Ögmundur fyrir 8 árum: "Ráðherrar fari á skólabekk til að læra jafnréttislög" Hugrún Halldórsdóttir skrifar 1. september 2012 19:46 Formaður Jafnréttisráðs segir það meira en sérkennilegt að Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, finnist í lagi að hann brjóti mannréttindalög. Í nágrannalöndum hefði honum verið gert að segja af sér samdægurs. Kærunefnd Jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu á þriðjudag að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafi brotið jafnréttislög þegar hann skipaði karl í embætti sýslumannsins á Húsavík. Niðurstaðan hefur valdið talsverðu fjaðrafoki og harma margir flokksfélagar brot ráðherrans. „Við hljótum alltaf að taka svona niðurstöðum alvarlega, þetta er ákveðið áfall," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG. Sjálfur var Ögmundur harðorður fyrir um átta árum í garð þáverandi dómsmálaráðherra þegar sá gerðist brotlegur við þessi sömu lög. „Það blasir við að ráðherrar í ríkisstjórn verði settir á skólabekk til að læra jafnréttislög. Ég ætla að gera það að tillögu minni að hæstivirtur félagsmálaráðherra sjái um að þeir tornæmustu í jafnréttisfræðunum fái sérkennslu." Innanríkisráðherra telur sig enn hafa tekið rétta ákvörðun þegar hann skipaði í embættið og segir Þórhildur Þorleifsdóttir formaður jafnréttisráðs það meira en sérkennilegt að ráðherra og yfirmaður dómsvalds í landinu finnist í lagi að hann brjóti mannréttindalög. „Það er nokkuð sem almennum borgunum líðst ekki. Enda væru þá lög til lítils en hann virðist álíta að eitthvað annað gild um hann og hann geti réttlætt lögbrot af því að honum finnist eitthvað annað." Þórhildur segist vona að viðbrögð Ögmundar við niðurstöðunni hafi ekki verið mjög ígrunduð og að hann taki að minnsta kosti það til baka að hans huglæga mat og samviska standi ofar lögum. Finnst þér að hann eigi að segja af sér? „Það er ekki nokkur vafi að ef þetta hefði gerst í Bretlandi, Norðurlöndunum eða Þýskalandi. Þá hefði hann þurft að segja af sér samdægurs. Dagur hefði ekki verið að kvöldi kominn þegar afsögn hefði verið komin. En það er bara tómt mál um að tala á Íslandi," segir Þórhildur. Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Formaður Jafnréttisráðs segir það meira en sérkennilegt að Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, finnist í lagi að hann brjóti mannréttindalög. Í nágrannalöndum hefði honum verið gert að segja af sér samdægurs. Kærunefnd Jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu á þriðjudag að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafi brotið jafnréttislög þegar hann skipaði karl í embætti sýslumannsins á Húsavík. Niðurstaðan hefur valdið talsverðu fjaðrafoki og harma margir flokksfélagar brot ráðherrans. „Við hljótum alltaf að taka svona niðurstöðum alvarlega, þetta er ákveðið áfall," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG. Sjálfur var Ögmundur harðorður fyrir um átta árum í garð þáverandi dómsmálaráðherra þegar sá gerðist brotlegur við þessi sömu lög. „Það blasir við að ráðherrar í ríkisstjórn verði settir á skólabekk til að læra jafnréttislög. Ég ætla að gera það að tillögu minni að hæstivirtur félagsmálaráðherra sjái um að þeir tornæmustu í jafnréttisfræðunum fái sérkennslu." Innanríkisráðherra telur sig enn hafa tekið rétta ákvörðun þegar hann skipaði í embættið og segir Þórhildur Þorleifsdóttir formaður jafnréttisráðs það meira en sérkennilegt að ráðherra og yfirmaður dómsvalds í landinu finnist í lagi að hann brjóti mannréttindalög. „Það er nokkuð sem almennum borgunum líðst ekki. Enda væru þá lög til lítils en hann virðist álíta að eitthvað annað gild um hann og hann geti réttlætt lögbrot af því að honum finnist eitthvað annað." Þórhildur segist vona að viðbrögð Ögmundar við niðurstöðunni hafi ekki verið mjög ígrunduð og að hann taki að minnsta kosti það til baka að hans huglæga mat og samviska standi ofar lögum. Finnst þér að hann eigi að segja af sér? „Það er ekki nokkur vafi að ef þetta hefði gerst í Bretlandi, Norðurlöndunum eða Þýskalandi. Þá hefði hann þurft að segja af sér samdægurs. Dagur hefði ekki verið að kvöldi kominn þegar afsögn hefði verið komin. En það er bara tómt mál um að tala á Íslandi," segir Þórhildur.
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira