Of feitum börnum fækkað um helming 5. júní 2012 06:00 Halldór Ásgrímsson, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, fjallaði um aðgerðaáætlun nefndarinnar um betri heilsu og lífsgæði á ráðstefnunni í gær. Vigdís Finnbogadóttir er verndari ráðstefnunnar. fréttablaðið/stefán Niðurstöður rannsóknar sem kynnt var á ráðstefnu Samtaka norrænna næringarfræðinga sýna að helmingi færri sex ára börn á Íslandi eru of feit nú en fyrir tíu árum. Minni prótínneysla ungbarna er stór áhrifavaldur segir sérfræðingur. Helmingi færri sex ára börn á Íslandi eru of feit nú samanborið við ástandið fyrir tíu árum. Þá var fimmta hvert sex ára barn of feitt en tíunda hvert barn nú. Þetta kom fram í erindi Ingibjargar Gunnarsdóttur sem hún flutti á ráðstefnu Samtaka norrænna næringarfræðinga sem haldin var á Hotel Nordica í gær. Þar kynnti hún niðurstöður rannsóknar sinnar á langtímaáhrifum breytinga í mataræði ungbarna, sem ná til tíu ára tímabils. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að tíðni ofþyngdar sex ára barna hefur lækkað úr 20 prósentum í 10 prósent á tíu ára tímabili. Tveir árgangar voru rannsakaðir, sá fyrri fæddur á árabilinu 1995 til 1997 og sá síðari árin 2005 til 2007. „Meðal breytinga sem sjást á mataræði ungbarna milli kannana er að prótínneysla við níu mánaða aldur er lægri í seinni árgangnum,“ segir Ingibjörg. Hún segir að þetta megi skýra með því að þau drekki minna af kúamjólk. Í fyrirlestri Ingibjargar var bent á að árið 2003 voru nýjar ráðleggingar til foreldra ungbarna kynntar á Íslandi. Meiri áhersla var lögð á brjóstagjöf, ráðlagt að takmarka neyslu barnanna á venjulegri kúamjólk og sérstök stoðmjólk kynnt til sögunnar. „Mjög háa prótínneyslu mátti útskýra, meðal annars, með mikilli neyslu á venjulegri kúamjólk, allt að tvo lítra á dag meðal 9-12 mánaða barna,“ segir Ingibjörg. Aðrar rannsóknir hafa sýnt fram á að mikil prótíninntaka á fyrstu árum lífsins getur aukið hættu á offitu síðar í þroskaferli barna. „Strákar sem neyttu mest af prótíni við 9-12 mánaða aldur voru með marktækt hærri líkamsþyngdarstuðul við sex ára aldur en drengir sem neyttu minna prótíns,“ segir Ingibjörg. „Fleiri áhrifaþættir gætu spilað inn í þessar niðurstöður en áhrif prótíninntöku eru áhugaverð.“ Inga Þórsdóttir er aðalskipuleggjandi ráðstefnunnar. Hún segir vinnu rannsóknarhópsins frábæra. „Ísland hefur batnað á rannsóknartímabilinu. Unga fullorðna fólkið er að gera betri hluti við uppeldi barna sinna en það gerði fyrir tíu árum.“ Ráðstefnan var sett í tíunda sinn í Reykjavík í gær, en hún er haldin fjórða hvert ár. Vigdís Finnbogadóttir er verndari ráðstefnunnar í ár og var hún viðstödd setninguna í gærmorgun. birgirh@frettabladid.is Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Niðurstöður rannsóknar sem kynnt var á ráðstefnu Samtaka norrænna næringarfræðinga sýna að helmingi færri sex ára börn á Íslandi eru of feit nú en fyrir tíu árum. Minni prótínneysla ungbarna er stór áhrifavaldur segir sérfræðingur. Helmingi færri sex ára börn á Íslandi eru of feit nú samanborið við ástandið fyrir tíu árum. Þá var fimmta hvert sex ára barn of feitt en tíunda hvert barn nú. Þetta kom fram í erindi Ingibjargar Gunnarsdóttur sem hún flutti á ráðstefnu Samtaka norrænna næringarfræðinga sem haldin var á Hotel Nordica í gær. Þar kynnti hún niðurstöður rannsóknar sinnar á langtímaáhrifum breytinga í mataræði ungbarna, sem ná til tíu ára tímabils. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að tíðni ofþyngdar sex ára barna hefur lækkað úr 20 prósentum í 10 prósent á tíu ára tímabili. Tveir árgangar voru rannsakaðir, sá fyrri fæddur á árabilinu 1995 til 1997 og sá síðari árin 2005 til 2007. „Meðal breytinga sem sjást á mataræði ungbarna milli kannana er að prótínneysla við níu mánaða aldur er lægri í seinni árgangnum,“ segir Ingibjörg. Hún segir að þetta megi skýra með því að þau drekki minna af kúamjólk. Í fyrirlestri Ingibjargar var bent á að árið 2003 voru nýjar ráðleggingar til foreldra ungbarna kynntar á Íslandi. Meiri áhersla var lögð á brjóstagjöf, ráðlagt að takmarka neyslu barnanna á venjulegri kúamjólk og sérstök stoðmjólk kynnt til sögunnar. „Mjög háa prótínneyslu mátti útskýra, meðal annars, með mikilli neyslu á venjulegri kúamjólk, allt að tvo lítra á dag meðal 9-12 mánaða barna,“ segir Ingibjörg. Aðrar rannsóknir hafa sýnt fram á að mikil prótíninntaka á fyrstu árum lífsins getur aukið hættu á offitu síðar í þroskaferli barna. „Strákar sem neyttu mest af prótíni við 9-12 mánaða aldur voru með marktækt hærri líkamsþyngdarstuðul við sex ára aldur en drengir sem neyttu minna prótíns,“ segir Ingibjörg. „Fleiri áhrifaþættir gætu spilað inn í þessar niðurstöður en áhrif prótíninntöku eru áhugaverð.“ Inga Þórsdóttir er aðalskipuleggjandi ráðstefnunnar. Hún segir vinnu rannsóknarhópsins frábæra. „Ísland hefur batnað á rannsóknartímabilinu. Unga fullorðna fólkið er að gera betri hluti við uppeldi barna sinna en það gerði fyrir tíu árum.“ Ráðstefnan var sett í tíunda sinn í Reykjavík í gær, en hún er haldin fjórða hvert ár. Vigdís Finnbogadóttir er verndari ráðstefnunnar í ár og var hún viðstödd setninguna í gærmorgun. birgirh@frettabladid.is
Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira