Óheilbrigð umræða um heilbrigðismál Frosti Ólafsson skrifar 5. febrúar 2015 07:00 Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, birti grein í Fréttablaðinu þann 3. febrúar í kjölfar viljayfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu heilbrigðisþjónustu. Í viljayfirlýsingunni kemur m.a. fram að opna þurfi fyrir möguleika á fjölbreyttum rekstrarformum í heilbrigðisþjónustu. Formaður BSRB hefur margt út á það markmið að setja í grein sinni. Þar er fullyrt að rannsóknir sýni að aukinn einkarekstur í heilbrigðisþjónustu auki misskiptingu, leiði til brotakenndari þjónustu, verri lýðheilsu, verra aðgengis og minni hagkvæmni en opinber rekstur. Áhugavert væri að vita hvaða rannsókna er vísað til, enda hefur reynslan af einkarekstri bæði hérlendis og í nágrannaríkjunum verið þveröfug. Hérlendis hefur eina einkarekna heilsugæslan á landinu, heilsugæslan í Salahverfi, staðið öðrum framar í þjónustu. Samkvæmt úttekt Gæða- og lýðheilsusviðs Landlæknisembættisins er „allt er varðar starfsemi, starfsmenn og þjónustu við notendur til fyrirmyndar“. Jafnframt hefur „endurtekið komið fram í þjónustukönnunum að aðgengi er hvað best á heilsugæslunni í Salahverfi af öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu“. Þessi árangur hefur náðst þrátt fyrir að kostnaðarþátttaka sjúklinga sé nákvæmlega sú sama og hjá heilsugæslum í opinberum rekstri. Í grein sinni gerir formaður BSRB enda engan greinarmun á fjármögnun og veitingu heilbrigðisþjónustu. Það að einkaaðili veiti heilbrigðisþjónustu breytir engu um kostnaðarþátttöku sjúklinga ef hið opinbera fjármagnar þjónustuna áfram, líkt og dæmið um heilsugæsluna í Salahverfi sýnir.Bylting Önnur norræn ríki hafa gengið lengra en Ísland í innleiðingu einkarekstrar í heilbrigðisþjónustu. Þannig brugðust Svíar við í kjölfar fjármálakreppu sinnar á tíunda áratugnum og Danir hafa einnig horft til slíkra aðgerða á undanförnum árum. Reynsla beggja þessara ríkja af auknum einkarekstri hefur verið jákvæð og hefur Samband danskra sveitarfélaga (d. Kommunernes Landsforening) lýst þessari þróun sem byltingu fyrir fjármál sveitarfélaga í Danmörku. Heilbrigðismál eru einn af stærstu útgjaldaliðum hins opinbera og reksturinn að stærstum hluta í höndum þess. Við núverandi fyrirkomulag er hið opinbera því bæði greiðandi og veitandi mestallrar heilbrigðisþjónustu hérlendis og kraftar samkeppni verulega vannýttir. Í ofanálag hafa stjórnvöld bannað læknum, tannlæknum, sjúkraþjálfurum, iðjuþjálfum, þroskaþjálfum, ljósmæðrum og heilbrigðisstofnunum að auglýsa starfsemi sína. Það kemur í veg fyrir að neytendur séu upplýstir um þá valkosti sem þeim standa til boða og njóti ávinnings samkeppni í heilbrigðisþjónustu. Aukin útboð á veitingu þjónustu til einkaaðila og afnám banns við auglýsingum á heilbrigðisþjónustu myndi leiða til aukinnar samkeppni í heilbrigðiskerfinu hérlendis. Slík samkeppni myndi bæta þjónustu og auka hagkvæmni í heilbrigðiskerfinu til frambúðar án þess að kostnaðarþátttaka sjúklinga þyrfti að breytast. Því ber að fagna yfirlýsingu stjórnvalda um að auka fjölbreytni í rekstrarformum í stað þess að finna henni allt til foráttu, enda reynslan af einkarekstri í íslenskri heilbrigðisþjónustu eindregið jákvæð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, birti grein í Fréttablaðinu þann 3. febrúar í kjölfar viljayfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu heilbrigðisþjónustu. Í viljayfirlýsingunni kemur m.a. fram að opna þurfi fyrir möguleika á fjölbreyttum rekstrarformum í heilbrigðisþjónustu. Formaður BSRB hefur margt út á það markmið að setja í grein sinni. Þar er fullyrt að rannsóknir sýni að aukinn einkarekstur í heilbrigðisþjónustu auki misskiptingu, leiði til brotakenndari þjónustu, verri lýðheilsu, verra aðgengis og minni hagkvæmni en opinber rekstur. Áhugavert væri að vita hvaða rannsókna er vísað til, enda hefur reynslan af einkarekstri bæði hérlendis og í nágrannaríkjunum verið þveröfug. Hérlendis hefur eina einkarekna heilsugæslan á landinu, heilsugæslan í Salahverfi, staðið öðrum framar í þjónustu. Samkvæmt úttekt Gæða- og lýðheilsusviðs Landlæknisembættisins er „allt er varðar starfsemi, starfsmenn og þjónustu við notendur til fyrirmyndar“. Jafnframt hefur „endurtekið komið fram í þjónustukönnunum að aðgengi er hvað best á heilsugæslunni í Salahverfi af öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu“. Þessi árangur hefur náðst þrátt fyrir að kostnaðarþátttaka sjúklinga sé nákvæmlega sú sama og hjá heilsugæslum í opinberum rekstri. Í grein sinni gerir formaður BSRB enda engan greinarmun á fjármögnun og veitingu heilbrigðisþjónustu. Það að einkaaðili veiti heilbrigðisþjónustu breytir engu um kostnaðarþátttöku sjúklinga ef hið opinbera fjármagnar þjónustuna áfram, líkt og dæmið um heilsugæsluna í Salahverfi sýnir.Bylting Önnur norræn ríki hafa gengið lengra en Ísland í innleiðingu einkarekstrar í heilbrigðisþjónustu. Þannig brugðust Svíar við í kjölfar fjármálakreppu sinnar á tíunda áratugnum og Danir hafa einnig horft til slíkra aðgerða á undanförnum árum. Reynsla beggja þessara ríkja af auknum einkarekstri hefur verið jákvæð og hefur Samband danskra sveitarfélaga (d. Kommunernes Landsforening) lýst þessari þróun sem byltingu fyrir fjármál sveitarfélaga í Danmörku. Heilbrigðismál eru einn af stærstu útgjaldaliðum hins opinbera og reksturinn að stærstum hluta í höndum þess. Við núverandi fyrirkomulag er hið opinbera því bæði greiðandi og veitandi mestallrar heilbrigðisþjónustu hérlendis og kraftar samkeppni verulega vannýttir. Í ofanálag hafa stjórnvöld bannað læknum, tannlæknum, sjúkraþjálfurum, iðjuþjálfum, þroskaþjálfum, ljósmæðrum og heilbrigðisstofnunum að auglýsa starfsemi sína. Það kemur í veg fyrir að neytendur séu upplýstir um þá valkosti sem þeim standa til boða og njóti ávinnings samkeppni í heilbrigðisþjónustu. Aukin útboð á veitingu þjónustu til einkaaðila og afnám banns við auglýsingum á heilbrigðisþjónustu myndi leiða til aukinnar samkeppni í heilbrigðiskerfinu hérlendis. Slík samkeppni myndi bæta þjónustu og auka hagkvæmni í heilbrigðiskerfinu til frambúðar án þess að kostnaðarþátttaka sjúklinga þyrfti að breytast. Því ber að fagna yfirlýsingu stjórnvalda um að auka fjölbreytni í rekstrarformum í stað þess að finna henni allt til foráttu, enda reynslan af einkarekstri í íslenskri heilbrigðisþjónustu eindregið jákvæð.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun