Innlent

Ofurölvi kona tekin úr umferð

Lögreglan á Suðurnesjum tók ofurölvi konu úr umferð um eitt leitið í nótt eftir að hún hafði ekið kantanna á milli eftir götunum.

Hún var rétt dottin út úr bílnum þegar lögreglumenn opnuðu bílstjórahurðina. Annar var tekin úr umferð vegna fíkniefnaaksturs og einn á Akureyri fyrir sömu sakir, auk þess sem tveir voru teknir úr umferð í vesturborginni í nótt vegna ölvunaraksturs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×