Ögmundur fyrir 8 árum: "Ráðherrar fari á skólabekk til að læra jafnréttislög" Hugrún Halldórsdóttir skrifar 1. september 2012 19:46 Formaður Jafnréttisráðs segir það meira en sérkennilegt að Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, finnist í lagi að hann brjóti mannréttindalög. Í nágrannalöndum hefði honum verið gert að segja af sér samdægurs. Kærunefnd Jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu á þriðjudag að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafi brotið jafnréttislög þegar hann skipaði karl í embætti sýslumannsins á Húsavík. Niðurstaðan hefur valdið talsverðu fjaðrafoki og harma margir flokksfélagar brot ráðherrans. „Við hljótum alltaf að taka svona niðurstöðum alvarlega, þetta er ákveðið áfall," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG. Sjálfur var Ögmundur harðorður fyrir um átta árum í garð þáverandi dómsmálaráðherra þegar sá gerðist brotlegur við þessi sömu lög. „Það blasir við að ráðherrar í ríkisstjórn verði settir á skólabekk til að læra jafnréttislög. Ég ætla að gera það að tillögu minni að hæstivirtur félagsmálaráðherra sjái um að þeir tornæmustu í jafnréttisfræðunum fái sérkennslu." Innanríkisráðherra telur sig enn hafa tekið rétta ákvörðun þegar hann skipaði í embættið og segir Þórhildur Þorleifsdóttir formaður jafnréttisráðs það meira en sérkennilegt að ráðherra og yfirmaður dómsvalds í landinu finnist í lagi að hann brjóti mannréttindalög. „Það er nokkuð sem almennum borgunum líðst ekki. Enda væru þá lög til lítils en hann virðist álíta að eitthvað annað gild um hann og hann geti réttlætt lögbrot af því að honum finnist eitthvað annað." Þórhildur segist vona að viðbrögð Ögmundar við niðurstöðunni hafi ekki verið mjög ígrunduð og að hann taki að minnsta kosti það til baka að hans huglæga mat og samviska standi ofar lögum. Finnst þér að hann eigi að segja af sér? „Það er ekki nokkur vafi að ef þetta hefði gerst í Bretlandi, Norðurlöndunum eða Þýskalandi. Þá hefði hann þurft að segja af sér samdægurs. Dagur hefði ekki verið að kvöldi kominn þegar afsögn hefði verið komin. En það er bara tómt mál um að tala á Íslandi," segir Þórhildur. Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Sjá meira
Formaður Jafnréttisráðs segir það meira en sérkennilegt að Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, finnist í lagi að hann brjóti mannréttindalög. Í nágrannalöndum hefði honum verið gert að segja af sér samdægurs. Kærunefnd Jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu á þriðjudag að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafi brotið jafnréttislög þegar hann skipaði karl í embætti sýslumannsins á Húsavík. Niðurstaðan hefur valdið talsverðu fjaðrafoki og harma margir flokksfélagar brot ráðherrans. „Við hljótum alltaf að taka svona niðurstöðum alvarlega, þetta er ákveðið áfall," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG. Sjálfur var Ögmundur harðorður fyrir um átta árum í garð þáverandi dómsmálaráðherra þegar sá gerðist brotlegur við þessi sömu lög. „Það blasir við að ráðherrar í ríkisstjórn verði settir á skólabekk til að læra jafnréttislög. Ég ætla að gera það að tillögu minni að hæstivirtur félagsmálaráðherra sjái um að þeir tornæmustu í jafnréttisfræðunum fái sérkennslu." Innanríkisráðherra telur sig enn hafa tekið rétta ákvörðun þegar hann skipaði í embættið og segir Þórhildur Þorleifsdóttir formaður jafnréttisráðs það meira en sérkennilegt að ráðherra og yfirmaður dómsvalds í landinu finnist í lagi að hann brjóti mannréttindalög. „Það er nokkuð sem almennum borgunum líðst ekki. Enda væru þá lög til lítils en hann virðist álíta að eitthvað annað gild um hann og hann geti réttlætt lögbrot af því að honum finnist eitthvað annað." Þórhildur segist vona að viðbrögð Ögmundar við niðurstöðunni hafi ekki verið mjög ígrunduð og að hann taki að minnsta kosti það til baka að hans huglæga mat og samviska standi ofar lögum. Finnst þér að hann eigi að segja af sér? „Það er ekki nokkur vafi að ef þetta hefði gerst í Bretlandi, Norðurlöndunum eða Þýskalandi. Þá hefði hann þurft að segja af sér samdægurs. Dagur hefði ekki verið að kvöldi kominn þegar afsögn hefði verið komin. En það er bara tómt mál um að tala á Íslandi," segir Þórhildur.
Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Sjá meira