Ofsóttir hundaeigendur hafa fengið nóg Jakob Bjarnar skrifar 11. febrúar 2015 10:33 Reglur og reglugerðaofstæki mæta Guðfinni og Mikka hvar sem þeir koma. Ísland sker sig úr fyrir einstakt óumburðarlyndi gagnvart hundaeigendum. Guðfinnur Sigurvinsson fjölmiðlamaður skrifaði nýverið pistil þar sem hann greinir frá ýmsum hremmingum sem hann og maður hans Símon Ormarsson hafa lent í eftir hundurinn Mikki kom inn í líf þeirra. Þeir mega hvergi vera með hundinn, er allstaðar úthýst og fjölmargir gera lykkju á leið sína til að amast við þeim; öskra á þá og sumir virðast meira að segja nærast á því að gera öðrum að framfylgja ýtrustu reglum. Alger sprenging varð, vel á þrjú hundruð manns deildu pistlinum og eru fjölmargir til að taka undir með Guðfinni; hér gæti sannarlega orðið betra mannlíf ef gert væri, þó ekki nema á stöku stað, gert ráð fyrir hundum í rýminu. „Ég skrifaði þennan pistil því ég hef fylgst náið með því sem gamall kollegi minn, Gísli Marteinn Baldursson og Tinni hundurinn hans, hafa skrifað og sagt undanfarið um þeirra reynslu og mig langaði einfaldlega að taka undir með þeim því þú mátt hvergi vera með hunda. Sums staðar ekki jafnvel undir beru lofti. Auðvitað eru mörg dæmi um opinbera staði sem hundar eiga ekki heima á en að þú getir ekki skotist inn í verslanir, bensínstöðvar, banka, bakarí, nýtt þér almenningssamgöngur eða jafnvel setið úti eða inni á kaffihúsi án þess að fá neikvæðar athugasemdir eða ert hreinlega rekinn á brott er fáránleg forræðishyggja og afskiptisemi af lífi borgaranna sem á engan rétt á sér,“ segir Guðfinnur. En, þrátt fyrir þessa útilokun hefur hundurinn Mikki sannarlega aukið lífsgæði eigenda sinna.Guffi og hans fallegi, káti hundur mega hvergi koma þó flestir hafi mikla ánægju af Mikka; það er eins og sumir Íslendingar nærist á bannhyggjunni. Dónaskapur og hótanir Guðfinnur heldur áfram að rekja vandræðin sem mæta hundaeigendum. Víða, á þeim sömu stöðum sem ekki má fara inn með hundinn, er ekki gert ráð fyrir að binda megi hundinn meðan reynt er að sinna sínum viðskiptum, ef svo ber undir. „Mín reynsla er að ef þú bendir á þetta mætirðu algjöru tómlæti. Það er einfaldlega ekki gert ráð fyrir þeim nema í einstaka hundagerði og þau eru á fáum stöðum. Samt vilja sveitafélögin að fólk greiði hundagjald en það er lítil sem engin þjónusta veitt á móti. Ég hef líka heyrt af því að hundaeigendur hafi mætt dónaskap, leiðinlegu viðhorfi og jafnvel hótunum frá einstaka samborgara fyrir það eitt að vera á ferðinni með hundinn sinn í bandi. Þegar maður heyrir svo af því að í Grímsey hafi verið settar reglur sem banna hundum með öllu að stíga þar fæti á land þá fellur manni allur ketill í eld. Hvaða málefnalegu forsendur geta í ósköpunum verið fyrir því?“ Innlegg frá Guðfinnur Sigurvinsson.Guðfinnur hefur búið erlendis, komið víða við um heim allan og bendir á að í stórborgum eins og New York og víða í nágrannalöndunum er miklu meira frjálsræði hvað hundahald varðar. „Þar gengur daglegt líf sinn vanagang og engum dettur í hug þar að herða tökin og setja íþyngjandi reglur og lög sem skerða ferðafrelsi hundaeigenda. Af hverju þarf Ísland að vera öðruvísi? Er fólki hér minna treystandi til að fara með þetta frelsi en öðrum borgurum hins vestræna heims? Valda íslenskir hundar meiri smithættu eða ofnæmi eða eru Íslendingar viðkvæmari fyrir en aðrir íbúar heimsins?“ Innlegg frá Gisli Marteinn Baldursson. Langflestir hundaeigendur ábyrgir Viðbrögðin við pistlinum komu Guðfinni ekki á óvart því þetta viðhorf sem flestir hundaeigendur þekkja hefur mjög mikil heftandi áhrif á daglegt líf. „Langflestir hundaeigendur eru ábyrgir og umgangast almannarýmið þannig, hreinsa til eftir hunda sína og ég hreinsa oft eftir aðra. Og ekkert okkar hefur áhuga á að vera með hundana í miklu návígi við þá sem vilja ekki vera nálægt hundunum og oftast nær er ekki svo þröngt á þingi á Íslandi að það sé nauðsyn. En við búum engu að síður í þéttbýli og því fylgir að við verðum að taka tillit hvort til annars. Það eina sem við biðjum um er aðeins meiri skynsemi og að til dæmis fyrirtækjum sé treyst til að meta það sjálf hvort hundar séu þar velkomnir eða ekki.“Það þarf býsna einbeittan vilja til að amast við svona krúttlegum hundi og honum Mikka.En, hefur ef til vill komið til tals að stofna hóp um þetta málefni; berjast fyrir réttindum hunda og hundaeigenda? „Það eru þegar alls kyns samtök til, eins og Félag ábyrgra hundaeigenda og svo eru hópar á Facebook þar sem þetta er rætt. Í það minnsta er málið mikið rætt og óskandi að skynsamir stjórnmálamenn hlusti eftir því og finni með okkur leið sem er skaplegri en núverandi ástand,“ segir Guðfinnur. „Ég er viss um að samfélagið getur aðeins batnað við það.“ Tengdar fréttir Hundaeigendur í Vesturbæ segja stöðuna óviðunandi Hundaeigendur Í Vesturbæ vilja hundagerði fyrir aftan Vesturbæjarlaugina. Eigendurnir hafa hist með hunda sína daglega árum saman og leyft þeim að hlaupa um á umræddu svæði. 26. janúar 2015 13:30 Ung stúlka með fullkomna stjórn á sex Pit Bull hundum Myndband sem sýnir hvernig fjögurra ára stúlka undirbýr máltíð fyrir sex Pit Bull hunda hefur vakið mikla athygli. 13. janúar 2015 18:10 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Guðfinnur Sigurvinsson fjölmiðlamaður skrifaði nýverið pistil þar sem hann greinir frá ýmsum hremmingum sem hann og maður hans Símon Ormarsson hafa lent í eftir hundurinn Mikki kom inn í líf þeirra. Þeir mega hvergi vera með hundinn, er allstaðar úthýst og fjölmargir gera lykkju á leið sína til að amast við þeim; öskra á þá og sumir virðast meira að segja nærast á því að gera öðrum að framfylgja ýtrustu reglum. Alger sprenging varð, vel á þrjú hundruð manns deildu pistlinum og eru fjölmargir til að taka undir með Guðfinni; hér gæti sannarlega orðið betra mannlíf ef gert væri, þó ekki nema á stöku stað, gert ráð fyrir hundum í rýminu. „Ég skrifaði þennan pistil því ég hef fylgst náið með því sem gamall kollegi minn, Gísli Marteinn Baldursson og Tinni hundurinn hans, hafa skrifað og sagt undanfarið um þeirra reynslu og mig langaði einfaldlega að taka undir með þeim því þú mátt hvergi vera með hunda. Sums staðar ekki jafnvel undir beru lofti. Auðvitað eru mörg dæmi um opinbera staði sem hundar eiga ekki heima á en að þú getir ekki skotist inn í verslanir, bensínstöðvar, banka, bakarí, nýtt þér almenningssamgöngur eða jafnvel setið úti eða inni á kaffihúsi án þess að fá neikvæðar athugasemdir eða ert hreinlega rekinn á brott er fáránleg forræðishyggja og afskiptisemi af lífi borgaranna sem á engan rétt á sér,“ segir Guðfinnur. En, þrátt fyrir þessa útilokun hefur hundurinn Mikki sannarlega aukið lífsgæði eigenda sinna.Guffi og hans fallegi, káti hundur mega hvergi koma þó flestir hafi mikla ánægju af Mikka; það er eins og sumir Íslendingar nærist á bannhyggjunni. Dónaskapur og hótanir Guðfinnur heldur áfram að rekja vandræðin sem mæta hundaeigendum. Víða, á þeim sömu stöðum sem ekki má fara inn með hundinn, er ekki gert ráð fyrir að binda megi hundinn meðan reynt er að sinna sínum viðskiptum, ef svo ber undir. „Mín reynsla er að ef þú bendir á þetta mætirðu algjöru tómlæti. Það er einfaldlega ekki gert ráð fyrir þeim nema í einstaka hundagerði og þau eru á fáum stöðum. Samt vilja sveitafélögin að fólk greiði hundagjald en það er lítil sem engin þjónusta veitt á móti. Ég hef líka heyrt af því að hundaeigendur hafi mætt dónaskap, leiðinlegu viðhorfi og jafnvel hótunum frá einstaka samborgara fyrir það eitt að vera á ferðinni með hundinn sinn í bandi. Þegar maður heyrir svo af því að í Grímsey hafi verið settar reglur sem banna hundum með öllu að stíga þar fæti á land þá fellur manni allur ketill í eld. Hvaða málefnalegu forsendur geta í ósköpunum verið fyrir því?“ Innlegg frá Guðfinnur Sigurvinsson.Guðfinnur hefur búið erlendis, komið víða við um heim allan og bendir á að í stórborgum eins og New York og víða í nágrannalöndunum er miklu meira frjálsræði hvað hundahald varðar. „Þar gengur daglegt líf sinn vanagang og engum dettur í hug þar að herða tökin og setja íþyngjandi reglur og lög sem skerða ferðafrelsi hundaeigenda. Af hverju þarf Ísland að vera öðruvísi? Er fólki hér minna treystandi til að fara með þetta frelsi en öðrum borgurum hins vestræna heims? Valda íslenskir hundar meiri smithættu eða ofnæmi eða eru Íslendingar viðkvæmari fyrir en aðrir íbúar heimsins?“ Innlegg frá Gisli Marteinn Baldursson. Langflestir hundaeigendur ábyrgir Viðbrögðin við pistlinum komu Guðfinni ekki á óvart því þetta viðhorf sem flestir hundaeigendur þekkja hefur mjög mikil heftandi áhrif á daglegt líf. „Langflestir hundaeigendur eru ábyrgir og umgangast almannarýmið þannig, hreinsa til eftir hunda sína og ég hreinsa oft eftir aðra. Og ekkert okkar hefur áhuga á að vera með hundana í miklu návígi við þá sem vilja ekki vera nálægt hundunum og oftast nær er ekki svo þröngt á þingi á Íslandi að það sé nauðsyn. En við búum engu að síður í þéttbýli og því fylgir að við verðum að taka tillit hvort til annars. Það eina sem við biðjum um er aðeins meiri skynsemi og að til dæmis fyrirtækjum sé treyst til að meta það sjálf hvort hundar séu þar velkomnir eða ekki.“Það þarf býsna einbeittan vilja til að amast við svona krúttlegum hundi og honum Mikka.En, hefur ef til vill komið til tals að stofna hóp um þetta málefni; berjast fyrir réttindum hunda og hundaeigenda? „Það eru þegar alls kyns samtök til, eins og Félag ábyrgra hundaeigenda og svo eru hópar á Facebook þar sem þetta er rætt. Í það minnsta er málið mikið rætt og óskandi að skynsamir stjórnmálamenn hlusti eftir því og finni með okkur leið sem er skaplegri en núverandi ástand,“ segir Guðfinnur. „Ég er viss um að samfélagið getur aðeins batnað við það.“
Tengdar fréttir Hundaeigendur í Vesturbæ segja stöðuna óviðunandi Hundaeigendur Í Vesturbæ vilja hundagerði fyrir aftan Vesturbæjarlaugina. Eigendurnir hafa hist með hunda sína daglega árum saman og leyft þeim að hlaupa um á umræddu svæði. 26. janúar 2015 13:30 Ung stúlka með fullkomna stjórn á sex Pit Bull hundum Myndband sem sýnir hvernig fjögurra ára stúlka undirbýr máltíð fyrir sex Pit Bull hunda hefur vakið mikla athygli. 13. janúar 2015 18:10 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Hundaeigendur í Vesturbæ segja stöðuna óviðunandi Hundaeigendur Í Vesturbæ vilja hundagerði fyrir aftan Vesturbæjarlaugina. Eigendurnir hafa hist með hunda sína daglega árum saman og leyft þeim að hlaupa um á umræddu svæði. 26. janúar 2015 13:30
Ung stúlka með fullkomna stjórn á sex Pit Bull hundum Myndband sem sýnir hvernig fjögurra ára stúlka undirbýr máltíð fyrir sex Pit Bull hunda hefur vakið mikla athygli. 13. janúar 2015 18:10
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“