Innlent

Ögmundur og Kristján Möller styðja ekki stjórnlagaráð

Ögmundur Jónasson telur skipan stjórnlagaráðs vera hjáleið sem hann getur ekki samþykkt
Ögmundur Jónasson telur skipan stjórnlagaráðs vera hjáleið sem hann getur ekki samþykkt
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi ráðherra samgöngu- og sveitastjórnarmála ætla ekki að greiða atkvæði með því að Alþingi skipi stjórnlagaráð.

Kristján rökstyður hjásetu sína með því að aðeins tveir fulltrúar landsbyggðarinnar séu á meðal þeirra 25 sem kjörnir voru í stjórnlagaþing í nóvember, og er gert ráð fyrir að verði skipaðir í ráðið samkvæmt þingsályktunartillögunni sem kosið er um.

Eftir að Hæstiréttur ógildi kosninguna til stjórnlagaþing sagði Ögmundur að hann myndi ekki sætta sig við neina hjáleið að stjórnlagaþingi, og að hann myndi hlíta úrskurði Hæstaréttar. Hann sagðist líta svo á að skipan stjórnlagaráðs sé sannarlega hjáleið.

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segist helgur ekki geta tekið þátt í því að alþingismenn virði dóm Hæstaréttar að vettugi.

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiðir atkvæði gegn tillögunni, og sagði við það tilefni: "Við sjálfstæðismenn munum greiða atkvæði gegn tillögunni."

Atkvæðagreiðslu er ekki lokið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×