Innlent

Ólafur ætlar að ákveða sig í lok vikunnar eða byrjun næstu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segist þurfa að gera það endanlega upp við sig fljótlega, síðar í þessari viku eða í byrjun næstu viku hvort hann haldi sig við þá ákvörðun sem hann hafi tekið um að láta af embætti forseta eða verði við þeim áskorunum sem honum voru birtar í dag um að halda áfram. Þetta sagði Ólafur á blaðamannafundi á Bessastöðum í dag.

Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og stuðningsmaður Ólafs, afhenti forsetanum yfir 30 þúsund undirskriftir í dag með áskorun um að hann bjóði sig aftur fram til forseta í sumar. Ólafur tók við undirskriftunum . Hann bauð svo þeim sem stóðu að undirskriftasöfnuninni í kaffi og ræddi svo við blaðamenn. Á blaðamannafundinum sagðist hann hafa talað skýrt í nýársávarpi þegar hann sagði frá því að hann gæti betur þjónað þjóðinni með því að vera frjáls af þeim skyldum sem og öðrum byrðum sem í forsetaembættinu felast.

Ólafur sagði honum bæri skylda til að íhuga það sjónarmið sem kæmi fram í skoðanakönnunum og undirskriftasöfnunum um að hann haldi áfram í embætti. Aukinn þungi hefði færst í þessa umræðu. „Þess vegna tel ég að ég hljóti fljótlega, síðar í þessari viku eða í byrjun næstu viku að gera það endanlega upp við mig hvort ég held mig við fyrri ákvörðun eða hvort ég svari því kalli eða þeim áskourunum sem mér voru birtar i dag," sagði hann.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×