Ofbeldi í nánum samböndum: Heimilisfriður, meðferðarúrræði fyrir gerendur Andrés Proppé Ragnarsson og Einar Gylfi Jónsson skrifar 17. mars 2016 07:00 Meðferðarúrræði fyrir karla sem beita ofbeldi í nánum samböndum hefur verið starfrækt fyrst frá 1998 til 2002 og síðan óslitið frá 2006 undir nafninu „Karlar til ábyrgðar“. Undanfarin misseri hefur konum sem gerendum og körlum sem þolendum einnig verið boðið upp á aðstoð. Hefur sú þjónusta farið vaxandi, þó hægt fari. Þessar útvíkkuðu forsendur hafa leitt til þess að nafnið, sem átti svo ágætlega við í upphafi, er nú orðið villandi. Því hefur verið ákveðið að leggja til hliðar hið upprunalega nafn og velja annað sem hefur breiðari skírskotun: Heimilisfriður, með undirtitlinum „Meðferðar- og þekkingarmiðstöð um ofbeldi í nánum samböndum“. Með þessum undirtitli er vísað til þess að auk þess að bjóða gerendum og þolendum ofbeldis í nánum samböndum upp á meðferð er Heimilisfriði ætlað að miðla fræðslu og þjálfun varðandi ofbeldi í nánum samböndum og afleiðingar þess til fagfólks og almennings. 8. mars sl. var undirritaður þjónustusamningur velferðarráðuneytisins við Heimilisfrið þar sem kveðið er á um að ráðuneytið greiði niður meðferð fyrir gerendur af báðum kynjum auk áhættumatsviðtala við maka. Auk þessa mun Heimilisfriður bjóða þolendum meðferð í samvinnu við félagsþjónustur sveitarfélaga.Vel varðveitt leyndarmál Til skamms tíma var ofbeldi í nánum samböndum vel varðveitt leyndarmál. Þó vitað væri að slíkt ætti sér stað var hið ríkjandi viðhorf að ofbeldi milli karls og konu í nánu sambandi félli undir friðhelgi einkalífsins. Það voru kvennahreyfingar 7. og 8. áratugarins sem opnuðu umræðuna og beittu sér fyrir aðstoð við konur sem bjuggu við ofbeldi af hendi maka síns: kvennaathvörfum var komið á fót og aukinn þrýstingur var á lögreglu og heilbrigðisstarfsfólk að gefa þessu vandamáli gaum: þróa viðeigandi viðbrögð og spyrja viðeigandi spurninga. Frá byrjun var ofbeldi í nánum samböndum skilgreint sem kynbundið, þ.e. gerendurnir væru í langflestum tilvikum karlar og þolendurnir í langflestum tilvikum konur. Ofbeldið var talið eiga sér rætur í gildum feðraveldisins: hin kynbundna félagsmótun, stofnanir og formgerð samfélagsins, viðhorf og venjur, eignarréttur karla og ábyrgðarleysi samfélagsins gagnvart því sem ætti sér stað innan veggja heimilisins. Sálfræðilegum skýringum á hegðun gerandans var hafnað. Á þessu hefur orðið breyting. Undanfarið hefur verið fjallað um það í fjölmiðlum að rannsóknir sýni að það er sáralítill munur á ofbeldisbeitingu kynjanna í nánum samböndum, þ.e. að það sé álíka algengt að konur og karlar beiti líkamlegu ofbeldi. Þetta eru ekki nýjar fréttir, rannsóknir allt aftur til 1975 hafa staðfest þetta. Þannig að það er löngu ljóst að heimilisofbeldi er ekki kynbundið í þeim skilningi að það séu einungis karlar sem eru gerendur og einungis konur sem eru þolendur.Tímabær skref Hins vegar er ofbeldi í nánum samböndum kynbundið í þeim skilningi að í þorra alvarlegustu tilvikanna eru karlar gerendur og konur þolendur og það er einnig kynbundið í þeim skilningi að rannsóknir sýna að konur sem eru þolendur upplifa ofbeldi af hendi maka miklu frekar sem ógnun en karlar sem eru þolendur. Þessi munur verður auðveldlega skýrður með líkamsburðum, en einnig er líklegt að félagslegar og fjárhagslegar ástæður hafi veruleg áhrif, þ.e. konur eru líklegri til að vera félagslega og fjárhagslega háðari sambandinu en karlar. Þess vegna er rökrétt að þróunin hafi verið sú að fyrst er athyglinni beint að heimilisofbeldi þar sem karlar eru gerendur og konur þolendur og meðferðar- og stuðningsúrræði þróuð út frá þörfum þeirra, en síðan sé athyglinni beint að stuðningi við karla sem eru þolendur og meðferð fyrir konur sem eru gerendur. Sé athyglinni og úrræðunum eingöngu beint að hinu kynbundna ofbeldi er ljóst að hópur gerenda og þolenda og börn þeirra fá litla athygli í umræðunni og þ.a.l. litla hvatningu til að leita sér hjálpar til að rjúfa vítahring ofbeldisins. Að mati greinarhöfunda var orðið tímabært að stíga þau skref hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Sjá meira
Meðferðarúrræði fyrir karla sem beita ofbeldi í nánum samböndum hefur verið starfrækt fyrst frá 1998 til 2002 og síðan óslitið frá 2006 undir nafninu „Karlar til ábyrgðar“. Undanfarin misseri hefur konum sem gerendum og körlum sem þolendum einnig verið boðið upp á aðstoð. Hefur sú þjónusta farið vaxandi, þó hægt fari. Þessar útvíkkuðu forsendur hafa leitt til þess að nafnið, sem átti svo ágætlega við í upphafi, er nú orðið villandi. Því hefur verið ákveðið að leggja til hliðar hið upprunalega nafn og velja annað sem hefur breiðari skírskotun: Heimilisfriður, með undirtitlinum „Meðferðar- og þekkingarmiðstöð um ofbeldi í nánum samböndum“. Með þessum undirtitli er vísað til þess að auk þess að bjóða gerendum og þolendum ofbeldis í nánum samböndum upp á meðferð er Heimilisfriði ætlað að miðla fræðslu og þjálfun varðandi ofbeldi í nánum samböndum og afleiðingar þess til fagfólks og almennings. 8. mars sl. var undirritaður þjónustusamningur velferðarráðuneytisins við Heimilisfrið þar sem kveðið er á um að ráðuneytið greiði niður meðferð fyrir gerendur af báðum kynjum auk áhættumatsviðtala við maka. Auk þessa mun Heimilisfriður bjóða þolendum meðferð í samvinnu við félagsþjónustur sveitarfélaga.Vel varðveitt leyndarmál Til skamms tíma var ofbeldi í nánum samböndum vel varðveitt leyndarmál. Þó vitað væri að slíkt ætti sér stað var hið ríkjandi viðhorf að ofbeldi milli karls og konu í nánu sambandi félli undir friðhelgi einkalífsins. Það voru kvennahreyfingar 7. og 8. áratugarins sem opnuðu umræðuna og beittu sér fyrir aðstoð við konur sem bjuggu við ofbeldi af hendi maka síns: kvennaathvörfum var komið á fót og aukinn þrýstingur var á lögreglu og heilbrigðisstarfsfólk að gefa þessu vandamáli gaum: þróa viðeigandi viðbrögð og spyrja viðeigandi spurninga. Frá byrjun var ofbeldi í nánum samböndum skilgreint sem kynbundið, þ.e. gerendurnir væru í langflestum tilvikum karlar og þolendurnir í langflestum tilvikum konur. Ofbeldið var talið eiga sér rætur í gildum feðraveldisins: hin kynbundna félagsmótun, stofnanir og formgerð samfélagsins, viðhorf og venjur, eignarréttur karla og ábyrgðarleysi samfélagsins gagnvart því sem ætti sér stað innan veggja heimilisins. Sálfræðilegum skýringum á hegðun gerandans var hafnað. Á þessu hefur orðið breyting. Undanfarið hefur verið fjallað um það í fjölmiðlum að rannsóknir sýni að það er sáralítill munur á ofbeldisbeitingu kynjanna í nánum samböndum, þ.e. að það sé álíka algengt að konur og karlar beiti líkamlegu ofbeldi. Þetta eru ekki nýjar fréttir, rannsóknir allt aftur til 1975 hafa staðfest þetta. Þannig að það er löngu ljóst að heimilisofbeldi er ekki kynbundið í þeim skilningi að það séu einungis karlar sem eru gerendur og einungis konur sem eru þolendur.Tímabær skref Hins vegar er ofbeldi í nánum samböndum kynbundið í þeim skilningi að í þorra alvarlegustu tilvikanna eru karlar gerendur og konur þolendur og það er einnig kynbundið í þeim skilningi að rannsóknir sýna að konur sem eru þolendur upplifa ofbeldi af hendi maka miklu frekar sem ógnun en karlar sem eru þolendur. Þessi munur verður auðveldlega skýrður með líkamsburðum, en einnig er líklegt að félagslegar og fjárhagslegar ástæður hafi veruleg áhrif, þ.e. konur eru líklegri til að vera félagslega og fjárhagslega háðari sambandinu en karlar. Þess vegna er rökrétt að þróunin hafi verið sú að fyrst er athyglinni beint að heimilisofbeldi þar sem karlar eru gerendur og konur þolendur og meðferðar- og stuðningsúrræði þróuð út frá þörfum þeirra, en síðan sé athyglinni beint að stuðningi við karla sem eru þolendur og meðferð fyrir konur sem eru gerendur. Sé athyglinni og úrræðunum eingöngu beint að hinu kynbundna ofbeldi er ljóst að hópur gerenda og þolenda og börn þeirra fá litla athygli í umræðunni og þ.a.l. litla hvatningu til að leita sér hjálpar til að rjúfa vítahring ofbeldisins. Að mati greinarhöfunda var orðið tímabært að stíga þau skref hér á landi.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun