Innlent

Ólafur Ragnar: Hefði ekki getað neitað Icesave án internetsins

Ólafur Ragnar í Hörpunni í gær
Ólafur Ragnar í Hörpunni í gær Mynd/Daníel Rúnarsson
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði á íslensku vefverðlaununum í Hörpunni í gær að hann hefði ekki getað neitað Icesave-lögunum staðfestingar ef ekki hefði verið fyrir internetið. Í febrúar árið 2011 fékk forsetinn um 38 þúsund undirskriftir þess efnis að synja lögunum - sem hann gerði.

Áður en hann synjaði lögunum staðfestingar lét hann framkvæma áreiðanleikakönnun á undirskriftunum. Þeir sem skrifuðu undir undirskriftarlistann gerðu það á internetinu.

Ólafur Ragnar afhenti íslensku vefverðlaunin í gær við hátíðlega athöfn í Eldborgar-sal Hörpu. „Forsetinn hefði ekki getað neitað Icesave-lögunum ef ekki hefði verið fyrir netið," sagði hann meðal annars í ræðu sinni.

Einar Þór Gústafsson, formaður Samtaka vefiðnaðarins, sagði í ræðu sinni að háskólarnir í landinu þyrftu að leggja meiri áherslu á vefiðnaðinn, sem hefur stækkað mikið undanfarin ár. Ólafur Ragnar tók undir það.

Á verðlaununum í gær var Vísir.is valinn besti afþreyingar- og fréttavefurinn árið 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×