Óðaverðbólga ef Alþingi grípur ekki í taumana Hjörtur Hjartarson skrifar 27. júlí 2013 18:58 Fyrrverandi forsætisráðherra segir að Alþingi ætti að kalla saman nú þegar, til þess að afturkalla ákvörðun kjararáðs um hækkun launa hjá forstöðumönnum ríkisstofnana. Hann telur að fordæmi hafi verið gefið sem leiða muni af sér óðaverðbólgu. Kjararáð ákvað á dögunum að hækka laun forstöðumanna ríkisstofnana um 16-20 prósent. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun þar sem hann fjallar um ákvörðun kjararáðs. Hann segir kjararáð hafa farið að lögum og eftir viðmiðunarformúlu sem núverandi ríkisstjórn beri reyndar ekki ábyrgð á. Þorsteinn segir hinsvegar að launahækkanirnar geti leitt til óðaverðbólgu verði ekkert að gert. Hann hvetur ríkisstjórnina til að kalla Alþingi saman, án tafar og leggja fram frumvarp til neyðarlaga sem ógilda ákvörðun kjararáðs.Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands segist ósammála forsætisráðherranum fyrrverandi um að Alþingi eigi að grípa inn í. Stjórnir einkafyrirtækja hafi markað stefnuna um launahækkanir, ekki kjararáð. "Það sem hér um ræðir er að stjórnir íslenskra fyrirtækja hafa verið að hækka mikið í launum undanfarin ár og það ber kjararáð að taka tillit til. Ég get ekki séð að ríkisstjórnin geti borið mikla ábyrgð á því með hvaða hætti forystumenn íslenskra fyrirtækja eru að haga sér", segir Gylfi. Gylfi vísar þarna til þess að í nýjasta tekjublaði Frjálsar verslunar kemur fram að meðallaun 200 hæstlaunuðust forstjóra landsins eru 2,3 milljónir króna á mánuði. Það sé því stjórnir þessara fyrirtækja sem hafa sett ákveðin viðmið um hvert svigrúm þeirra til launahækkana verður í haust þegar kjarasamningar verða lausir. "Það er eðlilegt að þegar að stjórnendur skilgreina svigrúmið, að starfsmenn þessara fyrirtækja taki tillit til þess þegar að þeir eru að undirbúa sína kröfugerð." Gylfi reiknar með erfiðum viðræðum um nýja kjarasamninga í haust. "Meðal annars vegna þess að það er ekkert einfalt mál að vinna úr svona hlutum þegar að svona atburðir gerast eins og gerst hafa hjá forystusveit atvinnulífsins." Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að Alþingi ætti að kalla saman nú þegar, til þess að afturkalla ákvörðun kjararáðs um hækkun launa hjá forstöðumönnum ríkisstofnana. Hann telur að fordæmi hafi verið gefið sem leiða muni af sér óðaverðbólgu. Kjararáð ákvað á dögunum að hækka laun forstöðumanna ríkisstofnana um 16-20 prósent. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun þar sem hann fjallar um ákvörðun kjararáðs. Hann segir kjararáð hafa farið að lögum og eftir viðmiðunarformúlu sem núverandi ríkisstjórn beri reyndar ekki ábyrgð á. Þorsteinn segir hinsvegar að launahækkanirnar geti leitt til óðaverðbólgu verði ekkert að gert. Hann hvetur ríkisstjórnina til að kalla Alþingi saman, án tafar og leggja fram frumvarp til neyðarlaga sem ógilda ákvörðun kjararáðs.Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands segist ósammála forsætisráðherranum fyrrverandi um að Alþingi eigi að grípa inn í. Stjórnir einkafyrirtækja hafi markað stefnuna um launahækkanir, ekki kjararáð. "Það sem hér um ræðir er að stjórnir íslenskra fyrirtækja hafa verið að hækka mikið í launum undanfarin ár og það ber kjararáð að taka tillit til. Ég get ekki séð að ríkisstjórnin geti borið mikla ábyrgð á því með hvaða hætti forystumenn íslenskra fyrirtækja eru að haga sér", segir Gylfi. Gylfi vísar þarna til þess að í nýjasta tekjublaði Frjálsar verslunar kemur fram að meðallaun 200 hæstlaunuðust forstjóra landsins eru 2,3 milljónir króna á mánuði. Það sé því stjórnir þessara fyrirtækja sem hafa sett ákveðin viðmið um hvert svigrúm þeirra til launahækkana verður í haust þegar kjarasamningar verða lausir. "Það er eðlilegt að þegar að stjórnendur skilgreina svigrúmið, að starfsmenn þessara fyrirtækja taki tillit til þess þegar að þeir eru að undirbúa sína kröfugerð." Gylfi reiknar með erfiðum viðræðum um nýja kjarasamninga í haust. "Meðal annars vegna þess að það er ekkert einfalt mál að vinna úr svona hlutum þegar að svona atburðir gerast eins og gerst hafa hjá forystusveit atvinnulífsins."
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira