Óðinn Jónsson segir stjórnmálamenn á Íslandi spila sig stóra Jakob Bjarnar skrifar 4. mars 2014 10:47 Utanríkisráðherra segir Óðinn Jónsson og félaga afbaka það sem hann segir. Í gær kom djúpstæður ágreiningur Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra og fréttastofu Ríkisútvarpsins upp á yfirborðið. RÚV birti frétt í gær sem greindi frá því að ráðherra neitaði að veita fréttastofunni viðtal nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Óðinn Jónsson fréttastjóri á Ríkisútvarpinu segir skilyrði ráðherra fráleit.Fréttmenn afbaka viðtöl Þetta mál var til umfjöllunar í útvarpsþættinum Bítið nú í morgun. Gunnar Bragi talaði frá London og hafði meðal annars þetta að segja: „Mér finnst fréttastofa RÚV hafa verið of mikið á aðra hliðina, ef má orða það þannig, í Evrópumálum mjög lengi. Það eru hins vegar aðilar innan fréttastofu RÚV sem ég treysti mér til að fara í viðtöl við án þess að það sé ekki afbakað með einhverjum hætti. Ég hins vegar geri meiri kröfur til Ríkisútvarpsins því vegna þess að Ríkisútvarpið er, eins og þeir segja sjálfir, almannamiðill. Miðill sem á að vera hlutlaus og tala fyrir alla landsmenn. Kannski geri ég óraunhæfar kröfur. Ég veit það ekki.“ Þeir Bítismenn voru með Óðinn Jónsson í viðtali í kjölfarið og spurðu fréttastjórann að hinu augljósa; það að ráðherra treysti sér til að fara í viðtal við aðila innan RÚV án þess að það sem hann segir sé afbakað þýðir að þar eru fréttamenn sem hann treystir ekki? „Ég veit ekkert um það. Ég segi nú eiginlega ekkert um þetta. Ráðherrann verður auðvitað bara að hafa sínar skoðanir á því. Ef hann heldur að þetta sé rétt framferði ráðherra í lýðræðisríki, þá verður hann bara að fara þá leiðina,“ sagði Óðinn.Afhenda ekki vinnugögn úr húsi Hann var þá inntur eftir því hvort fréttamenn á fréttastofu hans væru fleiri hallir undir það að Ísland fari í Evrópusambandið? „Ég hef ekki hugmynd um það. Við höfum ekki gert neina könnun á því. Hefur slík könnun verið gerð annars staðar?“ spurði Óðinn á móti.En, hvað með þetta sem hann sagði að hann hafi falast eftir því að fá viðtalið við sig óklippt, en var neitað? „Það er rétt. Við afhendum ekki vinnugögn út úr húsi óklippt. Það gerir ekki nokkur fréttastofa svo ég viti til. Þetta er bara það vinnugagn sem við höfum til að vinna úr. Og þurfum fullt svigrúm til að vinna með það og sjálfstæði ritstjórnar til að vinna með það. En hann hefði auðvitað geta komið hér, ráðherrann eins og aðrir, og fengið að horfa á þetta ef hann hefði viljað. Við afhendum þetta ekki útí bæ. Hann hefur ekkert farið fram á að skoða þetta og öll helgin leið án þess að hann gerði nokkrar athugasemdir. Annars er fréttastofan ekkert í slag eða slagsmálum eða neinu stríði við Gunnar Braga Sveinsson frekar en aðra stjórnmálamenn. Við erum bara að reyna að sinna okkar starfi og vonumst til að fá svigrúm til að gera það áfram.“ Og víst er að talsvert gremja er innan fréttastofu Ríkisútvarpsins með hvernig mál hafa þróast. Kári Gylfason fréttamaður segist í viðtali við Vísi í gær aldrei hafa upplifað annað eins. Og áfram spurðu Bítismenn:Verðið þið reglulega fyrir svona, kvörtunum af hálfu stjórnmálamanna með hvernig þið farið með fréttir. „Allan minn starfsferil, sem spannar þrjátíu ár, þá hefur það verið nokkurn veginn viðkvæðið. Þetta þekkja allir sem hafa verið í fréttum á Íslandi.“Þykir smart á Íslandi að neita fjölmiðlum um viðtal Og áfram hélt Óðinn: „Það er hins vegar óvenjulegt að stjórnmálamaður neiti að koma í viðtal við okkur eða aðra nema með einhverjum slíkum skilyrðum sem eru ritstjórnarlegs eðlis. Eins og þetta skilyrði sem utanríkisráðherra setti nú, það er mjög óvenjulegt. En, þeir hafa oft í gegnum tíðina neitað að koma í viðtöl um lengri eða skemmri tíma. Það var til dæmis mjög áberandi í tíð síðustu ríkisstjórnar. Forsætisráðherra veitti mjög fá viðtöl og þetta var oft mjög vandræðalegt hversu þögnin var þrúgandi í kringum Jóhönnu Sigurðardóttir því hún var í mjög litlu sambandi við fjölmiðlamenn. Og þennan leik lék Davíð Oddsson og svo mætti áfram telja. Þetta þykir bara voðalega smart á Íslandi meðal stjórnmálamanna að spila sig svolítið stóra í þessu.“ Óðinn segir meðal annars að þetta þekkist hvergi annars staðar. Þá sagði hann að farið hafi verið ítarlega yfir umrætt viðtal við utanríkisráðherra, þetta sem hann var svo ósáttur við og birtist fyrir helgi. „Niðurstaðan kom mér ekki á óvart,“ sagði Óðinn Jónsson. Tengdar fréttir „Hefur ekkert með ritskoðun að gera“ Mikill hiti er nú í blaðamönnum vegna fréttar RÚV þess efnis að Gunnar Bragi Sveinsson tali ekki við stofnunina nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 3. mars 2014 16:30 Ekki sáttur við hvernig fréttamenn klippa viðtöl Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tjáir sig um hvers vegna hann neitaði RÚV um viðtal. 3. mars 2014 18:28 Fréttamaður Rúv aldrei upplifað önnur eins viðbrögð "Við höfum óskað eftir formlegum skýringum frá ráðuneytinu,“ segir Kári Gylfason, fréttamaður Rúv, sem neitað var um viðtal við utanríkisráðherra, Gunnar Braga Sveinsson í hádeginu í dag. 3. mars 2014 15:55 Svona voru samskipti Gunnars Braga við Rúv Fréttastofa Rúv er ósátt við að hafa ekki fengið viðtal við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra að loknum fundi í Utanríkismálanefnd Alþingis í hádeginu í dag. 3. mars 2014 14:54 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Í gær kom djúpstæður ágreiningur Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra og fréttastofu Ríkisútvarpsins upp á yfirborðið. RÚV birti frétt í gær sem greindi frá því að ráðherra neitaði að veita fréttastofunni viðtal nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Óðinn Jónsson fréttastjóri á Ríkisútvarpinu segir skilyrði ráðherra fráleit.Fréttmenn afbaka viðtöl Þetta mál var til umfjöllunar í útvarpsþættinum Bítið nú í morgun. Gunnar Bragi talaði frá London og hafði meðal annars þetta að segja: „Mér finnst fréttastofa RÚV hafa verið of mikið á aðra hliðina, ef má orða það þannig, í Evrópumálum mjög lengi. Það eru hins vegar aðilar innan fréttastofu RÚV sem ég treysti mér til að fara í viðtöl við án þess að það sé ekki afbakað með einhverjum hætti. Ég hins vegar geri meiri kröfur til Ríkisútvarpsins því vegna þess að Ríkisútvarpið er, eins og þeir segja sjálfir, almannamiðill. Miðill sem á að vera hlutlaus og tala fyrir alla landsmenn. Kannski geri ég óraunhæfar kröfur. Ég veit það ekki.“ Þeir Bítismenn voru með Óðinn Jónsson í viðtali í kjölfarið og spurðu fréttastjórann að hinu augljósa; það að ráðherra treysti sér til að fara í viðtal við aðila innan RÚV án þess að það sem hann segir sé afbakað þýðir að þar eru fréttamenn sem hann treystir ekki? „Ég veit ekkert um það. Ég segi nú eiginlega ekkert um þetta. Ráðherrann verður auðvitað bara að hafa sínar skoðanir á því. Ef hann heldur að þetta sé rétt framferði ráðherra í lýðræðisríki, þá verður hann bara að fara þá leiðina,“ sagði Óðinn.Afhenda ekki vinnugögn úr húsi Hann var þá inntur eftir því hvort fréttamenn á fréttastofu hans væru fleiri hallir undir það að Ísland fari í Evrópusambandið? „Ég hef ekki hugmynd um það. Við höfum ekki gert neina könnun á því. Hefur slík könnun verið gerð annars staðar?“ spurði Óðinn á móti.En, hvað með þetta sem hann sagði að hann hafi falast eftir því að fá viðtalið við sig óklippt, en var neitað? „Það er rétt. Við afhendum ekki vinnugögn út úr húsi óklippt. Það gerir ekki nokkur fréttastofa svo ég viti til. Þetta er bara það vinnugagn sem við höfum til að vinna úr. Og þurfum fullt svigrúm til að vinna með það og sjálfstæði ritstjórnar til að vinna með það. En hann hefði auðvitað geta komið hér, ráðherrann eins og aðrir, og fengið að horfa á þetta ef hann hefði viljað. Við afhendum þetta ekki útí bæ. Hann hefur ekkert farið fram á að skoða þetta og öll helgin leið án þess að hann gerði nokkrar athugasemdir. Annars er fréttastofan ekkert í slag eða slagsmálum eða neinu stríði við Gunnar Braga Sveinsson frekar en aðra stjórnmálamenn. Við erum bara að reyna að sinna okkar starfi og vonumst til að fá svigrúm til að gera það áfram.“ Og víst er að talsvert gremja er innan fréttastofu Ríkisútvarpsins með hvernig mál hafa þróast. Kári Gylfason fréttamaður segist í viðtali við Vísi í gær aldrei hafa upplifað annað eins. Og áfram spurðu Bítismenn:Verðið þið reglulega fyrir svona, kvörtunum af hálfu stjórnmálamanna með hvernig þið farið með fréttir. „Allan minn starfsferil, sem spannar þrjátíu ár, þá hefur það verið nokkurn veginn viðkvæðið. Þetta þekkja allir sem hafa verið í fréttum á Íslandi.“Þykir smart á Íslandi að neita fjölmiðlum um viðtal Og áfram hélt Óðinn: „Það er hins vegar óvenjulegt að stjórnmálamaður neiti að koma í viðtal við okkur eða aðra nema með einhverjum slíkum skilyrðum sem eru ritstjórnarlegs eðlis. Eins og þetta skilyrði sem utanríkisráðherra setti nú, það er mjög óvenjulegt. En, þeir hafa oft í gegnum tíðina neitað að koma í viðtöl um lengri eða skemmri tíma. Það var til dæmis mjög áberandi í tíð síðustu ríkisstjórnar. Forsætisráðherra veitti mjög fá viðtöl og þetta var oft mjög vandræðalegt hversu þögnin var þrúgandi í kringum Jóhönnu Sigurðardóttir því hún var í mjög litlu sambandi við fjölmiðlamenn. Og þennan leik lék Davíð Oddsson og svo mætti áfram telja. Þetta þykir bara voðalega smart á Íslandi meðal stjórnmálamanna að spila sig svolítið stóra í þessu.“ Óðinn segir meðal annars að þetta þekkist hvergi annars staðar. Þá sagði hann að farið hafi verið ítarlega yfir umrætt viðtal við utanríkisráðherra, þetta sem hann var svo ósáttur við og birtist fyrir helgi. „Niðurstaðan kom mér ekki á óvart,“ sagði Óðinn Jónsson.
Tengdar fréttir „Hefur ekkert með ritskoðun að gera“ Mikill hiti er nú í blaðamönnum vegna fréttar RÚV þess efnis að Gunnar Bragi Sveinsson tali ekki við stofnunina nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 3. mars 2014 16:30 Ekki sáttur við hvernig fréttamenn klippa viðtöl Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tjáir sig um hvers vegna hann neitaði RÚV um viðtal. 3. mars 2014 18:28 Fréttamaður Rúv aldrei upplifað önnur eins viðbrögð "Við höfum óskað eftir formlegum skýringum frá ráðuneytinu,“ segir Kári Gylfason, fréttamaður Rúv, sem neitað var um viðtal við utanríkisráðherra, Gunnar Braga Sveinsson í hádeginu í dag. 3. mars 2014 15:55 Svona voru samskipti Gunnars Braga við Rúv Fréttastofa Rúv er ósátt við að hafa ekki fengið viðtal við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra að loknum fundi í Utanríkismálanefnd Alþingis í hádeginu í dag. 3. mars 2014 14:54 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
„Hefur ekkert með ritskoðun að gera“ Mikill hiti er nú í blaðamönnum vegna fréttar RÚV þess efnis að Gunnar Bragi Sveinsson tali ekki við stofnunina nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 3. mars 2014 16:30
Ekki sáttur við hvernig fréttamenn klippa viðtöl Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tjáir sig um hvers vegna hann neitaði RÚV um viðtal. 3. mars 2014 18:28
Fréttamaður Rúv aldrei upplifað önnur eins viðbrögð "Við höfum óskað eftir formlegum skýringum frá ráðuneytinu,“ segir Kári Gylfason, fréttamaður Rúv, sem neitað var um viðtal við utanríkisráðherra, Gunnar Braga Sveinsson í hádeginu í dag. 3. mars 2014 15:55
Svona voru samskipti Gunnars Braga við Rúv Fréttastofa Rúv er ósátt við að hafa ekki fengið viðtal við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra að loknum fundi í Utanríkismálanefnd Alþingis í hádeginu í dag. 3. mars 2014 14:54
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent