Innlent

Ódýrasti fiskurinn í Hafnarfirði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það er töluverður munur á fiskverði.
Það er töluverður munur á fiskverði. Mynd/ GVA.
Litla fiskbúðin Miðvangi býður besta fiskverðið á landinu, samkvæmt Verðlagseftirliti ASÍ sem gert var á mánudaginn.

Skoðaðar voru 30 tegundir af fiskmeti. Lægsta verðið var oftast að finna í Litlu fiskbúðinni Miðvangi eða í 14 tilvikum af 30. Fiskbúðin Trönuhrauni var næst oftast með lægsta verðið eða í 6 tilvikum af 30, en verslanirnar eru báðar staðsettar í Hafnarfirði. Hæsta verðið var oftast hjá Fiskikónginum Sogavegi eða í 7 tilvikum af 30. Almennt var mikill verðmunur á milli verslananna, í flestum tilvikum var munur á hæsta og lægsta verði um eða yfir 50%.

Munur á lægsta og hæsta verði í könnuninni var frá 27% upp í 148%. Mestur verðmunur í könnuninni var á nýjum kinnum og söltuðum sem voru dýrastar á  1.650 kr./kg í Fiskbúðinni Hafrúnu en ódýrastar á 665 kr./kg. í Fiskbúðinni Trönuhrauni en það gera 985 kr. verðmun eða 148%.

Minnstur verðmunur var á ýsu í raspi, sem var ódýrust á 1.490 kr./kg. í Litlu Fiskbúðinni Hafnarfirði og dýrust á 1.890 kr./kg. hjá Fylgifiskum, Til sjávar og sveita og Fiskbúðinni Vegamótum, en það gera 400 kr. verðmun eða 27%.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×