Of hættulegt að reyna að ná bílnum úr Jökulsárlóni Birgir Olgeirsson skrifar 4. nóvember 2016 13:22 Bíllinn mun mögulega aldrei finnast segir staðarhaldari við lónið. Jónas Jónasson Lögreglan á Suðurlandi mun ekki reyna að ná bíl upp úr Jökulsárlóni sem rann mannlaus út í lónið á miðvikudag. Að mati lögreglunnar er of hættulegt fyrir kafara að nálgast bifreiðina og mun lögreglan því ekki aðhafast frekar vegna rannsóknar á málinu. „Það er í raun og veru ljóst að þessar aðstæður eru alltaf breytilegar þar sem jakarnir eru á hreyfingu. Á þessu stigi er metið sem svo að verkefnið er afar flókið og getur verið einstaklega hættulegt fyrir kafara að nálgast bifreiðina, þannig að lögregla mun ekki nálgast það út frá rannsóknar hagsmunum,“ segir Jóhann Hilmar Haraldsson, lögreglumaður á Höfn í Hornafirði, um málið.Sjá einnig: Ömurlegur endir á Íslandsdvöl í Jökulsárlóni: „Is it our car?“ Spurður hvort að það muni í náinni framtíð koma að því að reynt verði að ná bílnum á þurrt segir hann það vera breytingum háð. „Þessi staður breytist svo oft. Það gætu komið góðar aðstæður, en þær eru ekki núna.“ Olía gæti hugsanlega lekið frá bílnum en Jóhann segir lögreglu hafa gert Umhverfisstofnun viðvart vegna málsins. Hjá Umhverfisstofnun var ekki búið að taka ákvörðun hvort eitthvað verði aðhafst en bent á að Jökulsárlón sé ekki friðlýst svæði. Þá er Jökulsárlón ekki hluti af þjóðgarði Vatnajökuls og því mun Vatnajökulsþjóðgarður ekki aðhafast í málinu. Einar Björn Einarsson, staðarhaldari við Jökulsárlón, á ekki von á því að bílnum verði náð upp úr lóninu. Hann segir strauminn svo mikinn í lóninu að það gæti orðið verulega kostnaðarsamt að finna bílinn, sem fór út í lónið við enda varnargarðsins í Jökulsárlóni. Einar segir að svo gæti farið að bíllinn finnist aldrei, en ekki sé hægt að útiloka að hann hreinlega skili sér einn daginn upp í fjöru. Tengdar fréttir Ömurlegur endir á Íslandsdvöl í Jökulsárlóni: „Is it our car?“ Erlent par lauk dvöl sinni á Íslandi á neyðarlegan máta á Suðurlandi í gær. 3. nóvember 2016 09:15 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi mun ekki reyna að ná bíl upp úr Jökulsárlóni sem rann mannlaus út í lónið á miðvikudag. Að mati lögreglunnar er of hættulegt fyrir kafara að nálgast bifreiðina og mun lögreglan því ekki aðhafast frekar vegna rannsóknar á málinu. „Það er í raun og veru ljóst að þessar aðstæður eru alltaf breytilegar þar sem jakarnir eru á hreyfingu. Á þessu stigi er metið sem svo að verkefnið er afar flókið og getur verið einstaklega hættulegt fyrir kafara að nálgast bifreiðina, þannig að lögregla mun ekki nálgast það út frá rannsóknar hagsmunum,“ segir Jóhann Hilmar Haraldsson, lögreglumaður á Höfn í Hornafirði, um málið.Sjá einnig: Ömurlegur endir á Íslandsdvöl í Jökulsárlóni: „Is it our car?“ Spurður hvort að það muni í náinni framtíð koma að því að reynt verði að ná bílnum á þurrt segir hann það vera breytingum háð. „Þessi staður breytist svo oft. Það gætu komið góðar aðstæður, en þær eru ekki núna.“ Olía gæti hugsanlega lekið frá bílnum en Jóhann segir lögreglu hafa gert Umhverfisstofnun viðvart vegna málsins. Hjá Umhverfisstofnun var ekki búið að taka ákvörðun hvort eitthvað verði aðhafst en bent á að Jökulsárlón sé ekki friðlýst svæði. Þá er Jökulsárlón ekki hluti af þjóðgarði Vatnajökuls og því mun Vatnajökulsþjóðgarður ekki aðhafast í málinu. Einar Björn Einarsson, staðarhaldari við Jökulsárlón, á ekki von á því að bílnum verði náð upp úr lóninu. Hann segir strauminn svo mikinn í lóninu að það gæti orðið verulega kostnaðarsamt að finna bílinn, sem fór út í lónið við enda varnargarðsins í Jökulsárlóni. Einar segir að svo gæti farið að bíllinn finnist aldrei, en ekki sé hægt að útiloka að hann hreinlega skili sér einn daginn upp í fjöru.
Tengdar fréttir Ömurlegur endir á Íslandsdvöl í Jökulsárlóni: „Is it our car?“ Erlent par lauk dvöl sinni á Íslandi á neyðarlegan máta á Suðurlandi í gær. 3. nóvember 2016 09:15 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Sjá meira
Ömurlegur endir á Íslandsdvöl í Jökulsárlóni: „Is it our car?“ Erlent par lauk dvöl sinni á Íslandi á neyðarlegan máta á Suðurlandi í gær. 3. nóvember 2016 09:15