Óðinn og Malín sýknuð af kröfum fyrrverandi slökkviliðsmanns Aðalsteinn Kjartansson skrifar 12. desember 2014 14:54 Vísir/Valli Óðinn Jónsson, fyrrverandi fréttastjóri RÚV, og Malín Brand fréttamaður voru í dag sýknuð fyrir héraðsdómi í meiðyrðamáli sem fyrrverandi slökkviliðsmaður höfðaði á hendur þeim. Maðurinn fór fram á miskabætur og að tiltekin ummæli yrðu dæmd ómerk. Umfjöllun RÚV sem stefnt var fyrir snérist um að maðurinn sem starfaði þá hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hefði verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni. Honum var í kjölfarið vikið úr starfi hjá slökkviliðinu. Maðurinn var árið 2003 dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot og kynferðislega áreitni gagnvart stúlku. „Það er auðvitað fagnaðarefni að fá sýknudóm í svona máli og manni sýnist að íslenskir dómstólar eru að draga einhvern lærdóm af dómum mannréttindadómstóls Evrópu í nýlegum málum gegn íslenska ríkinu,“ segir hann og vísar í mál Erlu Hlynsdóttur og Bjarkar Eiðsdóttur.Glaður fyrir hönd stéttarinnar „Þetta er bara lítill dómur sem staðfestir að fjölmiðlar þurfi að sinna sínum skyldum í að veita almenningi mikilvægar upplýsingar,“ segir Óðinn og bætir við: „Fréttastofan fór ekki offari í framsetningu á þessum dómi gagnvart þessum manni.“ Óðinn segir að dómurinn hafi þýðingu fyrir stétt frétta- og blaðamanna en dómurinn fellst á það að fréttastofa RÚV hafi aðeins verið að sinna hlutverki sínu. „Ég er óskaplega glaður fyrir hönd stéttarinnar og sérstaklega Malínar Brand sem skrifaði fréttina,“ segir hann. „Við nafngreindum hann ekki og fórum varlega eins og vera ber, en ég tel umfjöllunin hafi átt fullkomlega rétt á sér og að hún hafi veri hófstillt og sanngjörn,“ segir Óðinn. „Ég segi ekki að þessi dómur komi mér ekki á óvart en ég fagna honum.“Uppfært klukkan 15.42 þar sem upphaflega mátti skilja fréttina sem svo að manninum hefði verið vikið úr starfi áður en umfjöllun RÚV var birt. Tengdar fréttir Fer fram á nafnleynd í meiðyrðamáli gegn RÚV Fyrirtaka í máli slökkviliðsmanns sem stefnt hefur Malín Brand fréttakonu og Óðni Jónssyni, þáverandi fréttastjóra RÚV, fyrir meiðyrði fór fram öðru sinni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 3. nóvember 2014 11:16 „Það var í raun verið að dæma mig aftur tíu árum seinna“ Aðalmeðferð í meiðyrðamáli gegn Mallín Brand, fyrrverandi fréttakonu, og Óðni Jónssyni fyrrverandi fréttastjóra RÚV, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. nóvember 2014 15:28 Meiðyrðamál gegn RÚV: Rekinn vegna fréttar um tíu ára gamalt kynferðisbrot "Þessum málum telur RÚV við hæfi að blanda og tengja umbjóðanda minn við þau voðaverk. Það er ekki látið þar við sitja heldur hefur RÚV samband við vinnuveitanda mannsins og kemur því til leiðar að hann missir vinnuna.“ 11. júní 2014 17:30 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Sjá meira
Óðinn Jónsson, fyrrverandi fréttastjóri RÚV, og Malín Brand fréttamaður voru í dag sýknuð fyrir héraðsdómi í meiðyrðamáli sem fyrrverandi slökkviliðsmaður höfðaði á hendur þeim. Maðurinn fór fram á miskabætur og að tiltekin ummæli yrðu dæmd ómerk. Umfjöllun RÚV sem stefnt var fyrir snérist um að maðurinn sem starfaði þá hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hefði verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni. Honum var í kjölfarið vikið úr starfi hjá slökkviliðinu. Maðurinn var árið 2003 dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot og kynferðislega áreitni gagnvart stúlku. „Það er auðvitað fagnaðarefni að fá sýknudóm í svona máli og manni sýnist að íslenskir dómstólar eru að draga einhvern lærdóm af dómum mannréttindadómstóls Evrópu í nýlegum málum gegn íslenska ríkinu,“ segir hann og vísar í mál Erlu Hlynsdóttur og Bjarkar Eiðsdóttur.Glaður fyrir hönd stéttarinnar „Þetta er bara lítill dómur sem staðfestir að fjölmiðlar þurfi að sinna sínum skyldum í að veita almenningi mikilvægar upplýsingar,“ segir Óðinn og bætir við: „Fréttastofan fór ekki offari í framsetningu á þessum dómi gagnvart þessum manni.“ Óðinn segir að dómurinn hafi þýðingu fyrir stétt frétta- og blaðamanna en dómurinn fellst á það að fréttastofa RÚV hafi aðeins verið að sinna hlutverki sínu. „Ég er óskaplega glaður fyrir hönd stéttarinnar og sérstaklega Malínar Brand sem skrifaði fréttina,“ segir hann. „Við nafngreindum hann ekki og fórum varlega eins og vera ber, en ég tel umfjöllunin hafi átt fullkomlega rétt á sér og að hún hafi veri hófstillt og sanngjörn,“ segir Óðinn. „Ég segi ekki að þessi dómur komi mér ekki á óvart en ég fagna honum.“Uppfært klukkan 15.42 þar sem upphaflega mátti skilja fréttina sem svo að manninum hefði verið vikið úr starfi áður en umfjöllun RÚV var birt.
Tengdar fréttir Fer fram á nafnleynd í meiðyrðamáli gegn RÚV Fyrirtaka í máli slökkviliðsmanns sem stefnt hefur Malín Brand fréttakonu og Óðni Jónssyni, þáverandi fréttastjóra RÚV, fyrir meiðyrði fór fram öðru sinni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 3. nóvember 2014 11:16 „Það var í raun verið að dæma mig aftur tíu árum seinna“ Aðalmeðferð í meiðyrðamáli gegn Mallín Brand, fyrrverandi fréttakonu, og Óðni Jónssyni fyrrverandi fréttastjóra RÚV, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. nóvember 2014 15:28 Meiðyrðamál gegn RÚV: Rekinn vegna fréttar um tíu ára gamalt kynferðisbrot "Þessum málum telur RÚV við hæfi að blanda og tengja umbjóðanda minn við þau voðaverk. Það er ekki látið þar við sitja heldur hefur RÚV samband við vinnuveitanda mannsins og kemur því til leiðar að hann missir vinnuna.“ 11. júní 2014 17:30 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Sjá meira
Fer fram á nafnleynd í meiðyrðamáli gegn RÚV Fyrirtaka í máli slökkviliðsmanns sem stefnt hefur Malín Brand fréttakonu og Óðni Jónssyni, þáverandi fréttastjóra RÚV, fyrir meiðyrði fór fram öðru sinni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 3. nóvember 2014 11:16
„Það var í raun verið að dæma mig aftur tíu árum seinna“ Aðalmeðferð í meiðyrðamáli gegn Mallín Brand, fyrrverandi fréttakonu, og Óðni Jónssyni fyrrverandi fréttastjóra RÚV, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. nóvember 2014 15:28
Meiðyrðamál gegn RÚV: Rekinn vegna fréttar um tíu ára gamalt kynferðisbrot "Þessum málum telur RÚV við hæfi að blanda og tengja umbjóðanda minn við þau voðaverk. Það er ekki látið þar við sitja heldur hefur RÚV samband við vinnuveitanda mannsins og kemur því til leiðar að hann missir vinnuna.“ 11. júní 2014 17:30