Ólafur Ragnar hitti Íþróttaálfinn í Kína 10. september 2010 15:27 Ólafur Ragnar hitti skólabörn í Sjanghai og fengu þau að kynnast Íþróttaálfinum og Sollu stirðu Mynd: Forseti.is Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti í gær setningarræðu á orkuráðstefnu sem haldin var í sýningarskála Íslands á heimssýningunni í Shanghai. Ráðstefnuna sóttu forystumenn orkumála víða að úr Kína ásamt stjórnendum orkustofnunar landsins sem og kínverskir sérfræðingar. Efni ráðstefnunnar var að kynna reynslu Íslendinga af nýtingu hreinnar orku, einkum jarðhita, sem gæti nýst Kínverjum, með sérstakri áherslu á lagningu hitaveitna í kínverskum borgum og bæjum, sem og með því að loftkælingarkerfi borganna yrðu að einhverju leyti knúin með jarðvarma. Í heimsókn sinni til Kína hefur Ólafur Ragnar rætt við fjölda kínverskra fjölmiðla og hafa viðtölin að mestu snúist um árangur Íslands við nýtingu hreinnar orku, þátttöku íslenskra fyrirtækja og sérfræðinga í nýtingu jarðvarma í Kína, áhrif fjármálakreppunnar á Ísland og endurreisn hagkerfisins. Forsetinn heimsótti starfsstöðvar CCP-tölvuleikjafyrirtæksins þar sem nú starfa um 120 manns víðs vegar að úr heiminum, meðal annars frá Kína og Íslandi, við þróun á tölvuleiknum vinsæla Eve Online. Ólafur Ragnar fór einnig í Hongkou-hverfið í Shanghai sem er vináttuhverfi Íslands í tengslum við Heimssýninguna. Þar var sérstök kynning á Latabæ í menningarmiðstöð hverfisins og tók mikill fjöldi skólabarna þátt í æfingum undir stjórn Íþróttaálfsins og Sollu stirðu. Forsetinn heimsótti kínversku heimskautastofnunina og átti þar viðræður um bráðnun íss og opnun nýrra siglingaleiða sem tengja muni Asíu, Evrópu og Ameríku á nýjan hátt en Ísland liggur sérlega vel við slíkum siglingaleiðum. Kínverska heimsskautastofnuni gerir út öfluga leiðangra og hafa fjórir leiðangrar á hennar vegum verið farnir til norðurslóða á síðustu árum. Fram kom áhugi stjórnenda á að vinna með íslenskum vísindamönnum og mun sendinefnd frá stofnuninni koma til Íslands í byrjun október til að ræða nánara samstarf. Rædd hefur verið sú hugmynd að næsti leiðangur eigi viðdvöl á Íslandi eftir að hafa farið yfir norðurskautið. Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti í gær setningarræðu á orkuráðstefnu sem haldin var í sýningarskála Íslands á heimssýningunni í Shanghai. Ráðstefnuna sóttu forystumenn orkumála víða að úr Kína ásamt stjórnendum orkustofnunar landsins sem og kínverskir sérfræðingar. Efni ráðstefnunnar var að kynna reynslu Íslendinga af nýtingu hreinnar orku, einkum jarðhita, sem gæti nýst Kínverjum, með sérstakri áherslu á lagningu hitaveitna í kínverskum borgum og bæjum, sem og með því að loftkælingarkerfi borganna yrðu að einhverju leyti knúin með jarðvarma. Í heimsókn sinni til Kína hefur Ólafur Ragnar rætt við fjölda kínverskra fjölmiðla og hafa viðtölin að mestu snúist um árangur Íslands við nýtingu hreinnar orku, þátttöku íslenskra fyrirtækja og sérfræðinga í nýtingu jarðvarma í Kína, áhrif fjármálakreppunnar á Ísland og endurreisn hagkerfisins. Forsetinn heimsótti starfsstöðvar CCP-tölvuleikjafyrirtæksins þar sem nú starfa um 120 manns víðs vegar að úr heiminum, meðal annars frá Kína og Íslandi, við þróun á tölvuleiknum vinsæla Eve Online. Ólafur Ragnar fór einnig í Hongkou-hverfið í Shanghai sem er vináttuhverfi Íslands í tengslum við Heimssýninguna. Þar var sérstök kynning á Latabæ í menningarmiðstöð hverfisins og tók mikill fjöldi skólabarna þátt í æfingum undir stjórn Íþróttaálfsins og Sollu stirðu. Forsetinn heimsótti kínversku heimskautastofnunina og átti þar viðræður um bráðnun íss og opnun nýrra siglingaleiða sem tengja muni Asíu, Evrópu og Ameríku á nýjan hátt en Ísland liggur sérlega vel við slíkum siglingaleiðum. Kínverska heimsskautastofnuni gerir út öfluga leiðangra og hafa fjórir leiðangrar á hennar vegum verið farnir til norðurslóða á síðustu árum. Fram kom áhugi stjórnenda á að vinna með íslenskum vísindamönnum og mun sendinefnd frá stofnuninni koma til Íslands í byrjun október til að ræða nánara samstarf. Rædd hefur verið sú hugmynd að næsti leiðangur eigi viðdvöl á Íslandi eftir að hafa farið yfir norðurskautið.
Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Sjá meira