Innlent

Öflug sprengja sprakk í Bankastræti

Af vettvangi í morgun. Mynd GVA.
Af vettvangi í morgun. Mynd GVA.
Öflug sprengja var sprengd á rúðu skartgripaverslunar við Bankastræti klukkan korter fyrir fimm í morgun og segir lögregla að hætta hafi skapast af af henni.

Vaktmaður í Stjórnarráðinu tilkynnti lögreglu um mjög háan hvell og þegar hún kom á vettvang, var rúðan, sem er úr tvöföldu öryggisgleri með plastfilmu milli laga, öll kross sprungin, skemmdir voru á körmunum.

Sprengjubrot fundust í allt að 30 metra fjarlægð frá sprengistaðnum, en sprengjan var fest á rúðuna.

Talið er að þetta hafi verið tilraun til innborts og sjást tveir menn á vettvangi í upptökum úr öryggismyndavélum. Annar er dökkklæddur en hinn er í rauðri hettuúlpu með hvítu í ermunum.

Lögregla óskar eftir upplýsingum, ef einhver skyldi hafa séð til manna í miðborginni um þetta leiti og þessi lýsing gæti átt við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×