Innlent

Ólafur Ragnar: Þarf að setja reglur um Norðurslóðir

Norðurheimskautið. Beaufort-haf.
Norðurheimskautið. Beaufort-haf.

„Það er eftirspurn eftir Íslandi og þar koma Norðuslóðir inn," sagði Ólafur Ragnar Grímsson í Silfri Egils í dag og bætti við að lega Íslands hefði aldrei verið verðmætari. Fyrir þessu fyndi Ólafur meðal annars með auknum áhuga áhrifamestu hagkerfa veraldar á Íslandi. Nefndi hann í því samhengi Indland og Kína.

Hann sagði hinsvegar vanda Íslands hvernig Íslendingar ættu að spila úr þeirri stöðu sem myndast þegar siglingaleiðir opnast um Norðurslóðir. Sjálfur segir Ólafur Ragnar að hann hafi hvatt til þess á Alþingi að það setti reglur að fyrra bragði um það hvernig málum yrði háttað á þessum mikilvæga landsvæði.

Ólafur sagði mikilvægt að búið væri að ákveða viðvaranir, bönn og eftirlit áður en ísinn bráðnar og siglingarnar byrja.

„Og þá þurfum við að virkja vísindasamfélagið," sagði Ólafur Ragnar um þetta stóra verkefni sem blasir við í framtíðinni.

Sjóleiðin milli austurstrandar Norður-Ameríku og Asíu (Kína) er þrettán þúsund sjómílur að lengd, ef siglt er um Miðjarðarhaf og Súesskurðinn, en yrði níu þúsund sjómílur ef farin væri sjóleið um Ísland og gegnum Norður-Íshafið. Því er ljóst að um mikið hagsmunamál er að ræða.


Tengdar fréttir

Ólafur Ragnar: Þurfum að treysta fólkinu í landinu

„Stjórnskipunin er ekki þannig vaxin að forsetinn velti fyrir sér hvort hann eigi að vísa málum til þjóðaratkvðagreiðslu,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í fyrsta ítarlega viðtalinu sem hann gefur fjölmiðlum í þrettán mánuði.

Ólafur Ragnar: Óvíst hvort hann bjóði sig aftur fram

„Þú getur haft allskonar áform, en svo færðu símtal um veikindi einn daginn, eins og með Guðrúnu [Katrínu Þorbergsdóttur. d. 12.október 1998], og þá breytist allt,“ svaraði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í viðtali við Egil Helgason í Silfri Egils í hádeginu, þegar hann var spurður hvort hann ætlaði að bjóða sig aftur fram til forseta.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×