Erlent

Ofbauð framkoma ökumanna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skjáskot úr myndbandinu þar sem maðurinn tekur sér stöðu fyrir framan hvíta fólksbifreið.
Skjáskot úr myndbandinu þar sem maðurinn tekur sér stöðu fyrir framan hvíta fólksbifreið.
Gangandi vegfarandi í borginni Guadalajara í Mexíkó ofbauð framkoma ökumanna í borginni á dögunum. Stóð hann fyrir mótmælum þess vegna.

Maðurinn virðist hafa verið ósáttur með að ökumenn virtu ekki að stöðva bíl sinn fyrir aftan gangbraut. Tók hann sig því til og stóð fyrir framan viðkomandi bíl sem fyrir vikið komst ekki leiðar sinnar. Reyndi bíllinn að bakka til að komast út hélt maðurinn áfram að standa í vegi fyrir bílinn allt þar til bíllinn var kominn aftur fyrir gangbrautina.

Uppákomuna má sjá í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×