Óðinn Jónsson segir stjórnmálamenn á Íslandi spila sig stóra Jakob Bjarnar skrifar 4. mars 2014 10:47 Utanríkisráðherra segir Óðinn Jónsson og félaga afbaka það sem hann segir. Í gær kom djúpstæður ágreiningur Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra og fréttastofu Ríkisútvarpsins upp á yfirborðið. RÚV birti frétt í gær sem greindi frá því að ráðherra neitaði að veita fréttastofunni viðtal nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Óðinn Jónsson fréttastjóri á Ríkisútvarpinu segir skilyrði ráðherra fráleit.Fréttmenn afbaka viðtöl Þetta mál var til umfjöllunar í útvarpsþættinum Bítið nú í morgun. Gunnar Bragi talaði frá London og hafði meðal annars þetta að segja: „Mér finnst fréttastofa RÚV hafa verið of mikið á aðra hliðina, ef má orða það þannig, í Evrópumálum mjög lengi. Það eru hins vegar aðilar innan fréttastofu RÚV sem ég treysti mér til að fara í viðtöl við án þess að það sé ekki afbakað með einhverjum hætti. Ég hins vegar geri meiri kröfur til Ríkisútvarpsins því vegna þess að Ríkisútvarpið er, eins og þeir segja sjálfir, almannamiðill. Miðill sem á að vera hlutlaus og tala fyrir alla landsmenn. Kannski geri ég óraunhæfar kröfur. Ég veit það ekki.“ Þeir Bítismenn voru með Óðinn Jónsson í viðtali í kjölfarið og spurðu fréttastjórann að hinu augljósa; það að ráðherra treysti sér til að fara í viðtal við aðila innan RÚV án þess að það sem hann segir sé afbakað þýðir að þar eru fréttamenn sem hann treystir ekki? „Ég veit ekkert um það. Ég segi nú eiginlega ekkert um þetta. Ráðherrann verður auðvitað bara að hafa sínar skoðanir á því. Ef hann heldur að þetta sé rétt framferði ráðherra í lýðræðisríki, þá verður hann bara að fara þá leiðina,“ sagði Óðinn.Afhenda ekki vinnugögn úr húsi Hann var þá inntur eftir því hvort fréttamenn á fréttastofu hans væru fleiri hallir undir það að Ísland fari í Evrópusambandið? „Ég hef ekki hugmynd um það. Við höfum ekki gert neina könnun á því. Hefur slík könnun verið gerð annars staðar?“ spurði Óðinn á móti.En, hvað með þetta sem hann sagði að hann hafi falast eftir því að fá viðtalið við sig óklippt, en var neitað? „Það er rétt. Við afhendum ekki vinnugögn út úr húsi óklippt. Það gerir ekki nokkur fréttastofa svo ég viti til. Þetta er bara það vinnugagn sem við höfum til að vinna úr. Og þurfum fullt svigrúm til að vinna með það og sjálfstæði ritstjórnar til að vinna með það. En hann hefði auðvitað geta komið hér, ráðherrann eins og aðrir, og fengið að horfa á þetta ef hann hefði viljað. Við afhendum þetta ekki útí bæ. Hann hefur ekkert farið fram á að skoða þetta og öll helgin leið án þess að hann gerði nokkrar athugasemdir. Annars er fréttastofan ekkert í slag eða slagsmálum eða neinu stríði við Gunnar Braga Sveinsson frekar en aðra stjórnmálamenn. Við erum bara að reyna að sinna okkar starfi og vonumst til að fá svigrúm til að gera það áfram.“ Og víst er að talsvert gremja er innan fréttastofu Ríkisútvarpsins með hvernig mál hafa þróast. Kári Gylfason fréttamaður segist í viðtali við Vísi í gær aldrei hafa upplifað annað eins. Og áfram spurðu Bítismenn:Verðið þið reglulega fyrir svona, kvörtunum af hálfu stjórnmálamanna með hvernig þið farið með fréttir. „Allan minn starfsferil, sem spannar þrjátíu ár, þá hefur það verið nokkurn veginn viðkvæðið. Þetta þekkja allir sem hafa verið í fréttum á Íslandi.“Þykir smart á Íslandi að neita fjölmiðlum um viðtal Og áfram hélt Óðinn: „Það er hins vegar óvenjulegt að stjórnmálamaður neiti að koma í viðtal við okkur eða aðra nema með einhverjum slíkum skilyrðum sem eru ritstjórnarlegs eðlis. Eins og þetta skilyrði sem utanríkisráðherra setti nú, það er mjög óvenjulegt. En, þeir hafa oft í gegnum tíðina neitað að koma í viðtöl um lengri eða skemmri tíma. Það var til dæmis mjög áberandi í tíð síðustu ríkisstjórnar. Forsætisráðherra veitti mjög fá viðtöl og þetta var oft mjög vandræðalegt hversu þögnin var þrúgandi í kringum Jóhönnu Sigurðardóttir því hún var í mjög litlu sambandi við fjölmiðlamenn. Og þennan leik lék Davíð Oddsson og svo mætti áfram telja. Þetta þykir bara voðalega smart á Íslandi meðal stjórnmálamanna að spila sig svolítið stóra í þessu.“ Óðinn segir meðal annars að þetta þekkist hvergi annars staðar. Þá sagði hann að farið hafi verið ítarlega yfir umrætt viðtal við utanríkisráðherra, þetta sem hann var svo ósáttur við og birtist fyrir helgi. „Niðurstaðan kom mér ekki á óvart,“ sagði Óðinn Jónsson. Tengdar fréttir „Hefur ekkert með ritskoðun að gera“ Mikill hiti er nú í blaðamönnum vegna fréttar RÚV þess efnis að Gunnar Bragi Sveinsson tali ekki við stofnunina nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 3. mars 2014 16:30 Ekki sáttur við hvernig fréttamenn klippa viðtöl Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tjáir sig um hvers vegna hann neitaði RÚV um viðtal. 3. mars 2014 18:28 Fréttamaður Rúv aldrei upplifað önnur eins viðbrögð "Við höfum óskað eftir formlegum skýringum frá ráðuneytinu,“ segir Kári Gylfason, fréttamaður Rúv, sem neitað var um viðtal við utanríkisráðherra, Gunnar Braga Sveinsson í hádeginu í dag. 3. mars 2014 15:55 Svona voru samskipti Gunnars Braga við Rúv Fréttastofa Rúv er ósátt við að hafa ekki fengið viðtal við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra að loknum fundi í Utanríkismálanefnd Alþingis í hádeginu í dag. 3. mars 2014 14:54 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Í gær kom djúpstæður ágreiningur Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra og fréttastofu Ríkisútvarpsins upp á yfirborðið. RÚV birti frétt í gær sem greindi frá því að ráðherra neitaði að veita fréttastofunni viðtal nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Óðinn Jónsson fréttastjóri á Ríkisútvarpinu segir skilyrði ráðherra fráleit.Fréttmenn afbaka viðtöl Þetta mál var til umfjöllunar í útvarpsþættinum Bítið nú í morgun. Gunnar Bragi talaði frá London og hafði meðal annars þetta að segja: „Mér finnst fréttastofa RÚV hafa verið of mikið á aðra hliðina, ef má orða það þannig, í Evrópumálum mjög lengi. Það eru hins vegar aðilar innan fréttastofu RÚV sem ég treysti mér til að fara í viðtöl við án þess að það sé ekki afbakað með einhverjum hætti. Ég hins vegar geri meiri kröfur til Ríkisútvarpsins því vegna þess að Ríkisútvarpið er, eins og þeir segja sjálfir, almannamiðill. Miðill sem á að vera hlutlaus og tala fyrir alla landsmenn. Kannski geri ég óraunhæfar kröfur. Ég veit það ekki.“ Þeir Bítismenn voru með Óðinn Jónsson í viðtali í kjölfarið og spurðu fréttastjórann að hinu augljósa; það að ráðherra treysti sér til að fara í viðtal við aðila innan RÚV án þess að það sem hann segir sé afbakað þýðir að þar eru fréttamenn sem hann treystir ekki? „Ég veit ekkert um það. Ég segi nú eiginlega ekkert um þetta. Ráðherrann verður auðvitað bara að hafa sínar skoðanir á því. Ef hann heldur að þetta sé rétt framferði ráðherra í lýðræðisríki, þá verður hann bara að fara þá leiðina,“ sagði Óðinn.Afhenda ekki vinnugögn úr húsi Hann var þá inntur eftir því hvort fréttamenn á fréttastofu hans væru fleiri hallir undir það að Ísland fari í Evrópusambandið? „Ég hef ekki hugmynd um það. Við höfum ekki gert neina könnun á því. Hefur slík könnun verið gerð annars staðar?“ spurði Óðinn á móti.En, hvað með þetta sem hann sagði að hann hafi falast eftir því að fá viðtalið við sig óklippt, en var neitað? „Það er rétt. Við afhendum ekki vinnugögn út úr húsi óklippt. Það gerir ekki nokkur fréttastofa svo ég viti til. Þetta er bara það vinnugagn sem við höfum til að vinna úr. Og þurfum fullt svigrúm til að vinna með það og sjálfstæði ritstjórnar til að vinna með það. En hann hefði auðvitað geta komið hér, ráðherrann eins og aðrir, og fengið að horfa á þetta ef hann hefði viljað. Við afhendum þetta ekki útí bæ. Hann hefur ekkert farið fram á að skoða þetta og öll helgin leið án þess að hann gerði nokkrar athugasemdir. Annars er fréttastofan ekkert í slag eða slagsmálum eða neinu stríði við Gunnar Braga Sveinsson frekar en aðra stjórnmálamenn. Við erum bara að reyna að sinna okkar starfi og vonumst til að fá svigrúm til að gera það áfram.“ Og víst er að talsvert gremja er innan fréttastofu Ríkisútvarpsins með hvernig mál hafa þróast. Kári Gylfason fréttamaður segist í viðtali við Vísi í gær aldrei hafa upplifað annað eins. Og áfram spurðu Bítismenn:Verðið þið reglulega fyrir svona, kvörtunum af hálfu stjórnmálamanna með hvernig þið farið með fréttir. „Allan minn starfsferil, sem spannar þrjátíu ár, þá hefur það verið nokkurn veginn viðkvæðið. Þetta þekkja allir sem hafa verið í fréttum á Íslandi.“Þykir smart á Íslandi að neita fjölmiðlum um viðtal Og áfram hélt Óðinn: „Það er hins vegar óvenjulegt að stjórnmálamaður neiti að koma í viðtal við okkur eða aðra nema með einhverjum slíkum skilyrðum sem eru ritstjórnarlegs eðlis. Eins og þetta skilyrði sem utanríkisráðherra setti nú, það er mjög óvenjulegt. En, þeir hafa oft í gegnum tíðina neitað að koma í viðtöl um lengri eða skemmri tíma. Það var til dæmis mjög áberandi í tíð síðustu ríkisstjórnar. Forsætisráðherra veitti mjög fá viðtöl og þetta var oft mjög vandræðalegt hversu þögnin var þrúgandi í kringum Jóhönnu Sigurðardóttir því hún var í mjög litlu sambandi við fjölmiðlamenn. Og þennan leik lék Davíð Oddsson og svo mætti áfram telja. Þetta þykir bara voðalega smart á Íslandi meðal stjórnmálamanna að spila sig svolítið stóra í þessu.“ Óðinn segir meðal annars að þetta þekkist hvergi annars staðar. Þá sagði hann að farið hafi verið ítarlega yfir umrætt viðtal við utanríkisráðherra, þetta sem hann var svo ósáttur við og birtist fyrir helgi. „Niðurstaðan kom mér ekki á óvart,“ sagði Óðinn Jónsson.
Tengdar fréttir „Hefur ekkert með ritskoðun að gera“ Mikill hiti er nú í blaðamönnum vegna fréttar RÚV þess efnis að Gunnar Bragi Sveinsson tali ekki við stofnunina nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 3. mars 2014 16:30 Ekki sáttur við hvernig fréttamenn klippa viðtöl Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tjáir sig um hvers vegna hann neitaði RÚV um viðtal. 3. mars 2014 18:28 Fréttamaður Rúv aldrei upplifað önnur eins viðbrögð "Við höfum óskað eftir formlegum skýringum frá ráðuneytinu,“ segir Kári Gylfason, fréttamaður Rúv, sem neitað var um viðtal við utanríkisráðherra, Gunnar Braga Sveinsson í hádeginu í dag. 3. mars 2014 15:55 Svona voru samskipti Gunnars Braga við Rúv Fréttastofa Rúv er ósátt við að hafa ekki fengið viðtal við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra að loknum fundi í Utanríkismálanefnd Alþingis í hádeginu í dag. 3. mars 2014 14:54 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
„Hefur ekkert með ritskoðun að gera“ Mikill hiti er nú í blaðamönnum vegna fréttar RÚV þess efnis að Gunnar Bragi Sveinsson tali ekki við stofnunina nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 3. mars 2014 16:30
Ekki sáttur við hvernig fréttamenn klippa viðtöl Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tjáir sig um hvers vegna hann neitaði RÚV um viðtal. 3. mars 2014 18:28
Fréttamaður Rúv aldrei upplifað önnur eins viðbrögð "Við höfum óskað eftir formlegum skýringum frá ráðuneytinu,“ segir Kári Gylfason, fréttamaður Rúv, sem neitað var um viðtal við utanríkisráðherra, Gunnar Braga Sveinsson í hádeginu í dag. 3. mars 2014 15:55
Svona voru samskipti Gunnars Braga við Rúv Fréttastofa Rúv er ósátt við að hafa ekki fengið viðtal við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra að loknum fundi í Utanríkismálanefnd Alþingis í hádeginu í dag. 3. mars 2014 14:54