Viðskipti innlent

Ólafur Ólafsson stofnar ráðgjafafyrirtæki

ingvar haraldsson skrifar
Félag Ólafs Ólafssonar verður í ráðgjafabransanum.
Félag Ólafs Ólafssonar verður í ráðgjafabransanum. VÍSIR/VILHELM
Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur stofnað nýtt einkahlutafélag, Kot Consulting ehf. Samkvæmt því sem fram kemur í Lögbirtingablaðinu var félagið stofnað í september síðastliðnum.

Ólafur verður stjórnarformaður félagsins en Róbert Aron Róbertsson verður varamaður í stjórn og framkvæmdastjóri. Róbert hefur starfað um alllanga hríð fyrir félög Ólafs. Hann var ráðinn til Kjalar árið árið 2006 auk þess að hafa verið stjórnarformaður Alta Food Holding, sem bæði voru í eigu Ólafs.

Í Lögbirtingablaðinu kemur fram að tilgangur félagsins sé ráðgjafarstarfsemi hvers konar á sviði reksturs, stjórnunar, fjárfestinga, fasteigna og eignaumsýslu. Enn fremur fjárfestingar í fyrirtækjum, fasteignum, rekstur fasteigna og fjárfestingar honum tengdar, lánveitingar og skyldur rekstur.

Þá kemur einnig fram að hlutafé félagsins verði tíu milljónir króna að nafnvirði.

Ólafur hefur frá því í febrúar verið í afplánun á Kvíabryggju eftir að Hæstiréttur dæmdi hann í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir aðild sína að Al-Thani málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×