Óhugnanleg reynsla Helga Seljan af svefnrofalömun: „Ég eyddi heilu nóttunum í forgarði helvítis“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. mars 2017 12:45 Helgi Seljan glímdi við svefnrofalömun upp úr tvítugu. vísir/andri marinó Helgi Seljan, sjónvarpsmaður, er einn af þeim sem hefur glímt við svefntruflun sem kölluð er svefnrofalömun. Í nýrri bók Erlu Björnsdóttur, doktors í sálfræði, um svefn segir Helgi frá þessari lífsreynslu sinni og eru lýsingar hans heldur óhugnanlegar. Svefnrofalömun er þriðja einkenni drómasýki en getur þó líka gerst án þess að viðkomandi glími við drómasýki. Í bókinni, sem heitir einfaldlega Svefn, segir að svefnrofalömun lýsi sér í því að einstaklingurinn lamast algjörlega þegar hann sofnar eða þegar hann vaknar. Þá getur hann hvorki hreyft legg né lið en er þó með fullri meðvitund. Ofskynjanir geta stundum verið hluti af svefnrofalömun en lömunin varir oftast stutt og er hægt að fá viðkomandi úr þessu ástandi með því að snerta hann eða tala við hann. Í samtali við Vísi segir Erla að það sé algengt að fólk upplifi svefnrofalömun einhvern tímann á ævinni. Það sé þó mikilvægt að muna að lömunin er ekki hættuleg þó að þetta sé vissulega mjög óhugnanleg reynsla.Erla Björnsdóttir.vísir/gvaPúkar, rottur og afturgengnar, andlitslausar konur sátu um Helga„Þetta tengist oft álagi, óreglulegum svefntímum og þetta er ekki hættulegt. Það er mjög mikilvægt að maður viti það þegar þetta gerist því þetta er mjög óhugnanlegt og óþægileg reynsla. En þetta gengur oftast yfir á hálfri til einni mínútu og þá fær fólk mátt í útlimina þó að fólki finnist þetta kannski miklu lengri tíma. Maður þarf bara einhvern veginn að anda sig í gegnum það og sannfæra sig um að þetta sé skaðlaust,“ segir Erla en bætir við að fólk þurfi dálítið að endurskoða lífstílinn ef þetta gerist. Í bókinni segir Helgi frá því að hann hafi átt í ofboðslega flóknu sambandi við fyrirbærið svefn. Svefninn hafi bæði nýst honum til góðs og ills, þó oftast til góðs. Svefninn hafi veitt honum skálkaskjól, þangað hafi hann flúið en á móti hefur hann líka vanrækt svefninn eða ofnotað hann. Helgi segir svo frá því hvernig svefnrofalömunin var í hans tilfelli: „Á tímabili í kringum tvítugt kveið ég því svo að sofna að ég var við það að sturlast. Ástæðan var sjúklegar draumfarir mínar og martraðir. Líkast til hefur lifnaðurinn á mér haft mest um það að segja að ég eyddi heilu nóttunum í forgarði helvítis. Upplifði það að vakna gjörsamlega lamaður en þó enn sofandi, á meðan um mig sátu púkar, rottur og afturgengnar, andlitslausar konur. Svona gekk þetta í marga mánuði þar til þetta hætti allt í einu, eins og hendi væri veifað.“ Helgi segir að sú tilfinning að sofna þreyttur og sáttur og setja þar með punkt aftan við daginn hafi verið honum farsælasta byrjun næsta dags. Það takist þó ekki alltaf að setja punktinn aftan við daginn en það sé ekki gott til lengdar að haga svefninum þannig. Svefnleysi algengasta svefnvandamál Íslendinga Erla, sem hefur sérhæft sig í rannsóknum á svefni og því að hjálpa fólki sem á erfitt með svefn, hefur unnið að bókinni frá því hún hóf doktorsnám sitt árið 2009 og byggir í henni á sinni þekkingu, reynslu, eigin rannsóknum sem og rannsóknum annarra. „Svefninn er rosalega stórt „topic“ og þegar ég byrjaði að rannsaka svefninn þá fannst mér svo skrýtið að það væri ekki til neitt aðgengilegt efni um svefn á íslensku. Þetta er ein af grunnstoðum heilsu, við eigum mikið af efni um næringu og hreyfingu en það var ekkert til um hann nema erlendar vísindagreinar. Þannig að mér fannst mikilvægt að útbúa bók sem myndi fjalla á heildrænan hátt um svefninn,“ segir Erla.Það er mikilvægt að huga að svefninum.vísir/gettyAðspurð hvert sé algengasta svefnvandamál Íslendinga í dag segir Erla það vera svefnleysi. „Fólk er undir miklu álagi og miklu álagi og það getur ekki sofið. Það er það sem kemur oftast inn á mitt borð. Þetta er fólk á öllum aldri og því miður hefur orðið mikil aukning hjá mér í komum barna og unglinga. Mér sýnist svefnvandi vera að aukast hjá yngra fólki og það sjáum við líka á svefnlyfjaávísunum að þær eru að aukast hjá yngra. Svefnleysi hrjáir líka alls konar fólk því það er alveg óháð stétt og stöðu og getur hent hvern sem er að missa svefn.“Þurfum að ræða meira um svefn Erla segir að orsakarnar fyrir svefnleysi geti verið margar; of mikið álag, breytingar á lífi fólks, of mikil streita eða lífstíllinn og nefnir hún til dæmis að fólk drekki of mikið kaffi eða sé of mikið í snjalltækjunum. Það getur því verið ótal margt sem hrindir þessu af stað. „Svo verður svefnleysið vítahringur og öðlast svolítið sitt eigið líf óháð orsökinni. Þetta verður 24 tíma vandamál, það er þetta verður ekki bara næturvandamál heldur hefur áhrif á líf fólks á daginn og fólk jafnvel kvíðir fyrir því að fara að sofa.“ Að mati Erlu þarf að ræða svefn mun meira í samfélaginu og fræða fólk meira um mikilvægi hans, bæði í skólum og fyrirtækjum. „Sem betur fer hefur fræðslan aukist síðan ég byrjaði í þessu og það er meiri ásókn í fræðslu um svefn en hún mætti vera miklu, miklu meiri því það hefur bara svo mikil áhrif á námsárangur og framleiðni í vinnu ef svefninn er ekki í lagi.“ Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Helgi Seljan, sjónvarpsmaður, er einn af þeim sem hefur glímt við svefntruflun sem kölluð er svefnrofalömun. Í nýrri bók Erlu Björnsdóttur, doktors í sálfræði, um svefn segir Helgi frá þessari lífsreynslu sinni og eru lýsingar hans heldur óhugnanlegar. Svefnrofalömun er þriðja einkenni drómasýki en getur þó líka gerst án þess að viðkomandi glími við drómasýki. Í bókinni, sem heitir einfaldlega Svefn, segir að svefnrofalömun lýsi sér í því að einstaklingurinn lamast algjörlega þegar hann sofnar eða þegar hann vaknar. Þá getur hann hvorki hreyft legg né lið en er þó með fullri meðvitund. Ofskynjanir geta stundum verið hluti af svefnrofalömun en lömunin varir oftast stutt og er hægt að fá viðkomandi úr þessu ástandi með því að snerta hann eða tala við hann. Í samtali við Vísi segir Erla að það sé algengt að fólk upplifi svefnrofalömun einhvern tímann á ævinni. Það sé þó mikilvægt að muna að lömunin er ekki hættuleg þó að þetta sé vissulega mjög óhugnanleg reynsla.Erla Björnsdóttir.vísir/gvaPúkar, rottur og afturgengnar, andlitslausar konur sátu um Helga„Þetta tengist oft álagi, óreglulegum svefntímum og þetta er ekki hættulegt. Það er mjög mikilvægt að maður viti það þegar þetta gerist því þetta er mjög óhugnanlegt og óþægileg reynsla. En þetta gengur oftast yfir á hálfri til einni mínútu og þá fær fólk mátt í útlimina þó að fólki finnist þetta kannski miklu lengri tíma. Maður þarf bara einhvern veginn að anda sig í gegnum það og sannfæra sig um að þetta sé skaðlaust,“ segir Erla en bætir við að fólk þurfi dálítið að endurskoða lífstílinn ef þetta gerist. Í bókinni segir Helgi frá því að hann hafi átt í ofboðslega flóknu sambandi við fyrirbærið svefn. Svefninn hafi bæði nýst honum til góðs og ills, þó oftast til góðs. Svefninn hafi veitt honum skálkaskjól, þangað hafi hann flúið en á móti hefur hann líka vanrækt svefninn eða ofnotað hann. Helgi segir svo frá því hvernig svefnrofalömunin var í hans tilfelli: „Á tímabili í kringum tvítugt kveið ég því svo að sofna að ég var við það að sturlast. Ástæðan var sjúklegar draumfarir mínar og martraðir. Líkast til hefur lifnaðurinn á mér haft mest um það að segja að ég eyddi heilu nóttunum í forgarði helvítis. Upplifði það að vakna gjörsamlega lamaður en þó enn sofandi, á meðan um mig sátu púkar, rottur og afturgengnar, andlitslausar konur. Svona gekk þetta í marga mánuði þar til þetta hætti allt í einu, eins og hendi væri veifað.“ Helgi segir að sú tilfinning að sofna þreyttur og sáttur og setja þar með punkt aftan við daginn hafi verið honum farsælasta byrjun næsta dags. Það takist þó ekki alltaf að setja punktinn aftan við daginn en það sé ekki gott til lengdar að haga svefninum þannig. Svefnleysi algengasta svefnvandamál Íslendinga Erla, sem hefur sérhæft sig í rannsóknum á svefni og því að hjálpa fólki sem á erfitt með svefn, hefur unnið að bókinni frá því hún hóf doktorsnám sitt árið 2009 og byggir í henni á sinni þekkingu, reynslu, eigin rannsóknum sem og rannsóknum annarra. „Svefninn er rosalega stórt „topic“ og þegar ég byrjaði að rannsaka svefninn þá fannst mér svo skrýtið að það væri ekki til neitt aðgengilegt efni um svefn á íslensku. Þetta er ein af grunnstoðum heilsu, við eigum mikið af efni um næringu og hreyfingu en það var ekkert til um hann nema erlendar vísindagreinar. Þannig að mér fannst mikilvægt að útbúa bók sem myndi fjalla á heildrænan hátt um svefninn,“ segir Erla.Það er mikilvægt að huga að svefninum.vísir/gettyAðspurð hvert sé algengasta svefnvandamál Íslendinga í dag segir Erla það vera svefnleysi. „Fólk er undir miklu álagi og miklu álagi og það getur ekki sofið. Það er það sem kemur oftast inn á mitt borð. Þetta er fólk á öllum aldri og því miður hefur orðið mikil aukning hjá mér í komum barna og unglinga. Mér sýnist svefnvandi vera að aukast hjá yngra fólki og það sjáum við líka á svefnlyfjaávísunum að þær eru að aukast hjá yngra. Svefnleysi hrjáir líka alls konar fólk því það er alveg óháð stétt og stöðu og getur hent hvern sem er að missa svefn.“Þurfum að ræða meira um svefn Erla segir að orsakarnar fyrir svefnleysi geti verið margar; of mikið álag, breytingar á lífi fólks, of mikil streita eða lífstíllinn og nefnir hún til dæmis að fólk drekki of mikið kaffi eða sé of mikið í snjalltækjunum. Það getur því verið ótal margt sem hrindir þessu af stað. „Svo verður svefnleysið vítahringur og öðlast svolítið sitt eigið líf óháð orsökinni. Þetta verður 24 tíma vandamál, það er þetta verður ekki bara næturvandamál heldur hefur áhrif á líf fólks á daginn og fólk jafnvel kvíðir fyrir því að fara að sofa.“ Að mati Erlu þarf að ræða svefn mun meira í samfélaginu og fræða fólk meira um mikilvægi hans, bæði í skólum og fyrirtækjum. „Sem betur fer hefur fræðslan aukist síðan ég byrjaði í þessu og það er meiri ásókn í fræðslu um svefn en hún mætti vera miklu, miklu meiri því það hefur bara svo mikil áhrif á námsárangur og framleiðni í vinnu ef svefninn er ekki í lagi.“
Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira