Viðskipti innlent

Of miklar launahækkanir tefja efnahagsbatann

Sigríður Mogensen skrifar
Samkvæmt aðalhagfræðingi Seðlabankans eiga Íslendingar ekki að hækka meira en 3,5 til 4% í launum.
Samkvæmt aðalhagfræðingi Seðlabankans eiga Íslendingar ekki að hækka meira en 3,5 til 4% í launum.

Launahækkanir umfram það sem samrýmist verðstöðugleika geta tafið efnahagsbatann, að mati Seðlabankans. Þetta eru launahækkanir umfram 3,5-4%.

Kjarasamningar losna í lok þessa mánaðar, og er jafnvel búist við átökum á vinnumarkaði. Fram kom í máli aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands á fundi með fréttamönnum í morgun að ef launahækkanir verða umfram það sem samræmist verðstöðugleika geti það tafið efnahagsbatann.

Hóflegar launahækkanir eru á bilinu 3,5-4% að mati aðalhagfræðings, og ættu slíkar hækkanir ekki að ógna stöðugleikanum. Þá getur það einnig tafið efnahagsbatann að mati seðlabankans ef aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum verða frábrugnar því sem gert er ráð fyrir í efnahagsáætlun AGS fyrir Ísland.

Með öðrum orðum, ef farið verður hægar í niðurskurð opinberra gjalda en áætlað er, gæti það haft áhrif á endurreisn efnahagslífsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×