Viðskipti innlent

Ögmundur hefur ekkert heyrt um samninginn um Grímsstaði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ögmundur Jónasson er innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson er innanríkisráðherra. mynd/ anton.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ekkert heyrt um samning sem gerður verður við kínverska fjárfestinn Huang Nubo og til stendur að ræða á fundi ríkisstjórnarinnar á föstudag. Samkvæmt samningnum, sem greint var frá í kvöldfréttum RÚV, munu sveitarfélög ræða á Norðurlandi og Austurlandi kaupa landið og leigja Nubo það. Samningurinn verður til fjörutíu ára og mun Nubo greiða fyrir leiguna fyrirfram. Þannig verða kaupin á landinu fjármögnuð.

„Ég hef ekkert heyrt um þennan samning og þá verður þetta væntanlega kynnt fyrir mér og öðrum á fundinum," segir Ögmundur sem telur að það verði fróðlegt að fá upplýsingar um þetta mál. „Ég hef verið að bera mig eftir því en það hefur enginn haft frumkvæði að þv´að kynna mér eða innanríkisráðuneytinu eitt eða neitt," segir Ögmundur, en bætir því við að það hafi borist óljósar fréttir í gegnum iðnaðarráðuneytið og í gegnum fjölmiðla að unnið væri að samningum.

Þegar Huang Nubo bauðst til þess að kaupa Grímsstaði á Fjöllum í fyrra lá fyrir að hann þyrfti undanþágu sem heimiluðu honum slíkar fjárfestingar því almenna reglan er sú að útlendingar utan EES svæðisins megi ekki kaupa jarðir á Íslandi. Nubo sótti um undanþágu til innanríkisráðuneytisins en þeirri beiðni var hafnað.


Tengdar fréttir

Fullyrt að Nubo muni leigja Grímsstaði

Hlutafélag í eigu sveitarfélaga á Norðurlandi munu kaupa 70% hlut í Grímsstöðum á Fjöllum og leigja það kínverska fjárfestinum Huang Nubo til fjörutíu ára. Þetta hefur fréttastofa RÚV eftir heimildarmönnum sínum. RÚV segir að Nubo muni greiða leiguna fyrirfram og þannig verði kaupin fjármögnuð.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×