Öðruvísi tekið á heimilisofbeldi ef karlmenn verða fyrir því Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 11. október 2015 19:00 Fjórðungur þeirra sem leita sér aðstoðar vegna ofbeldis eru karlmenn, þar af stór hluti vegna heimilisofbeldis. Margir þeirra telja lögreglu líta öðruvísi á ofbeldi af hálfu maka ef karlmaður verður fyrir því. Ráðgjafi ofbeldisfórnarlamba segir tímabært að opna umræðuna um karlmenn sem þolendur. Fréttablaðið greindi í helgarblaði sínu frá reynslu Antoine Hrannars Fons, en hann var beittur miklu andlegu og líkamlegu ofbeldi af fyrrverandi sambýlismanni sínum. Hátt í þrjú hundruð manns fá aðstoð vegna ofbeldis hjá Drekaslóð á hverju ári. Thelma Ásdísardóttir ráðgjafi, segir fjórðung þeirra vera karlmenn.„Við fáum mikið af karlmönnum til okkar sem leita sér aðstoðar eftir ofbeldi og stór hluti þeirra er að koma vegna ofbeldis í parasamböndum. Við erum að fá svona sögur til okkar og svona viðhorf. Karlmenn virðast leita sér síður aðstoðar og þeir upplifa það að þeir séu einir með þetta. Að enginn annar lendi í ofbeldi í parasamböndum gegn karlmönnum, “ segir hún.Antoine lýsir því í viðtalinu að hann hafi lagt fram ítrekaðar kærur eftir árásirnar en að lögregla hafa litið öðruvísi á málið því um var að ræða tvo karlmenn á heimilinu. Thelma segir það ekki einsdæmi. „Þeir sem leita sér aðstoðar segja sumir frá því að þeim líði eins og málin þeirra séu ekki tekin alvarlega. Þannig að þeir upplifa sumir að þeir fái ekki þá hjálp sem þeir óska eftir,“ segir Thelma. Þá upplifi samkynhneigðir sig oft þannig að þeirra heimilisofbeldismál séu talin léttvægari er önnur. „Það er mín tilfinning að stundum sé litið svo á að í samkynhneigðum samböndum sem pláss fyrir meira drama, svo ég orði það þannig,“ segir Thelma. Efla þurfi umræðuna um ofbeldi gegn karlmönnum, hvort sem það er af hendi karls eða konu. „Mér finnst við vera svolítið í grunninum ennþá. Við erum ekki komin langt í þessu. Ég kalla eftir meiri umræðu,“ segir Thelma Ásdísardóttir. Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Fjórðungur þeirra sem leita sér aðstoðar vegna ofbeldis eru karlmenn, þar af stór hluti vegna heimilisofbeldis. Margir þeirra telja lögreglu líta öðruvísi á ofbeldi af hálfu maka ef karlmaður verður fyrir því. Ráðgjafi ofbeldisfórnarlamba segir tímabært að opna umræðuna um karlmenn sem þolendur. Fréttablaðið greindi í helgarblaði sínu frá reynslu Antoine Hrannars Fons, en hann var beittur miklu andlegu og líkamlegu ofbeldi af fyrrverandi sambýlismanni sínum. Hátt í þrjú hundruð manns fá aðstoð vegna ofbeldis hjá Drekaslóð á hverju ári. Thelma Ásdísardóttir ráðgjafi, segir fjórðung þeirra vera karlmenn.„Við fáum mikið af karlmönnum til okkar sem leita sér aðstoðar eftir ofbeldi og stór hluti þeirra er að koma vegna ofbeldis í parasamböndum. Við erum að fá svona sögur til okkar og svona viðhorf. Karlmenn virðast leita sér síður aðstoðar og þeir upplifa það að þeir séu einir með þetta. Að enginn annar lendi í ofbeldi í parasamböndum gegn karlmönnum, “ segir hún.Antoine lýsir því í viðtalinu að hann hafi lagt fram ítrekaðar kærur eftir árásirnar en að lögregla hafa litið öðruvísi á málið því um var að ræða tvo karlmenn á heimilinu. Thelma segir það ekki einsdæmi. „Þeir sem leita sér aðstoðar segja sumir frá því að þeim líði eins og málin þeirra séu ekki tekin alvarlega. Þannig að þeir upplifa sumir að þeir fái ekki þá hjálp sem þeir óska eftir,“ segir Thelma. Þá upplifi samkynhneigðir sig oft þannig að þeirra heimilisofbeldismál séu talin léttvægari er önnur. „Það er mín tilfinning að stundum sé litið svo á að í samkynhneigðum samböndum sem pláss fyrir meira drama, svo ég orði það þannig,“ segir Thelma. Efla þurfi umræðuna um ofbeldi gegn karlmönnum, hvort sem það er af hendi karls eða konu. „Mér finnst við vera svolítið í grunninum ennþá. Við erum ekki komin langt í þessu. Ég kalla eftir meiri umræðu,“ segir Thelma Ásdísardóttir.
Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira