Ögmundur vill banna öllum útlendingum að fjárfesta á Íslandi 25. nóvember 2011 17:16 Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að hann vilji skoða það, að setja skorður við öllum fjárfestingum útlendinga hér á landi, líka þeim sem búa innan hins evrópska efnahagssvæðis. Þetta kom fram í máli Ögmundar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi ákvörðun sína um að hafna því að kínverski kaupsýslumaðurinn fái undanþágu til þess að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Ögmundur segir að vissulega séu sumir óánægði með þessa niðurstöðu „en hún er ótvíræð og byggir á áliti sérfræðinga ráðuneytisins sem hafa mátað þessa umsókn við íslensk lög," segir Ögmundur. Það hafi ekki gengið upp að veita undanþáguna. Ráðherran bendir á að meginreglan sé sú að aðilum utan EES sé óheimilt að kaupa hér jarðir. Hægt sé að veita undanþágur en hann segir að í þessu tilviki hafi skilyrðin ekki staðist. Aðspurður hvað hægt væri að gera ef Huang Nubo myndi setja á stofn fyrirtæki innan EES og kaupa landið í gegnum það segir Ögmundur: „Ég myndi vera reiðubúinn til að reisa skorður við eignarhaldi útlendinga á Íslandi almennt, og láta bannið taka til aðila innan EES einnig." Hann segir að á sínum tíma hafi verið deilt um málið þegar Ísland gerðist aðili að EES. „Þá vildu menn reisa hærri girðingar." Ögmundur segir að þær girðingar hafi að nokkru leiti verið til staðar en að breytingar hafi verið gerðar 2003 og þá hafi þær að hluta til verið teknar niður aftur. „Við þurfum einfaldlega að ganga í það að endurskoða þessi mál." Ögmundur segir að vissulega séu skiptar skoðanir um þetta. Hann trúir því þó ekki að þetta hafi áhrif á stöðu ríkisstjórnarinnar. „Hvernig getur það spillt stjórnarsamstarfi að fara að landslögum? Ef menn eru ósáttir við landslögin þá ganga menn í það að breyta þeim." Tengdar fréttir Ögmundur hafnaði Nubo Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, neitaði að Huang Nubo að kaupa jörðina á Grímsstöðum á Fjöllum. Hann tilkynnti þetta á ríkisstjórnarfundi í dag. 25. nóvember 2011 12:50 Jóhanna Sigurðardóttir: Ákvörðun Ögmundar vonbrigði "Þessi ákvörðun er tekin út frá mjög þröngri lagatúlkun,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, um ákvörðun Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, um að synja Huang Nubo um leyfi til þess að kaupa jörð á Grímsstöðum á Fjöllum. Ákvörðunin veldur henni vonbrigðum. 25. nóvember 2011 16:06 Fundað um Nubo á ríkisstjórnarfundi Ríkisstjórnarfundur stendur nú yfir í stjórnarráðshúsinu en meðal málefna sem eru á dagskrá, samkvæmt heimildum fréttastofu, er umsókn Kínverjans Huangs Nubo um undaþágu frá lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna vegna fjárfestingar á jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum. 25. nóvember 2011 12:05 Talsmaður Nubo: Maður er eiginlega bara undrandi "Þetta eru vissulega vonbrigði," segir Halldór Jóhannsson, arkitekt og talsmaður Huang Nubos, um ákvörðun innanríkisráðherra að neita eignarhaldsfélagi Nubo að kaupa landið á Grímsstöðum á Fjöllum. 25. nóvember 2011 12:59 Brjáluð ákvörðun - það er verið að girða landið af og loka því "Þetta er brjáluð ákvörðun,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar á Norðausturkjördæmi, um ákvörðun Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, um að synja Huang Nubo leyfi til þess að kaupa landið á Grímsstöðum á Fjöllum, sem er einmitt í kjördæmi Sigmundar. 25. nóvember 2011 15:21 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að hann vilji skoða það, að setja skorður við öllum fjárfestingum útlendinga hér á landi, líka þeim sem búa innan hins evrópska efnahagssvæðis. Þetta kom fram í máli Ögmundar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi ákvörðun sína um að hafna því að kínverski kaupsýslumaðurinn fái undanþágu til þess að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Ögmundur segir að vissulega séu sumir óánægði með þessa niðurstöðu „en hún er ótvíræð og byggir á áliti sérfræðinga ráðuneytisins sem hafa mátað þessa umsókn við íslensk lög," segir Ögmundur. Það hafi ekki gengið upp að veita undanþáguna. Ráðherran bendir á að meginreglan sé sú að aðilum utan EES sé óheimilt að kaupa hér jarðir. Hægt sé að veita undanþágur en hann segir að í þessu tilviki hafi skilyrðin ekki staðist. Aðspurður hvað hægt væri að gera ef Huang Nubo myndi setja á stofn fyrirtæki innan EES og kaupa landið í gegnum það segir Ögmundur: „Ég myndi vera reiðubúinn til að reisa skorður við eignarhaldi útlendinga á Íslandi almennt, og láta bannið taka til aðila innan EES einnig." Hann segir að á sínum tíma hafi verið deilt um málið þegar Ísland gerðist aðili að EES. „Þá vildu menn reisa hærri girðingar." Ögmundur segir að þær girðingar hafi að nokkru leiti verið til staðar en að breytingar hafi verið gerðar 2003 og þá hafi þær að hluta til verið teknar niður aftur. „Við þurfum einfaldlega að ganga í það að endurskoða þessi mál." Ögmundur segir að vissulega séu skiptar skoðanir um þetta. Hann trúir því þó ekki að þetta hafi áhrif á stöðu ríkisstjórnarinnar. „Hvernig getur það spillt stjórnarsamstarfi að fara að landslögum? Ef menn eru ósáttir við landslögin þá ganga menn í það að breyta þeim."
Tengdar fréttir Ögmundur hafnaði Nubo Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, neitaði að Huang Nubo að kaupa jörðina á Grímsstöðum á Fjöllum. Hann tilkynnti þetta á ríkisstjórnarfundi í dag. 25. nóvember 2011 12:50 Jóhanna Sigurðardóttir: Ákvörðun Ögmundar vonbrigði "Þessi ákvörðun er tekin út frá mjög þröngri lagatúlkun,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, um ákvörðun Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, um að synja Huang Nubo um leyfi til þess að kaupa jörð á Grímsstöðum á Fjöllum. Ákvörðunin veldur henni vonbrigðum. 25. nóvember 2011 16:06 Fundað um Nubo á ríkisstjórnarfundi Ríkisstjórnarfundur stendur nú yfir í stjórnarráðshúsinu en meðal málefna sem eru á dagskrá, samkvæmt heimildum fréttastofu, er umsókn Kínverjans Huangs Nubo um undaþágu frá lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna vegna fjárfestingar á jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum. 25. nóvember 2011 12:05 Talsmaður Nubo: Maður er eiginlega bara undrandi "Þetta eru vissulega vonbrigði," segir Halldór Jóhannsson, arkitekt og talsmaður Huang Nubos, um ákvörðun innanríkisráðherra að neita eignarhaldsfélagi Nubo að kaupa landið á Grímsstöðum á Fjöllum. 25. nóvember 2011 12:59 Brjáluð ákvörðun - það er verið að girða landið af og loka því "Þetta er brjáluð ákvörðun,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar á Norðausturkjördæmi, um ákvörðun Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, um að synja Huang Nubo leyfi til þess að kaupa landið á Grímsstöðum á Fjöllum, sem er einmitt í kjördæmi Sigmundar. 25. nóvember 2011 15:21 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Ögmundur hafnaði Nubo Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, neitaði að Huang Nubo að kaupa jörðina á Grímsstöðum á Fjöllum. Hann tilkynnti þetta á ríkisstjórnarfundi í dag. 25. nóvember 2011 12:50
Jóhanna Sigurðardóttir: Ákvörðun Ögmundar vonbrigði "Þessi ákvörðun er tekin út frá mjög þröngri lagatúlkun,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, um ákvörðun Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, um að synja Huang Nubo um leyfi til þess að kaupa jörð á Grímsstöðum á Fjöllum. Ákvörðunin veldur henni vonbrigðum. 25. nóvember 2011 16:06
Fundað um Nubo á ríkisstjórnarfundi Ríkisstjórnarfundur stendur nú yfir í stjórnarráðshúsinu en meðal málefna sem eru á dagskrá, samkvæmt heimildum fréttastofu, er umsókn Kínverjans Huangs Nubo um undaþágu frá lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna vegna fjárfestingar á jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum. 25. nóvember 2011 12:05
Talsmaður Nubo: Maður er eiginlega bara undrandi "Þetta eru vissulega vonbrigði," segir Halldór Jóhannsson, arkitekt og talsmaður Huang Nubos, um ákvörðun innanríkisráðherra að neita eignarhaldsfélagi Nubo að kaupa landið á Grímsstöðum á Fjöllum. 25. nóvember 2011 12:59
Brjáluð ákvörðun - það er verið að girða landið af og loka því "Þetta er brjáluð ákvörðun,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar á Norðausturkjördæmi, um ákvörðun Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, um að synja Huang Nubo leyfi til þess að kaupa landið á Grímsstöðum á Fjöllum, sem er einmitt í kjördæmi Sigmundar. 25. nóvember 2011 15:21