Erlent

Offitusjúklingar stefna fæðuöryggi í hættu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fæðuöryggi er bæði háð fjölda manna en líka þyngd þeirra.
Fæðuöryggi er bæði háð fjölda manna en líka þyngd þeirra. mynd/ getty.
Hætta er á að öll heimsbyggðin líði matarskort ef vandi offitusjúklinga er ekki leystur. Frá þessu greinir Sky fréttastofan í dag og vísar í nýja rannsókn máli sínu til stuðnings. Rannsakendur fullyrða að umfram matarneysla þeirra sem teljast of feitir jafnist á við það að einn milljarður manna bættist við mannkyn. Rannsakendurnir, sem starfa við London School of Hygiene and Tropical Medicine segja að fæðuþörf mannkyns sé ekki einungis háð fjölda heldur einnig heildarþyngd mannkynsins. Þess vegna sé mikilvægt að halda þyngd fólks í skefjum.

Allt mannkyn 287 milljón tonn, þar af eru 15 milljónir tonna vegna yfirþyngdar og 3,5 milljónir vegna offitu, samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar sem birt er í tímaritinu BMC Public Health. Gögnin eru fengin frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og Sameinuðu þjóðunum. Samkvæmt þeim vóg meðalmanneskjan 62 kíló árið 2005. Nú vega Bretar að meðaltali 75 kíló og Bandaríkjamenn vega að meðaltali 81 kíló.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×