Ofleikur aldarinnar Friðrik Indriðason skrifar 5. desember 2011 09:05 Icesave samningarnir - afleikur aldarinnar, bók Sigurðar Más Jónsson, fæst í bókabúðum um land allt. Sagan „Icesave samningarnir afleikur aldarinnar?" eftir Sigurð Má Jónsson blaðamann er um margt mjög upplýsandi rit um íslenska pólitík. Einkum þann þátt hennar sem snýr að flóknum og krefjandi alþjóðasamningum. Á þeim velli eru forráðamenn þjóðarinnar eins og beljur á svelli samanborið við erlenda viðsemjendur sína. Þegar þessir kappar láta svo loks af oflæti sínu og ráða sér erlenda sérfræðihjálp er málið komið í slíkan hnút að þjóðin hafnar hjálpinni. Framan af er sagan nokkuð lipurlega skrifuð og setur fram nokkrar vangaveltur sem ekki voru í hámæli einkum í kringum Icesave Mark I samninginn þegar Svavar Gestsson var við stýrið. Þar greinir höfundur frá því að Svavar hafi talið hina „glæsilegu" niðurstöðu í fyrsta samningnum geta orðið stökkpall sinn í embætti forseta Íslands. Þetta er nokkuð fyndið í ljósi þess sem síðan gerðist. Einnig þess að þjóðin hefði aldrei þolað tvo gamla Allaballa í röð sem forseta landsins. Sigurður Már einbeitir sér að Icesave Mark I samningunum og fá hinir tveir samningarnir mun minni umfjöllun í sögunni. Sigurður segir að slíkt sé ekki til að setja alla ábyrgð á Icesave-málinu á þá Svavar Gestsson og Steingrím J. Sigfússon. Hann vilji bara skoða orð þeirra og efndir. (bls. 207) Þar sem megnið af bókinni er um þá Svavar og Steingrím er erfitt að horfa framhjá því að í sögunni eru þeir skúrkarnir. Umfjöllun höfundar um síðari samningana, það er Icesave Mark II og Icesave Mark III þar sem erlendi samningamaðurinn Lee Bucheit var kominn til sögunnar, er hinsvegar töluvert lituð af dálæti hans á Indefence hópnum. Lesandinn er líka frá fyrsta orði leiddur inn í einhverja spennu varðandi hlut Indefence í málinu. Þetta dekur við hópinn er ljóður á bókinni sem annars er nokkuð upplýsandi og fræðandi um Icesave málið í heild. Ég er sammála því sem kom fram í máli Jóns Baldvins Hannibalssonar í þættinum Hrafnaþing á ÍNN nýlega þegar Icesave málið kom til umræðu og raunar þessi bók einnig. Jón Baldvin sagði að réttara væri að kalla málið Ofleik aldarinnar en ekki Afleik aldarinnar? Þá á Jón Baldvin við að þegar upp er staðið vorum við að rífast um ekki neitt. Í þeim skilningi að þrotabú Landsbankans stendur undir Icesave-skuldinni. Það má einnig gera athugasemdir við ályktanir höfundar eins og þessa: „Margt bendir til þess að Íslendingar verði hvorki með samningum né lögum knúnir til að greiða krónu vegna Icesave-reikninganna." (bls. 198) Ég veit ekki betur en dómsmál vegna Icesave malli enn fyrir EFTA dómstólnum. Og sækjandinn í því máli er eftirlitsstofnun sem hefur sýnt yfir 90% árangur í sambærilegum málum frá upphafi málareksturs síns þar á bæ. Það er því nokkuð hraustlega mælt af höfundi að segja að allt bendi til þess að ekkert falli á Íslendinga í þessu máli. Ef málið fyrir EFTA dómstólnum tapast gæti þjóðin verið í djúpum skít. Málið væri ekki í gangi ef samningar hefðu náðst við Breta og Hollendinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Icesave samningarnir - afleikur aldarinnar, bók Sigurðar Más Jónsson, fæst í bókabúðum um land allt. Sagan „Icesave samningarnir afleikur aldarinnar?" eftir Sigurð Má Jónsson blaðamann er um margt mjög upplýsandi rit um íslenska pólitík. Einkum þann þátt hennar sem snýr að flóknum og krefjandi alþjóðasamningum. Á þeim velli eru forráðamenn þjóðarinnar eins og beljur á svelli samanborið við erlenda viðsemjendur sína. Þegar þessir kappar láta svo loks af oflæti sínu og ráða sér erlenda sérfræðihjálp er málið komið í slíkan hnút að þjóðin hafnar hjálpinni. Framan af er sagan nokkuð lipurlega skrifuð og setur fram nokkrar vangaveltur sem ekki voru í hámæli einkum í kringum Icesave Mark I samninginn þegar Svavar Gestsson var við stýrið. Þar greinir höfundur frá því að Svavar hafi talið hina „glæsilegu" niðurstöðu í fyrsta samningnum geta orðið stökkpall sinn í embætti forseta Íslands. Þetta er nokkuð fyndið í ljósi þess sem síðan gerðist. Einnig þess að þjóðin hefði aldrei þolað tvo gamla Allaballa í röð sem forseta landsins. Sigurður Már einbeitir sér að Icesave Mark I samningunum og fá hinir tveir samningarnir mun minni umfjöllun í sögunni. Sigurður segir að slíkt sé ekki til að setja alla ábyrgð á Icesave-málinu á þá Svavar Gestsson og Steingrím J. Sigfússon. Hann vilji bara skoða orð þeirra og efndir. (bls. 207) Þar sem megnið af bókinni er um þá Svavar og Steingrím er erfitt að horfa framhjá því að í sögunni eru þeir skúrkarnir. Umfjöllun höfundar um síðari samningana, það er Icesave Mark II og Icesave Mark III þar sem erlendi samningamaðurinn Lee Bucheit var kominn til sögunnar, er hinsvegar töluvert lituð af dálæti hans á Indefence hópnum. Lesandinn er líka frá fyrsta orði leiddur inn í einhverja spennu varðandi hlut Indefence í málinu. Þetta dekur við hópinn er ljóður á bókinni sem annars er nokkuð upplýsandi og fræðandi um Icesave málið í heild. Ég er sammála því sem kom fram í máli Jóns Baldvins Hannibalssonar í þættinum Hrafnaþing á ÍNN nýlega þegar Icesave málið kom til umræðu og raunar þessi bók einnig. Jón Baldvin sagði að réttara væri að kalla málið Ofleik aldarinnar en ekki Afleik aldarinnar? Þá á Jón Baldvin við að þegar upp er staðið vorum við að rífast um ekki neitt. Í þeim skilningi að þrotabú Landsbankans stendur undir Icesave-skuldinni. Það má einnig gera athugasemdir við ályktanir höfundar eins og þessa: „Margt bendir til þess að Íslendingar verði hvorki með samningum né lögum knúnir til að greiða krónu vegna Icesave-reikninganna." (bls. 198) Ég veit ekki betur en dómsmál vegna Icesave malli enn fyrir EFTA dómstólnum. Og sækjandinn í því máli er eftirlitsstofnun sem hefur sýnt yfir 90% árangur í sambærilegum málum frá upphafi málareksturs síns þar á bæ. Það er því nokkuð hraustlega mælt af höfundi að segja að allt bendi til þess að ekkert falli á Íslendinga í þessu máli. Ef málið fyrir EFTA dómstólnum tapast gæti þjóðin verið í djúpum skít. Málið væri ekki í gangi ef samningar hefðu náðst við Breta og Hollendinga.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun