neikvæð“ of vægt til orða tekið. Í rúm þrjátíu ár hef ég iðkað skíðagöngur út að Þríhnúkum og þegar ég heyrði af hugmyndum Árna og félaga fyrir átta árum datt mér ekki í hug að menn stefndu að vegagerð frá Bláfjöllum að Þríhnúkagíg. Ég taldi að farið yrði að gígnum norðan frá Bláfjallavegi, leið D (mynd 9.1 bls. 49) og að þetta yrði alla leið í jarðgöngum. Það er eina leiðin inn í gíginn sem hægt er að fara án þess að valda óásættanlegum náttúruspjöllum á yfirborðinu. En gígurinn á bara að fá að vera í friði. Árni telur að borun inn í gíginn auki virðingu fólks fyrir náttúrunni. Ég tel þetta algert öfugmæli. Með því að bora inn í gíginn er náttúrunni sýnd alger vanvirðing. Peningagræðgi stýrir þessu feigðarflani. Misvitrir stjórnmálamenn virðast reiðubúnir að afhenda einkaaðilum náttúruperlur til afnota til að féfletta ferðamenn. Við það skirrast menn ekki við að valda óbætanlegum skaða. Kópavogsbær og Reykjavíkurborg hafa greitt stórfé til Þríhnúka ehf. Ferðaþjónustuaðilar bíða með opna vasana. Vasarnir hjá þeim eru hins vegar kirfilega lokaðir þegar kemur að því að skila gistináttagjaldi til ríkissjóðs og enn síður mega þeir heyra minnst á virðisaukaskatt. Þríhnúkamenn hafa haft Þríhnúkagíg að féþúfu í allt sumar með því að selja aðgang inn í gíginn. Ég fór og skoðaði svæðið fyrir stuttu og brá mjög. Þegar horft er frá nágrenni Bláfjallaskála að Þríhnúkum sem eru í um þriggja kílómetra fjarlægð blasa við óásættanlegar gróðurskemmdir alla leið. Traðk ferðamannanna yfir viðkvæm gróðurlendi og mosaþembur hefur myndað mjög áberandi stíg sem er víða 2-4 metra breiður og sums staðar breiðari. Í undirhlíðum Þríhnúkagígs sést slóðin greinilega úr þriggja kílómetra fjarlægð. Sama gildir í næsta nágrenni hnúksins þar sem Þríhnúkamenn eru með aðstöðu. Þar stórsér á náttúrunni vegna átroðnings. Ekki er náttúruvernd efst á blaði þarna og er undarlegt að leyfi hafi verið veitt fyrir þessari starfsemi með fyrirsjáanlegum skaða. Þríhnúkamenn hafa í orði lagt áherslu á náttúruvernd og góða umgengni. Árni B. Stefánsson segir: „Eldfjallalandslag, sérstaklega gígar og landform nærri eldsupptökum eru einstaklega viðkvæm og gróður oftar en ekki afar viðkvæmur.“ En eitt er að vita, annað að hegða sér samkvæmt því. Þríhnúkamenn veifa fölsku flaggi þegar þeir þykjast ætla að opna öllum aðgang inn í Þríhnúkagíg í nafni náttúruverndar. Hugmyndir þeirra eru ávísun á stórkostleg náttúruspjöll og eiga ekkert skylt við náttúruvernd. Sú hugsun að allir eigi að komast fyrirhafnarlaust á alla staði er bara úrelt bull. Ég hvet alla náttúruunnendur til að senda athugasemdir til Skipulagsstofnunar fyrir 21. september og lýsa andstöðu við þau náttúruspjöll sem fyrirhuguð eru á Þríhnúkagíg og nágrenni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Sjá meira
Skipulagsstofnun auglýsir eftir athugasemdum vegna frummatsskýrslu um aðgengi að Þríhnúkagíg. Þríhnúkar ehf. hafa fyrir tilstilli misviturra sveitarstjórnarmanna fengið tugi milljóna króna frá skattgreiðendum til að skipuleggja mikil náttúruspjöll á Þríhnúkagíg og nágrenni hans. Svæðið er þjóðlenda og því sameiginleg auðlind þjóðarinnar sem forsætisráðherra hefur umsjá með. Forsætisráðuneytið getur því komið í veg fyrir áformuð spjöll. Þríhnúkar ehf. vilja leggja bílveg frá Bláfjallaskála að Þríhnúkagíg. Svo á að bora inn í gíginn. Árni B. Stefánsson, einn Þríhnúkamanna, segir að náttúruvernd felist ekki í að gera ekki neitt. Hann telur það kannski náttúruvernd að leggja bílveg um ósnortið víðerni sem er skíðagöngufólki mjög dýrmætt. Sá sem gengur umrædda leið frá Bláfjöllum að Þríhnúkum upplifir mjög sterkt að hann sé á ósnortnu víðerni þar sem ríkir kyrrð og friður. Í frummatsskýrslu er hins vegar talað um að þetta sé ekki víðerni í lagalegum skilningi og því reynt að gera lítið úr mikilvægi þess að halda svæðinu ósnortnu. Með sömu rökum væri skaðlaust að leggja vegi þvers og kruss um gönguskíðasvæðið við Bláfjöll. Ég skora á hugsandi fólk að skoða mynd 21.3 á bls. 99 í frummatsskýrslunni. Þeir sem vilja þessa vegi skilja ekki verðmæti ósnortinna víðerna rétt fyrir utan þéttbýli höfuðborgarsvæðisins. Í skýrslunni kemur fram að „áhrif á landslag eru varanleg og að mestu óafturkræf og verða talsvert neikvæð“. Mér finnst „talsvert neikvæð“ of vægt til orða tekið. Í rúm þrjátíu ár hef ég iðkað skíðagöngur út að Þríhnúkum og þegar ég heyrði af hugmyndum Árna og félaga fyrir átta árum datt mér ekki í hug að menn stefndu að vegagerð frá Bláfjöllum að Þríhnúkagíg. Ég taldi að farið yrði að gígnum norðan frá Bláfjallavegi, leið D (mynd 9.1 bls. 49) og að þetta yrði alla leið í jarðgöngum. Það er eina leiðin inn í gíginn sem hægt er að fara án þess að valda óásættanlegum náttúruspjöllum á yfirborðinu. En gígurinn á bara að fá að vera í friði. Árni telur að borun inn í gíginn auki virðingu fólks fyrir náttúrunni. Ég tel þetta algert öfugmæli. Með því að bora inn í gíginn er náttúrunni sýnd alger vanvirðing. Peningagræðgi stýrir þessu feigðarflani. Misvitrir stjórnmálamenn virðast reiðubúnir að afhenda einkaaðilum náttúruperlur til afnota til að féfletta ferðamenn. Við það skirrast menn ekki við að valda óbætanlegum skaða. Kópavogsbær og Reykjavíkurborg hafa greitt stórfé til Þríhnúka ehf. Ferðaþjónustuaðilar bíða með opna vasana. Vasarnir hjá þeim eru hins vegar kirfilega lokaðir þegar kemur að því að skila gistináttagjaldi til ríkissjóðs og enn síður mega þeir heyra minnst á virðisaukaskatt. Þríhnúkamenn hafa haft Þríhnúkagíg að féþúfu í allt sumar með því að selja aðgang inn í gíginn. Ég fór og skoðaði svæðið fyrir stuttu og brá mjög. Þegar horft er frá nágrenni Bláfjallaskála að Þríhnúkum sem eru í um þriggja kílómetra fjarlægð blasa við óásættanlegar gróðurskemmdir alla leið. Traðk ferðamannanna yfir viðkvæm gróðurlendi og mosaþembur hefur myndað mjög áberandi stíg sem er víða 2-4 metra breiður og sums staðar breiðari. Í undirhlíðum Þríhnúkagígs sést slóðin greinilega úr þriggja kílómetra fjarlægð. Sama gildir í næsta nágrenni hnúksins þar sem Þríhnúkamenn eru með aðstöðu. Þar stórsér á náttúrunni vegna átroðnings. Ekki er náttúruvernd efst á blaði þarna og er undarlegt að leyfi hafi verið veitt fyrir þessari starfsemi með fyrirsjáanlegum skaða. Þríhnúkamenn hafa í orði lagt áherslu á náttúruvernd og góða umgengni. Árni B. Stefánsson segir: „Eldfjallalandslag, sérstaklega gígar og landform nærri eldsupptökum eru einstaklega viðkvæm og gróður oftar en ekki afar viðkvæmur.“ En eitt er að vita, annað að hegða sér samkvæmt því. Þríhnúkamenn veifa fölsku flaggi þegar þeir þykjast ætla að opna öllum aðgang inn í Þríhnúkagíg í nafni náttúruverndar. Hugmyndir þeirra eru ávísun á stórkostleg náttúruspjöll og eiga ekkert skylt við náttúruvernd. Sú hugsun að allir eigi að komast fyrirhafnarlaust á alla staði er bara úrelt bull. Ég hvet alla náttúruunnendur til að senda athugasemdir til Skipulagsstofnunar fyrir 21. september og lýsa andstöðu við þau náttúruspjöll sem fyrirhuguð eru á Þríhnúkagíg og nágrenni.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun