Ofþolinmæði skuldara Birgir Örn Guðjónsson skrifar 19. apríl 2012 06:00 Mér finnst stundum eins og ég sé í hlutverki fábjánans í fáránleikhúsi þjóðfélagsins í dag. Ég er einhver nöldrandi fýlupúki sem getur ekki séð að allt er á blússandi uppleið. Hagstofan staðfesti þetta meira að segja um daginn þegar hún sagði m.a að kaupmátturinn hjá mér væri svipaður og árið 2004. Það hlýtur því að vera tóm ímyndun að launin mín dugi ekki út mánuðinn og að ég sé tæknilega gjaldþrota út af verðtryggðu húsnæðisláni sem ég tók vegna íbúðarinnar minnar árið 2006. Ég hlýt að vera sá eini sem er í þessari stöðu. Eða hvað? Nei, ég hef alveg tekið eftir því að það eru fleiri ósáttir við sinn hlut í dag. Það hefur t.d ekki farið framhjá neinum að sumir bankastjórar eru drullufúlir, eðlilega. Einn er farinn í mál, annar hótar að hætta og sá þriðji er fúll yfir því að fá ekki einhverjar 100 milljónir sem hann segist eiga inni. Já, lífið er ósanngjarnt. Stundum verð ég ótrúlega þreyttur á þessum endalausa barningi við kerfið og að vera í hlutverki nöldrarans. Ég er lífsglaður og hamingjusamur fjölskyldufaðir sem á frábæra eiginkonu og yndisleg börn. Stundum langar mig bara til að gefast upp og spila með í Pollýönnuleiknum þar sem allt er svo frábært og framtíðin björt. En þá slær raunveruleikinn mig utan undir með tómu veskinu og ég fatta að ég verð að halda áfram að berjast. Það er of mikið í húfi. Það má ekki takast að svæfa okkur með þögninni eða kaffæra með sífellt nýjum hitamálum dagsins í dag. Forsetakosningarnar, stjórnarskráin, kvótamálin og ESB eru allt mjög mikilvæg mál en þau eru ekki töfrabragð sem lætur okkur hverfa. Við erum hér enn. Aularnir sem tókum verðtryggð húsnæðislán sem stökkbreyttust í öskrandi sístækkandi ófreskju. Vandamál okkar eru raunveruleg og þarfnast raunverulegra lausna. Eftir ónáttúruhamfarir hrunsins eru fjölmargar venjulegar fjölskyldur fastar í fjöldagröf fátæktar. Það er sannleikurinn, þó svo að einhverjir talnasérfræðingar reyni kannski að sannfæra okkur um annað. Við erum orðin þreytt á að fá sendar vistir ofan í gröfina til þess að halda í okkur lífi. Við viljum heldur fá sendan spotta svo við komumst upp úr þessari gröf og getum séð fram á einhverja framtíð í okkar annars frábæra landi. Það er ekki í lagi að ýta verðtryggingunni og leiðréttingu húsnæðislána stanslaust til hliðar. Sumir segja að stjórnvöld ætli að salta þetta þar til nær dregur kosningum til þess að geta sett þessi mál í kosningaloforðabankann. Ég trúi ekki að það sé raunin. Fórnarkostnaðurinn við það yrði of mikill. Stjórnvöld og lánastofnanir verða að fara að bretta upp ermar og taka á þessum málum fyrir alvöru, ekki seinna en strax. Ég veit að þolinmæði er dyggð en ég er ekki viss um að við höfum efni á henni mikið lengur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Sjá meira
Mér finnst stundum eins og ég sé í hlutverki fábjánans í fáránleikhúsi þjóðfélagsins í dag. Ég er einhver nöldrandi fýlupúki sem getur ekki séð að allt er á blússandi uppleið. Hagstofan staðfesti þetta meira að segja um daginn þegar hún sagði m.a að kaupmátturinn hjá mér væri svipaður og árið 2004. Það hlýtur því að vera tóm ímyndun að launin mín dugi ekki út mánuðinn og að ég sé tæknilega gjaldþrota út af verðtryggðu húsnæðisláni sem ég tók vegna íbúðarinnar minnar árið 2006. Ég hlýt að vera sá eini sem er í þessari stöðu. Eða hvað? Nei, ég hef alveg tekið eftir því að það eru fleiri ósáttir við sinn hlut í dag. Það hefur t.d ekki farið framhjá neinum að sumir bankastjórar eru drullufúlir, eðlilega. Einn er farinn í mál, annar hótar að hætta og sá þriðji er fúll yfir því að fá ekki einhverjar 100 milljónir sem hann segist eiga inni. Já, lífið er ósanngjarnt. Stundum verð ég ótrúlega þreyttur á þessum endalausa barningi við kerfið og að vera í hlutverki nöldrarans. Ég er lífsglaður og hamingjusamur fjölskyldufaðir sem á frábæra eiginkonu og yndisleg börn. Stundum langar mig bara til að gefast upp og spila með í Pollýönnuleiknum þar sem allt er svo frábært og framtíðin björt. En þá slær raunveruleikinn mig utan undir með tómu veskinu og ég fatta að ég verð að halda áfram að berjast. Það er of mikið í húfi. Það má ekki takast að svæfa okkur með þögninni eða kaffæra með sífellt nýjum hitamálum dagsins í dag. Forsetakosningarnar, stjórnarskráin, kvótamálin og ESB eru allt mjög mikilvæg mál en þau eru ekki töfrabragð sem lætur okkur hverfa. Við erum hér enn. Aularnir sem tókum verðtryggð húsnæðislán sem stökkbreyttust í öskrandi sístækkandi ófreskju. Vandamál okkar eru raunveruleg og þarfnast raunverulegra lausna. Eftir ónáttúruhamfarir hrunsins eru fjölmargar venjulegar fjölskyldur fastar í fjöldagröf fátæktar. Það er sannleikurinn, þó svo að einhverjir talnasérfræðingar reyni kannski að sannfæra okkur um annað. Við erum orðin þreytt á að fá sendar vistir ofan í gröfina til þess að halda í okkur lífi. Við viljum heldur fá sendan spotta svo við komumst upp úr þessari gröf og getum séð fram á einhverja framtíð í okkar annars frábæra landi. Það er ekki í lagi að ýta verðtryggingunni og leiðréttingu húsnæðislána stanslaust til hliðar. Sumir segja að stjórnvöld ætli að salta þetta þar til nær dregur kosningum til þess að geta sett þessi mál í kosningaloforðabankann. Ég trúi ekki að það sé raunin. Fórnarkostnaðurinn við það yrði of mikill. Stjórnvöld og lánastofnanir verða að fara að bretta upp ermar og taka á þessum málum fyrir alvöru, ekki seinna en strax. Ég veit að þolinmæði er dyggð en ég er ekki viss um að við höfum efni á henni mikið lengur.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun