Erlent

Öl er mun hollara en áður var talið

Ný rannsókn sýnir að öl er mun hollara en áður var talið. Fjallað er um málið í Daily Mail en þar kemur fram að vítamín sem aðeins finnst í humlum og þar með öli og einstöku öðrum matvælum eins og mjólk, styrkir vöðva líkamans og kemur í veg fyrir fitumyndun.

Vítamín þetta, Nicotinamide Riboside, var notað nýlega í tilraunum á músum sem gáfu af sér fyrrgreindar niðurstöður. Þær mýs sem fengu aukaskammt af því með öðru fóðri sínu voru í mun betra formi en þær sem fengu það ekki og sýktust síður af sykursýki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×