Ófærð verður sýnd á BBC Birgir Olgeirsson skrifar 28. apríl 2015 16:18 Baltasar Kormákur er leikstjóri Ófærðar. mynd/universal Breska ríkisútvarpið BBC hefur tryggt sér sýningarétt á íslensku þáttaröðinni Ófærð sem verður sýnd á BBC 4 undir heitinu Trapped. Á vef TelevisionBusinessInternational kemur fram að BBC hafi náð samningum við kvikmyndagerðarmanninn Baltasar Kormák um sýningaréttinn. Þættirnir segja frá líkfundi í íslenskum bæ í þann mund sem óveður skellur og lamar allar samgöngur. Það gerir það að verkum að íbúarnir eru veðurtepptir í bænum á meðan rannsóknin stendur yfir. „Þættirnir eru úr smiðju þekktasta kvikmyndagerðarmanns Íslands, Baltasar Kormáks. Fyrirtæki hans RVKStudios sér um framleiðslu þeirra og á meðal leikarar eru Ólafur Darri Ólafsson, úr TrueDetective, og BjarneHenriksen, úr Forbrydelsen,“ segir á vef TBI-Vision. Áætlaður kostnaður við framleiðslu þáttanna er talinn milljarður króna en um er að ræða evrópskt samstarf á milli ríkisfjölmiðla á Íslandi, Þýskalandi, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Noregi og Frakklandi. Tökur á þáttunum hófust í janúar síðastliðnum og var áætlað að þær myndu standa yfir í um 90 daga. Mikil leynd hvíldi yfir söguþræðinum á meðan tökum stóð og fengu leikararnir til að mynda ekki að vita neitt um framvindu sögunnar fyrr en komið var að því að taka þau atriði upp þar sem það var uppljóstrað.Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var því haldið fram að Ófærð sé fyrsta íslenska þáttaröðin sem sýnd er á BBC. Það er ekki rétt því BBC hefur sýnt bæði Vaktaseríurnar og Latabæ. Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Breska ríkisútvarpið BBC hefur tryggt sér sýningarétt á íslensku þáttaröðinni Ófærð sem verður sýnd á BBC 4 undir heitinu Trapped. Á vef TelevisionBusinessInternational kemur fram að BBC hafi náð samningum við kvikmyndagerðarmanninn Baltasar Kormák um sýningaréttinn. Þættirnir segja frá líkfundi í íslenskum bæ í þann mund sem óveður skellur og lamar allar samgöngur. Það gerir það að verkum að íbúarnir eru veðurtepptir í bænum á meðan rannsóknin stendur yfir. „Þættirnir eru úr smiðju þekktasta kvikmyndagerðarmanns Íslands, Baltasar Kormáks. Fyrirtæki hans RVKStudios sér um framleiðslu þeirra og á meðal leikarar eru Ólafur Darri Ólafsson, úr TrueDetective, og BjarneHenriksen, úr Forbrydelsen,“ segir á vef TBI-Vision. Áætlaður kostnaður við framleiðslu þáttanna er talinn milljarður króna en um er að ræða evrópskt samstarf á milli ríkisfjölmiðla á Íslandi, Þýskalandi, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Noregi og Frakklandi. Tökur á þáttunum hófust í janúar síðastliðnum og var áætlað að þær myndu standa yfir í um 90 daga. Mikil leynd hvíldi yfir söguþræðinum á meðan tökum stóð og fengu leikararnir til að mynda ekki að vita neitt um framvindu sögunnar fyrr en komið var að því að taka þau atriði upp þar sem það var uppljóstrað.Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var því haldið fram að Ófærð sé fyrsta íslenska þáttaröðin sem sýnd er á BBC. Það er ekki rétt því BBC hefur sýnt bæði Vaktaseríurnar og Latabæ.
Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira