Offita barna: Fyrirtæki fara offari í markaðssetningu Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 3. nóvember 2011 19:14 Næringarfræðingur segir fyrirtæki oft fara offari í markaðssetningu á vörum sínum, það eigi helst við um fæðubótaefni og orkudrykki. Hann segir dæmi um að foreldrar viti oft einfaldlega ekki hvað börnin þeirra eru að innbyrða. Nýleg skýrsla velferðaráðuneytisins sýnir að 64 prósent Íslendinga eru offeit eða í yfirþyngd. Offitufaraldurinn er ekki síst meðal íslenskra barna en rannsókn frá 2009 sýnir að yfir tuttugu prósent barna á aldrinum 5-15 ára eru of þung, þar af mældust fimm prósent of feit. Steinar B. Aðalbjörnsson næringarfræðingur hefur miklar áhyggjur af þessarri þróun og segir erfitt að benda á einn aðila sem ber ábyrgð en að hluta til liggi hún hjá fyrirtækjunum sem flytja inn og dreifa vörum. „Ég held að fyrirtæki fari oft offari í markaðssetningunni og þá kannski helst þessi fyrirtæki sem eru að flytja inn vörur í fæðubótaefnaflokki og heilsuvöru flokki, og mér finnst stundum keyra um þverbak í þeim málum," segir hann. Fyrirtæki komist jafnvel upp með að segja ósatt og lofa ákveðnum eiginleikum svo sem að vörur auki fitubrennslu eða séu orkugefandi en það vanti síðan allar rannsóknir á bak við fullyrðingarnar. Þar af leiðandi viti fólk oft ekki hvað þessar vörur virkilega innihalda „Ég var einu sinni í bakaríi og þar sá ég mömmu koma inn með strák sem var varla orðinn tólf ára og hún kaupir sér kaffi og eitthvað með því og hann fær tvo orkudrykki. Þegar hann er búinn að stúta þeim þá sest ég niður hjá konunni og spyr hvort ég megi ræða aðeins við hana, hún jánkar því og þá útskýri ég fyrir henni að í þessum tveimur orkudrykkjum var meira en tvöfalt magn af koffíni en í kaffibollanum sem hún var að drekka og það voru mjög áhugaverð viðbrögðin hjá henni," segir Steinar. Foreldrar þurfi því að fylgjast betur með neyslu barnanna sinna. „Við erum ekki í vinsældakosningu, þannig að foreldrar fylgist með börnunum, þegar þau koma heim úr skóla, hvað eru þau að gera? hvað ætla þau að borða? ætla þau að hanga í tölvunni? Fylgjast með, við getum öll fylgst með börnunum og við erum öll með síma nú til dags," segir hann að lokum. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Næringarfræðingur segir fyrirtæki oft fara offari í markaðssetningu á vörum sínum, það eigi helst við um fæðubótaefni og orkudrykki. Hann segir dæmi um að foreldrar viti oft einfaldlega ekki hvað börnin þeirra eru að innbyrða. Nýleg skýrsla velferðaráðuneytisins sýnir að 64 prósent Íslendinga eru offeit eða í yfirþyngd. Offitufaraldurinn er ekki síst meðal íslenskra barna en rannsókn frá 2009 sýnir að yfir tuttugu prósent barna á aldrinum 5-15 ára eru of þung, þar af mældust fimm prósent of feit. Steinar B. Aðalbjörnsson næringarfræðingur hefur miklar áhyggjur af þessarri þróun og segir erfitt að benda á einn aðila sem ber ábyrgð en að hluta til liggi hún hjá fyrirtækjunum sem flytja inn og dreifa vörum. „Ég held að fyrirtæki fari oft offari í markaðssetningunni og þá kannski helst þessi fyrirtæki sem eru að flytja inn vörur í fæðubótaefnaflokki og heilsuvöru flokki, og mér finnst stundum keyra um þverbak í þeim málum," segir hann. Fyrirtæki komist jafnvel upp með að segja ósatt og lofa ákveðnum eiginleikum svo sem að vörur auki fitubrennslu eða séu orkugefandi en það vanti síðan allar rannsóknir á bak við fullyrðingarnar. Þar af leiðandi viti fólk oft ekki hvað þessar vörur virkilega innihalda „Ég var einu sinni í bakaríi og þar sá ég mömmu koma inn með strák sem var varla orðinn tólf ára og hún kaupir sér kaffi og eitthvað með því og hann fær tvo orkudrykki. Þegar hann er búinn að stúta þeim þá sest ég niður hjá konunni og spyr hvort ég megi ræða aðeins við hana, hún jánkar því og þá útskýri ég fyrir henni að í þessum tveimur orkudrykkjum var meira en tvöfalt magn af koffíni en í kaffibollanum sem hún var að drekka og það voru mjög áhugaverð viðbrögðin hjá henni," segir Steinar. Foreldrar þurfi því að fylgjast betur með neyslu barnanna sinna. „Við erum ekki í vinsældakosningu, þannig að foreldrar fylgist með börnunum, þegar þau koma heim úr skóla, hvað eru þau að gera? hvað ætla þau að borða? ætla þau að hanga í tölvunni? Fylgjast með, við getum öll fylgst með börnunum og við erum öll með síma nú til dags," segir hann að lokum.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira