Ögmundur vill engin einkasjúkrahús fyrir útlendinga 21. janúar 2011 19:35 Innanríkisráðherra er mjög andvígur áformum um nýja einkarekna spítala og óttast að verið sé að byggja upp tvöfalt heilbrigðiskerfi. Hann segir alveg ljóst að þessir spítalar verða ekki arðvænlegir án aðkomu íslenskra sjúklinga og skattborgara. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, óttast að menn ætli sér að koma upp tvöföldu heilbrigðiskerfi hér á landi, það er einu fyrir þá efnuðu og öðru fyrir þá tekjulægri, með uppbyggingu einkasjúkrastofnanna í Mosfellsbæ og Miðnesheiði.Ná íslenskum sjúklingum með krókaleiðum Í sama streng tekur Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, í aðsendri grein sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Þar segist hún ekki skilja ekki hvers vegna einkaaðilar semji ekki við sjúkrastofnanir sem nú eru vannýttar vegna fjárskorts í stað þess að byggja upp sjúkrastofnannir frá grunni. Ingibjörg segist gruna að ætlunin sé að ná íslenskum sjúklingum inn á þessa spítala með krókaleiðum. Þannig geti sjúklingar í krafti peninga fengið forgang að heilbrigðiskerfinu og þar með sér búið að mynda tvöfallt kerfi líkt og í Bandaríkjunum.Ekki gert nema með aðkomu skattborgara „Ég er mjög andvígur þessum áformum og ég segi að ef menn ætla koma hér á tvöföldu heilbrigðskerfi eiga menn að segja það hreint út. Taka þá umræðu í stað þess að lauma sér inn bakdyramegin. Það skal enginn segja mér það að hér verði rekið arðvænlegt einkasjúkrahús eingöngu á innflutningi sjúklinga, hvort sem er í fituaðgerðir eða mjaðmaskipti. Þetta verður ekki gert án aðkomu íslenskra sjúklinga eða íslenskra almannatrygginga, þar með skattborgarans," segir Ögmundur. Bent hefur verið á að ólíklegt sé að einkasjúkrahúsin geti fengið til sín nægilega marga erlenda sjúklinga til að rekstur þeirra borgi sig. Ögmundur segir þetta spurningu sem forsvarsmenn einkasjúkrahúsanna eigi eftir að svara. „Ég spyr hvaða erlendu sjúklingar eru þetta? Eru þetta auðmenn sem greiða úr eigin vasa og einkatryggingum eða á að gera út á almannatryggingar á hinu evrópska efnahagssvæði. Þetta eru spurningar sem við verðum að fá svör við því ég hef efasemdir um að þetta sé góð bissnesshugmynd. Ef þetta er slæm bissnesshugmynd þá mun það gerast, sem iðulega hefur gerst að það verður skattborgarinn sem situr uppi með borga brúsann. Og ég hef engan áhuga á því," segir Ögmundur.Mun ekki grípa inn í áform einkafyrirtækja Hann segist ekki geta gripið inn í áform einkafyrirtækja og sé ekki mótfallinn því að menn stofni fyrirtæki ef þeir beri sjálfir ábyrgð á þeim. „Þetta eru einkaaðilar sem eru að fjalla um þetta og sýsla með þetta. Og í mínum huga á öllum að vera frjálst að setja á laggirnar hvaða fyrirtæki sem þeir vilja. En ef þeir ætlast til þess að ég borgi fyrir það, eins og ég óttast að verði í þessu tilfelli vil ég að sjálfsögðu vera með í ráðum. Mér finnst að þeir sem eru um þessi mál að fjalla verði að gera miklu betur grein fyrir sínum áformum áður en lengra er haldið," segir Ögmundur. Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir áform um einkasjúkrahús Fyrrverandi heilbrigðsráðherra grunar að að verið sé að reyna ná íslenskum sjúklingum inn á einkarekna spítala með krókaleiðum. Hann segir mjög mörgum spurningum ósvarað um einkarekna heilbrigðisþjónustu. 21. janúar 2011 12:14 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Innanríkisráðherra er mjög andvígur áformum um nýja einkarekna spítala og óttast að verið sé að byggja upp tvöfalt heilbrigðiskerfi. Hann segir alveg ljóst að þessir spítalar verða ekki arðvænlegir án aðkomu íslenskra sjúklinga og skattborgara. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, óttast að menn ætli sér að koma upp tvöföldu heilbrigðiskerfi hér á landi, það er einu fyrir þá efnuðu og öðru fyrir þá tekjulægri, með uppbyggingu einkasjúkrastofnanna í Mosfellsbæ og Miðnesheiði.Ná íslenskum sjúklingum með krókaleiðum Í sama streng tekur Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, í aðsendri grein sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Þar segist hún ekki skilja ekki hvers vegna einkaaðilar semji ekki við sjúkrastofnanir sem nú eru vannýttar vegna fjárskorts í stað þess að byggja upp sjúkrastofnannir frá grunni. Ingibjörg segist gruna að ætlunin sé að ná íslenskum sjúklingum inn á þessa spítala með krókaleiðum. Þannig geti sjúklingar í krafti peninga fengið forgang að heilbrigðiskerfinu og þar með sér búið að mynda tvöfallt kerfi líkt og í Bandaríkjunum.Ekki gert nema með aðkomu skattborgara „Ég er mjög andvígur þessum áformum og ég segi að ef menn ætla koma hér á tvöföldu heilbrigðskerfi eiga menn að segja það hreint út. Taka þá umræðu í stað þess að lauma sér inn bakdyramegin. Það skal enginn segja mér það að hér verði rekið arðvænlegt einkasjúkrahús eingöngu á innflutningi sjúklinga, hvort sem er í fituaðgerðir eða mjaðmaskipti. Þetta verður ekki gert án aðkomu íslenskra sjúklinga eða íslenskra almannatrygginga, þar með skattborgarans," segir Ögmundur. Bent hefur verið á að ólíklegt sé að einkasjúkrahúsin geti fengið til sín nægilega marga erlenda sjúklinga til að rekstur þeirra borgi sig. Ögmundur segir þetta spurningu sem forsvarsmenn einkasjúkrahúsanna eigi eftir að svara. „Ég spyr hvaða erlendu sjúklingar eru þetta? Eru þetta auðmenn sem greiða úr eigin vasa og einkatryggingum eða á að gera út á almannatryggingar á hinu evrópska efnahagssvæði. Þetta eru spurningar sem við verðum að fá svör við því ég hef efasemdir um að þetta sé góð bissnesshugmynd. Ef þetta er slæm bissnesshugmynd þá mun það gerast, sem iðulega hefur gerst að það verður skattborgarinn sem situr uppi með borga brúsann. Og ég hef engan áhuga á því," segir Ögmundur.Mun ekki grípa inn í áform einkafyrirtækja Hann segist ekki geta gripið inn í áform einkafyrirtækja og sé ekki mótfallinn því að menn stofni fyrirtæki ef þeir beri sjálfir ábyrgð á þeim. „Þetta eru einkaaðilar sem eru að fjalla um þetta og sýsla með þetta. Og í mínum huga á öllum að vera frjálst að setja á laggirnar hvaða fyrirtæki sem þeir vilja. En ef þeir ætlast til þess að ég borgi fyrir það, eins og ég óttast að verði í þessu tilfelli vil ég að sjálfsögðu vera með í ráðum. Mér finnst að þeir sem eru um þessi mál að fjalla verði að gera miklu betur grein fyrir sínum áformum áður en lengra er haldið," segir Ögmundur.
Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir áform um einkasjúkrahús Fyrrverandi heilbrigðsráðherra grunar að að verið sé að reyna ná íslenskum sjúklingum inn á einkarekna spítala með krókaleiðum. Hann segir mjög mörgum spurningum ósvarað um einkarekna heilbrigðisþjónustu. 21. janúar 2011 12:14 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir áform um einkasjúkrahús Fyrrverandi heilbrigðsráðherra grunar að að verið sé að reyna ná íslenskum sjúklingum inn á einkarekna spítala með krókaleiðum. Hann segir mjög mörgum spurningum ósvarað um einkarekna heilbrigðisþjónustu. 21. janúar 2011 12:14