Óðaverðbólga ef Alþingi grípur ekki í taumana Hjörtur Hjartarson skrifar 27. júlí 2013 18:58 Fyrrverandi forsætisráðherra segir að Alþingi ætti að kalla saman nú þegar, til þess að afturkalla ákvörðun kjararáðs um hækkun launa hjá forstöðumönnum ríkisstofnana. Hann telur að fordæmi hafi verið gefið sem leiða muni af sér óðaverðbólgu. Kjararáð ákvað á dögunum að hækka laun forstöðumanna ríkisstofnana um 16-20 prósent. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun þar sem hann fjallar um ákvörðun kjararáðs. Hann segir kjararáð hafa farið að lögum og eftir viðmiðunarformúlu sem núverandi ríkisstjórn beri reyndar ekki ábyrgð á. Þorsteinn segir hinsvegar að launahækkanirnar geti leitt til óðaverðbólgu verði ekkert að gert. Hann hvetur ríkisstjórnina til að kalla Alþingi saman, án tafar og leggja fram frumvarp til neyðarlaga sem ógilda ákvörðun kjararáðs.Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands segist ósammála forsætisráðherranum fyrrverandi um að Alþingi eigi að grípa inn í. Stjórnir einkafyrirtækja hafi markað stefnuna um launahækkanir, ekki kjararáð. "Það sem hér um ræðir er að stjórnir íslenskra fyrirtækja hafa verið að hækka mikið í launum undanfarin ár og það ber kjararáð að taka tillit til. Ég get ekki séð að ríkisstjórnin geti borið mikla ábyrgð á því með hvaða hætti forystumenn íslenskra fyrirtækja eru að haga sér", segir Gylfi. Gylfi vísar þarna til þess að í nýjasta tekjublaði Frjálsar verslunar kemur fram að meðallaun 200 hæstlaunuðust forstjóra landsins eru 2,3 milljónir króna á mánuði. Það sé því stjórnir þessara fyrirtækja sem hafa sett ákveðin viðmið um hvert svigrúm þeirra til launahækkana verður í haust þegar kjarasamningar verða lausir. "Það er eðlilegt að þegar að stjórnendur skilgreina svigrúmið, að starfsmenn þessara fyrirtækja taki tillit til þess þegar að þeir eru að undirbúa sína kröfugerð." Gylfi reiknar með erfiðum viðræðum um nýja kjarasamninga í haust. "Meðal annars vegna þess að það er ekkert einfalt mál að vinna úr svona hlutum þegar að svona atburðir gerast eins og gerst hafa hjá forystusveit atvinnulífsins." Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að Alþingi ætti að kalla saman nú þegar, til þess að afturkalla ákvörðun kjararáðs um hækkun launa hjá forstöðumönnum ríkisstofnana. Hann telur að fordæmi hafi verið gefið sem leiða muni af sér óðaverðbólgu. Kjararáð ákvað á dögunum að hækka laun forstöðumanna ríkisstofnana um 16-20 prósent. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun þar sem hann fjallar um ákvörðun kjararáðs. Hann segir kjararáð hafa farið að lögum og eftir viðmiðunarformúlu sem núverandi ríkisstjórn beri reyndar ekki ábyrgð á. Þorsteinn segir hinsvegar að launahækkanirnar geti leitt til óðaverðbólgu verði ekkert að gert. Hann hvetur ríkisstjórnina til að kalla Alþingi saman, án tafar og leggja fram frumvarp til neyðarlaga sem ógilda ákvörðun kjararáðs.Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands segist ósammála forsætisráðherranum fyrrverandi um að Alþingi eigi að grípa inn í. Stjórnir einkafyrirtækja hafi markað stefnuna um launahækkanir, ekki kjararáð. "Það sem hér um ræðir er að stjórnir íslenskra fyrirtækja hafa verið að hækka mikið í launum undanfarin ár og það ber kjararáð að taka tillit til. Ég get ekki séð að ríkisstjórnin geti borið mikla ábyrgð á því með hvaða hætti forystumenn íslenskra fyrirtækja eru að haga sér", segir Gylfi. Gylfi vísar þarna til þess að í nýjasta tekjublaði Frjálsar verslunar kemur fram að meðallaun 200 hæstlaunuðust forstjóra landsins eru 2,3 milljónir króna á mánuði. Það sé því stjórnir þessara fyrirtækja sem hafa sett ákveðin viðmið um hvert svigrúm þeirra til launahækkana verður í haust þegar kjarasamningar verða lausir. "Það er eðlilegt að þegar að stjórnendur skilgreina svigrúmið, að starfsmenn þessara fyrirtækja taki tillit til þess þegar að þeir eru að undirbúa sína kröfugerð." Gylfi reiknar með erfiðum viðræðum um nýja kjarasamninga í haust. "Meðal annars vegna þess að það er ekkert einfalt mál að vinna úr svona hlutum þegar að svona atburðir gerast eins og gerst hafa hjá forystusveit atvinnulífsins."
Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira