Ólafur Ragnar Grímsson: Fá mál betur til þess fallin að setja í þjóðaratkvæðagreiðslu Heimir Már Pétursson skrifar 19. júní 2013 08:24 Ólafur Ragnar Grímsson: Þannig að ég hlýt að hugleiða það mjög alvarlega, ef upp kemur sú staða, af því að ég tel að fá mál liggi jafn vel fyrir til þess að láta þjóðina sjálfa ákveða það. Um fimmtán þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Alþingis um að samþykkja ekki frumvarp Sigurðar Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra um breytingar á lögum um veiðigjöld, sem lækka mun gjöldin um allt að 48 prósent hjá stærstu útgerðum landsins í bortnfiskveiðum. Aðstandendur undirskriftarsöfnunarinnar boða að undirskriftirnar verði afhentar Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands, verði Alþingi ekki við henni. En forsetinn sagði í aðdraganda forsetakosninga í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni hinn 13. maí í fyrra, að hann hefði það sem reglu að tjá sig ekki um mál á meðan þau væru í meðförum hjá Alþingi. En... "Hitt er alveg ljóst, og það er í samræmi við málflutning til dæmis forystumanna núverandi ríkisstjórnar og reyndar stjórnarandstöðuflokkanna líka, að kvótamálið er samkvæmt þeim orðið stærsta mál þjóðarinnar. Þar er um að ræða ráðstöfun á sameign þjóðarinnar. Þar er um að ræða hvað þjóðin, eigandi auðlindarinnar, fær í sinn hlut. Það er erfitt að hugsa sér stærra mál en það, sem myndi vera eðlilegt að setja í þjóðaratkvæðagreiðslu, ef einhver hluti þjóðarinnar telur það mikilvægt," sagði forsetinn í viðtali við Sigurjón M. Egilsson á Sprengisandi í maí í fyrra og bætti við að fá mál væri eins vel til þess fallinn og kvótamálin að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu: "Þannig að ég tel að eðli málsins sé þannig, að það séu tiltölulega fá mál jafn vel til þess fallin að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og kvótamálin. Því þar er þjóðin sjálf að taka afstöðu til þess hvernig hún vill ráðstafa sameign sinni og ég gæti ekki séð það að nokkur forystumaður núverandi ríkisstjórnar, hvorki Jóhanna eða Steingrímur, gætu gagnrýnt það að forsetinn myndi vísa slíkum frumvörpum í þjóðaratkvæðagreiðslu ef þess er krafist. Vegna þess að þau hafa sjálf talað um þetta sem stærstu mál þjóðarinnar. Þannig að ég hlýt að hugleiða það mjög alvarlega, ef upp kemur sú staða, af því að ég tel að fá mál liggi jafn vel fyrir til þess að láta þjóðina sjálfa ákveða það." Undirskriftasöfnunina er að finna hér. Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Um fimmtán þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Alþingis um að samþykkja ekki frumvarp Sigurðar Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra um breytingar á lögum um veiðigjöld, sem lækka mun gjöldin um allt að 48 prósent hjá stærstu útgerðum landsins í bortnfiskveiðum. Aðstandendur undirskriftarsöfnunarinnar boða að undirskriftirnar verði afhentar Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands, verði Alþingi ekki við henni. En forsetinn sagði í aðdraganda forsetakosninga í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni hinn 13. maí í fyrra, að hann hefði það sem reglu að tjá sig ekki um mál á meðan þau væru í meðförum hjá Alþingi. En... "Hitt er alveg ljóst, og það er í samræmi við málflutning til dæmis forystumanna núverandi ríkisstjórnar og reyndar stjórnarandstöðuflokkanna líka, að kvótamálið er samkvæmt þeim orðið stærsta mál þjóðarinnar. Þar er um að ræða ráðstöfun á sameign þjóðarinnar. Þar er um að ræða hvað þjóðin, eigandi auðlindarinnar, fær í sinn hlut. Það er erfitt að hugsa sér stærra mál en það, sem myndi vera eðlilegt að setja í þjóðaratkvæðagreiðslu, ef einhver hluti þjóðarinnar telur það mikilvægt," sagði forsetinn í viðtali við Sigurjón M. Egilsson á Sprengisandi í maí í fyrra og bætti við að fá mál væri eins vel til þess fallinn og kvótamálin að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu: "Þannig að ég tel að eðli málsins sé þannig, að það séu tiltölulega fá mál jafn vel til þess fallin að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og kvótamálin. Því þar er þjóðin sjálf að taka afstöðu til þess hvernig hún vill ráðstafa sameign sinni og ég gæti ekki séð það að nokkur forystumaður núverandi ríkisstjórnar, hvorki Jóhanna eða Steingrímur, gætu gagnrýnt það að forsetinn myndi vísa slíkum frumvörpum í þjóðaratkvæðagreiðslu ef þess er krafist. Vegna þess að þau hafa sjálf talað um þetta sem stærstu mál þjóðarinnar. Þannig að ég hlýt að hugleiða það mjög alvarlega, ef upp kemur sú staða, af því að ég tel að fá mál liggi jafn vel fyrir til þess að láta þjóðina sjálfa ákveða það." Undirskriftasöfnunina er að finna hér.
Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira