Óhefðbundnar aðferðir í kjarabaráttu: „Þolinmæðin er bara farin“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. janúar 2014 15:37 Stéttarfélög hvetur sitt fólk í óhefðbundnar baráttuaðferðir. visir/stefán Borið hefur á því að stéttarfélög hvetji sitt fólk í nokkuð óhefðbundnar baráttuaðferðir í kjarabaráttu sinni. Félagsmenn sjö aðildarfélaga innan Bandalags háskólamanna, BHM, barst á dögunum póstur þar sem þeir voru hvattir til að taka þátt í könnun og í framhaldinu af því yrði ákveðið hvaða ráð væru best til að sækja nauðsynlegar leiðréttingar. Fram kom í póstinum að félagsmenn þyrftu að sýna með ótvíræðum hætti fram á mikilvægi þeirra starfa sem unnin eru af háskólamenntuðum sérfræðingum. Ljóst væri að laun háskólamanna á Íslandi þyrftu að hækka umtalsvert til að þau teljist samkeppnishæf. „Þitt stéttarfélag er tilbúið að taka slaginn í komandi kjarasamningum og leitar nú álits hjá þér ágæti félagsmaður. Vonandi sérð þú þér fært að svara eftirfarandi könnun. Hún inniheldur þrjár spurningar og ætti ekki að taka meira en tvær mínútur.“ Þetta kemur fram í bréfinu en spurning númer þrjú hljóðar svona:Til þess að ná ásættanlegum árangri í kjarasamningum getur þurft að grípa til aðgerða. Ef til þess kemur, hverjar af eftirtöldum aðgerðum telur þú að muni hafa áhrif á þínum vinnustað?A. – Óvenjulegur fjöldi fyrirspurna í tölvupóstiB. – Að starfsmenn fylgi starfslýsingum nákvæmlega og sniðgangi öll störf sem ekki eru tilgreind þar.C. Að starfsmenn fylgi vinnutímareglum nákvæmlega og vinni alls ekki utan þess tíma sem þar er tilgreindur.D. Að starfsmenn taki ekki á sig ábyrgð yfirmanna sinna og beri allar ákvarðanir undir ábyrgðaraðila.D. Tíðir vinnustaðafundir um kjarasamninga og kjaramál.E. Annað, hvað? Hægt er að svara þessari könnun til hádegis 24. janúar. „Í mínu félagi var haldinn almennur félagsfundur um kjaramál seinnihlutann á síðasta ári og þá fengum við mjög skýr viðbrögð frá okkar félagsmönnum um að við ættum að stofna aðgerðarsjóð og kanna líka hug félagsmann um að fara út í einhverjar aðgerðir,“segir Bragi Skúlason, formaður Fræðagarðs, sem er stærsta stéttarfélagið af þeim sem stóðu fyrir könnuninni. „Það kom út úr sameiginlegri úttekt vinnumarkaðsins að þeir sem eru í BHM hafa dregist aftur úr frá hruni. Með þessari könnun vildum við skoða hvað grasrótin okkar er tilbúinn að gera til þess að ná fram leiðréttingu.“ „Það er ástæðan fyrir þessari könnun en við erum með henni að hlera okkar félagsmenn um það hversu langt menn eru tilbúnir að fara til að fylgja eftir kröfugerðinni.“ „Ég held að það sé kannski ekki endilega stemmning fyrir verkföllum, en það eru bara til svo margskonar aðrar aðgerðir. Með könnun af þessari tegund erum við að spyrja félagsmenn hvort þeir telji að þessar aðgerðir séu vænlegar til árangurs og hvort þeir séu tilbúnir að taka þátt í þeim.“ „Það er ekki mikil hefð fyrir því að háskólamenntaðir fari í harðar aðgerðir, en það hefur samt sem áður komið fyrir áður. Nú höfum við setið mjög eftir frá hruni og þolinmæðin er bara farinn.“ Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Borið hefur á því að stéttarfélög hvetji sitt fólk í nokkuð óhefðbundnar baráttuaðferðir í kjarabaráttu sinni. Félagsmenn sjö aðildarfélaga innan Bandalags háskólamanna, BHM, barst á dögunum póstur þar sem þeir voru hvattir til að taka þátt í könnun og í framhaldinu af því yrði ákveðið hvaða ráð væru best til að sækja nauðsynlegar leiðréttingar. Fram kom í póstinum að félagsmenn þyrftu að sýna með ótvíræðum hætti fram á mikilvægi þeirra starfa sem unnin eru af háskólamenntuðum sérfræðingum. Ljóst væri að laun háskólamanna á Íslandi þyrftu að hækka umtalsvert til að þau teljist samkeppnishæf. „Þitt stéttarfélag er tilbúið að taka slaginn í komandi kjarasamningum og leitar nú álits hjá þér ágæti félagsmaður. Vonandi sérð þú þér fært að svara eftirfarandi könnun. Hún inniheldur þrjár spurningar og ætti ekki að taka meira en tvær mínútur.“ Þetta kemur fram í bréfinu en spurning númer þrjú hljóðar svona:Til þess að ná ásættanlegum árangri í kjarasamningum getur þurft að grípa til aðgerða. Ef til þess kemur, hverjar af eftirtöldum aðgerðum telur þú að muni hafa áhrif á þínum vinnustað?A. – Óvenjulegur fjöldi fyrirspurna í tölvupóstiB. – Að starfsmenn fylgi starfslýsingum nákvæmlega og sniðgangi öll störf sem ekki eru tilgreind þar.C. Að starfsmenn fylgi vinnutímareglum nákvæmlega og vinni alls ekki utan þess tíma sem þar er tilgreindur.D. Að starfsmenn taki ekki á sig ábyrgð yfirmanna sinna og beri allar ákvarðanir undir ábyrgðaraðila.D. Tíðir vinnustaðafundir um kjarasamninga og kjaramál.E. Annað, hvað? Hægt er að svara þessari könnun til hádegis 24. janúar. „Í mínu félagi var haldinn almennur félagsfundur um kjaramál seinnihlutann á síðasta ári og þá fengum við mjög skýr viðbrögð frá okkar félagsmönnum um að við ættum að stofna aðgerðarsjóð og kanna líka hug félagsmann um að fara út í einhverjar aðgerðir,“segir Bragi Skúlason, formaður Fræðagarðs, sem er stærsta stéttarfélagið af þeim sem stóðu fyrir könnuninni. „Það kom út úr sameiginlegri úttekt vinnumarkaðsins að þeir sem eru í BHM hafa dregist aftur úr frá hruni. Með þessari könnun vildum við skoða hvað grasrótin okkar er tilbúinn að gera til þess að ná fram leiðréttingu.“ „Það er ástæðan fyrir þessari könnun en við erum með henni að hlera okkar félagsmenn um það hversu langt menn eru tilbúnir að fara til að fylgja eftir kröfugerðinni.“ „Ég held að það sé kannski ekki endilega stemmning fyrir verkföllum, en það eru bara til svo margskonar aðrar aðgerðir. Með könnun af þessari tegund erum við að spyrja félagsmenn hvort þeir telji að þessar aðgerðir séu vænlegar til árangurs og hvort þeir séu tilbúnir að taka þátt í þeim.“ „Það er ekki mikil hefð fyrir því að háskólamenntaðir fari í harðar aðgerðir, en það hefur samt sem áður komið fyrir áður. Nú höfum við setið mjög eftir frá hruni og þolinmæðin er bara farinn.“
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira