Ögmundur um Medhi-málið: Þetta er mjög dapurlegt 6. maí 2011 14:52 Ögmundur Jónasson. „Maðurinn fær þá aðhlynningu og aðstoð sem hann þarfnast, það er það sem mestu máli skiptir," sagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, um málefni íranska flóttamannsins Medhi Pour, sem hellti yfir sig bensíni á skrifstofum Rauða krossins í morgun, og hótaði að kveikja í sér sjálfum. Það er ljóst að stórhætta skapaðist af uppátæki Medhis en enginn slasaðist. Hann var yfirbugaður af sérsveitarmönnum ríkislögreglustjórans og var í kjölfarið færður á lögreglustöðina á Hverfisgötu. „Það er mjög dapurlegt hvernig komið er fyrir þessum einstaklingi," segir Ögmundur, en Medhi hefur verið hér á landi í sjö ár. Hann sótti fyrst um hæli árið 2005 og var að lokum hafnað eftir að málið rataði fyrir dómstóla. Aftur á móti var lögum breytt fyrir um ári síðan og var hælisleitendum því gert kleift að sækja um mannúðardvalarleyfi. Því hefur dvöl hans lengst hér á landi en Ögmundur er ekki sammála því að hann hafi verið að velkjast um í kerfinu í öll þessi ár. „Hann fékk höfnun og hún var svo staðfest af dómstólum. Síðan hefur reglunum verið breytt, til hins betra að mínu mati, og því ekki hægt að tala um að hann hafi verið að velkjast um í kerfinu," segir Ögmundur. Hann segir málið til skoðunar hjá Útlendingastofnun. Ögmundur segir margt benda til þess að viðbrögð hans hafi byggst á misskilningi. Tengdar fréttir Hvetur Ögmund til þess að stöðva kerfisbundið útlendingahatur „Ég skora á Ögmund Jónasson [innanríkisráðherra. innskt. blm.] að láta ekki kyrrt liggja og skera upp herör gegn kerfisbundnu útlendingahatri íslenska ríkisins,“ segir Haukur Már Helgason, heimspekingur, rithöfundur og ötull baráttumaður fyrir réttindum hælisleitanda og flóttamanna hér á landi. 6. maí 2011 14:25 Hælisleitandi sem ætlaði að kveikja í sér yfirbugaður Hælisleitandi hefur verið handtekinn en hann fór inni í hús Rauða krossins í Efstaleiti og hótaði að kveikja í sér. Maðurinn var með bensínbrúsa. 6. maí 2011 09:57 Örvæntingin rak Mehdi til þess að hella yfir sig bensíni Það virðist hafa verið örvæntingin sem rak hinn 53 ára gamla Mehdi Kavyan Pour til þess að taka leigubíl upp í húsnæði Rauða krossins um tíu leytið í morgun. Hann var með tvo fulla brúsa af bensíni með sér. Leigubílstjórinn, sem fréttastofa ræddi við á vettvangi, hélt að bensíntankur bílsins væri farinn að leka. 6. maí 2011 11:54 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira
„Maðurinn fær þá aðhlynningu og aðstoð sem hann þarfnast, það er það sem mestu máli skiptir," sagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, um málefni íranska flóttamannsins Medhi Pour, sem hellti yfir sig bensíni á skrifstofum Rauða krossins í morgun, og hótaði að kveikja í sér sjálfum. Það er ljóst að stórhætta skapaðist af uppátæki Medhis en enginn slasaðist. Hann var yfirbugaður af sérsveitarmönnum ríkislögreglustjórans og var í kjölfarið færður á lögreglustöðina á Hverfisgötu. „Það er mjög dapurlegt hvernig komið er fyrir þessum einstaklingi," segir Ögmundur, en Medhi hefur verið hér á landi í sjö ár. Hann sótti fyrst um hæli árið 2005 og var að lokum hafnað eftir að málið rataði fyrir dómstóla. Aftur á móti var lögum breytt fyrir um ári síðan og var hælisleitendum því gert kleift að sækja um mannúðardvalarleyfi. Því hefur dvöl hans lengst hér á landi en Ögmundur er ekki sammála því að hann hafi verið að velkjast um í kerfinu í öll þessi ár. „Hann fékk höfnun og hún var svo staðfest af dómstólum. Síðan hefur reglunum verið breytt, til hins betra að mínu mati, og því ekki hægt að tala um að hann hafi verið að velkjast um í kerfinu," segir Ögmundur. Hann segir málið til skoðunar hjá Útlendingastofnun. Ögmundur segir margt benda til þess að viðbrögð hans hafi byggst á misskilningi.
Tengdar fréttir Hvetur Ögmund til þess að stöðva kerfisbundið útlendingahatur „Ég skora á Ögmund Jónasson [innanríkisráðherra. innskt. blm.] að láta ekki kyrrt liggja og skera upp herör gegn kerfisbundnu útlendingahatri íslenska ríkisins,“ segir Haukur Már Helgason, heimspekingur, rithöfundur og ötull baráttumaður fyrir réttindum hælisleitanda og flóttamanna hér á landi. 6. maí 2011 14:25 Hælisleitandi sem ætlaði að kveikja í sér yfirbugaður Hælisleitandi hefur verið handtekinn en hann fór inni í hús Rauða krossins í Efstaleiti og hótaði að kveikja í sér. Maðurinn var með bensínbrúsa. 6. maí 2011 09:57 Örvæntingin rak Mehdi til þess að hella yfir sig bensíni Það virðist hafa verið örvæntingin sem rak hinn 53 ára gamla Mehdi Kavyan Pour til þess að taka leigubíl upp í húsnæði Rauða krossins um tíu leytið í morgun. Hann var með tvo fulla brúsa af bensíni með sér. Leigubílstjórinn, sem fréttastofa ræddi við á vettvangi, hélt að bensíntankur bílsins væri farinn að leka. 6. maí 2011 11:54 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira
Hvetur Ögmund til þess að stöðva kerfisbundið útlendingahatur „Ég skora á Ögmund Jónasson [innanríkisráðherra. innskt. blm.] að láta ekki kyrrt liggja og skera upp herör gegn kerfisbundnu útlendingahatri íslenska ríkisins,“ segir Haukur Már Helgason, heimspekingur, rithöfundur og ötull baráttumaður fyrir réttindum hælisleitanda og flóttamanna hér á landi. 6. maí 2011 14:25
Hælisleitandi sem ætlaði að kveikja í sér yfirbugaður Hælisleitandi hefur verið handtekinn en hann fór inni í hús Rauða krossins í Efstaleiti og hótaði að kveikja í sér. Maðurinn var með bensínbrúsa. 6. maí 2011 09:57
Örvæntingin rak Mehdi til þess að hella yfir sig bensíni Það virðist hafa verið örvæntingin sem rak hinn 53 ára gamla Mehdi Kavyan Pour til þess að taka leigubíl upp í húsnæði Rauða krossins um tíu leytið í morgun. Hann var með tvo fulla brúsa af bensíni með sér. Leigubílstjórinn, sem fréttastofa ræddi við á vettvangi, hélt að bensíntankur bílsins væri farinn að leka. 6. maí 2011 11:54