Okkur mun ekki skorta áhugaverð viðfangsefni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. janúar 2015 14:30 „Mér finnst það bara góð tilfinning að vera að láta af störfum,“ segir séra Gunnar. Vísir/Stefán „Mér finnst það bara ágæt tilfinning að vera að láta af embætti. Ég er búinn að þjóna lengi sem prestur og hef verið prófastur í 17 ár. Svo hef ég næg verkefni fram undan,“ segir séra Gunnar Kristjánsson, prófastur á Reynivöllum í Kjós. Hann átti sjötugsafmæli síðastliðinn sunnudag og þeim tímamótum fylgja óhjákvæmilega breytingar fyrir mann í hans stöðu. Hann verður þó prestur áfram til vors en lætur af embætti prófasts nú 1. febrúar. Biskup skipar í það embætti að fengnum uppástungum prestanna í prófastsdæminu. Það fyrirkomulag hefur verið við lýði frá upphafi siðbótartímans árið 1541, að sögn séra Gunnars. Séra Þórhildur Ólafs hefur verið skipuð prófastur í Kjalarnessprófastsdæmi frá og með 1. febrúar. Hún er prestur í Hafnarfirði og telur Gunnar embættinu vel komið í hennar höndum. Gunnar og kona hans, Anna Margrét Höskuldsdóttir kennari, hafa búið á prestssetrinu að Reynivöllum í Kjós frá árinu 1978 en færa sig um set með vorinu. „Reynivellir var eina prestakallið sem var laust þegar við komum frá Þýskalandi haustið 1978 að afloknu doktorsprófi mínu, við ætluðum að vera hér til að byrja með, kannski eitt til tvö ár eða svo, en höfum kunnað vel við okkur í Kjósinni,“ segir Gunnar og upplýsir að nú ætli þau að flytjast í þéttbýlið. „Við erum ekki enn búin að ákveða hvar við setjumst að en verðum vonandi búin að því með vorinu, búslóðin verður hafin til klakks á fardögum,“ segir hann glaðlega. Gunnar hefur alla tíð sinnt fræðistörfum, haldið erindi og fyrirlestra og skrifað, meðal annars kom nýlega út eftir hann bókin Marteinn Lúther – svipmyndir úr siðbótarsögu. Skyldi hann hafa safnað verkefnum í sarpinn til að sinna þegar um hægist? „Já,“ viðurkennir hann. „Meðal annars hef ég lengi haft í huga að sinna séra Matthíasi Jochumssyni svolítið betur en áður, því hann var merkilegur brautryðjandi í guðfræði, bókmenntum og menningarmálum almennt og hefur átt hug og hjarta þjóðarinnar alla tíð. Fyrir nokkrum árum kom út ítarleg og góð ævisaga en mér finnst komið að guðfræðingi að rekja hugmyndir hans og hugsjónir í guðfræði, trúarheimspeki og skáldskaparfræðum. Auk fræðimennskunnar munum við Anna halda áfram að sinna því sem við höfum gert, ferðalögum innan lands og utan, hestamennsku og gönguferðum og mun ekki skorta áhugaverð viðfangsefni.“ Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira
„Mér finnst það bara ágæt tilfinning að vera að láta af embætti. Ég er búinn að þjóna lengi sem prestur og hef verið prófastur í 17 ár. Svo hef ég næg verkefni fram undan,“ segir séra Gunnar Kristjánsson, prófastur á Reynivöllum í Kjós. Hann átti sjötugsafmæli síðastliðinn sunnudag og þeim tímamótum fylgja óhjákvæmilega breytingar fyrir mann í hans stöðu. Hann verður þó prestur áfram til vors en lætur af embætti prófasts nú 1. febrúar. Biskup skipar í það embætti að fengnum uppástungum prestanna í prófastsdæminu. Það fyrirkomulag hefur verið við lýði frá upphafi siðbótartímans árið 1541, að sögn séra Gunnars. Séra Þórhildur Ólafs hefur verið skipuð prófastur í Kjalarnessprófastsdæmi frá og með 1. febrúar. Hún er prestur í Hafnarfirði og telur Gunnar embættinu vel komið í hennar höndum. Gunnar og kona hans, Anna Margrét Höskuldsdóttir kennari, hafa búið á prestssetrinu að Reynivöllum í Kjós frá árinu 1978 en færa sig um set með vorinu. „Reynivellir var eina prestakallið sem var laust þegar við komum frá Þýskalandi haustið 1978 að afloknu doktorsprófi mínu, við ætluðum að vera hér til að byrja með, kannski eitt til tvö ár eða svo, en höfum kunnað vel við okkur í Kjósinni,“ segir Gunnar og upplýsir að nú ætli þau að flytjast í þéttbýlið. „Við erum ekki enn búin að ákveða hvar við setjumst að en verðum vonandi búin að því með vorinu, búslóðin verður hafin til klakks á fardögum,“ segir hann glaðlega. Gunnar hefur alla tíð sinnt fræðistörfum, haldið erindi og fyrirlestra og skrifað, meðal annars kom nýlega út eftir hann bókin Marteinn Lúther – svipmyndir úr siðbótarsögu. Skyldi hann hafa safnað verkefnum í sarpinn til að sinna þegar um hægist? „Já,“ viðurkennir hann. „Meðal annars hef ég lengi haft í huga að sinna séra Matthíasi Jochumssyni svolítið betur en áður, því hann var merkilegur brautryðjandi í guðfræði, bókmenntum og menningarmálum almennt og hefur átt hug og hjarta þjóðarinnar alla tíð. Fyrir nokkrum árum kom út ítarleg og góð ævisaga en mér finnst komið að guðfræðingi að rekja hugmyndir hans og hugsjónir í guðfræði, trúarheimspeki og skáldskaparfræðum. Auk fræðimennskunnar munum við Anna halda áfram að sinna því sem við höfum gert, ferðalögum innan lands og utan, hestamennsku og gönguferðum og mun ekki skorta áhugaverð viðfangsefni.“
Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira