Ólafur Ragnar vísar áburði um ósannsögli á bug Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. apríl 2016 19:03 „Nei nei, það er enginn misskilingur. Ég tel nú hinsvegar ekki við hæfi að ég fari að deila við fráfarandi forsætisráðherra," sagði Ólafur Ragnar spurður um hvort misskilingur hefði orðið á milli forsætisráðherra og forseta á fundi í morgun. Ólafur var í beinni í Íslandi í dag á Stöð 2. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt á fund Ólafs Ragnars í hádeginu í dag eftir að hafa rætt um stund við samstarfs mann sinn í ríkisstjórn Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Forsetinn boðaði óvænt til blaðamannafundar eftir fund þeirra Sigmundar Davíðs í hádeginu og tilkynnti þjóðinni að hann hefði hafnað þeirri ósk Sigmundar að hann fengi heimild til þess að rjúfa þing, nú eða síðar. Sigmundur Davíð hafnaði því hins vegar að hafa borið upp slíka tillögu.Ólafur Ragnar boðaði til skyndilegs blaðamannafundar eftir fund sinn með forsætisráðherra.Vísir/BirgirÓlafur Ragnar skýr um tilgang fundarins Atburðarrásin er mjög skýr af forsetans hálfu. „Það er alveg ljóst hvað hann fór fram á í upphafi fundarins,“ sagði Ólafur Ragnar. Það er ótvíræður skilningur forsetans að Sigmundur hafi komið á fundinn til að óska þess. Forseti sagði ráðuneytisstarfsmenn úr forsætisráðuneytinu hafa beðið með skjalatösku ríkisráðsins í eldhúsinu á Bessastöðum og með tilbúin skjöl til undirritunar samþykkti hann tillögu Sigmundar um þingrof. Hins vegar hafi Ólafur Ragnar ekki talið sér stætt á að verða við slíkri bón. Í seinni hluta fundarins bað Sigmundur um fyrirheit þess efnis að Ólafur myndi samþykkja bónina. Ólafur sagðist heldur ekki getað samþykkt slíkt. Sigmundur hafði flýtti fundi sínum við forseta eftir fundinn en upphaflega átti fundurinn að eiga sér stað klukkan 13. „Flýtirinn var að fá slíkt plagg eða slíkt fyrirheiti sem hann gæti síðan notað sem vopn í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn,“ sagði Ólafur Ragnar en hann tjáði Sigmundi Davíð að sér þætti óeðlilegt að nýta plögg frá forseta í slíkum tilgangi. „Ég taldi ekki við hæfi að forsetaembættið verði notað sem einhvers konar leikflétta.“ Síðdegis barst eftirfarandi fréttatilkynning: „Forsætisráðherra og forseti Íslands áttu fund á Bessastöðum nú laust fyrir hádegi í dag. Á fundinum upplýsti forsætisráðherra forseta um stöðu mála í stjórnmálum hér á landi og greindi jafnframt frá áformum sínum um að leggja til við forseta að þing yrði rofið og boðað yrði til almennra alþingiskosninga ef í ljós kæmi að meirihluta stuðningur við ríkisstjórnina væri brostinn. Formleg tillaga um þingrof var hvorki borin upp á fundinum né kynnt forseta eins og skilja mátti af ummælum forseta Íslands að fundi loknum. Forsætisráðherra tjáði forseta að hann hygðist bera þingrofstillögu formlega upp við forseta ef niðurstaða um framangreint lægi fyrir,“ sagði í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu í dag. Ólafur Ragnar vísar því ekki á bug að hann bjóði sig fram sem forseta að nýju. „Ég tel að það eigi ekki að blanda slíku inn í þessa atburðarrás. En það ætti að vera öllum hvaða sess forsetaembættið hefur sem öryggisventill.“ Panama-skjölin Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
„Nei nei, það er enginn misskilingur. Ég tel nú hinsvegar ekki við hæfi að ég fari að deila við fráfarandi forsætisráðherra," sagði Ólafur Ragnar spurður um hvort misskilingur hefði orðið á milli forsætisráðherra og forseta á fundi í morgun. Ólafur var í beinni í Íslandi í dag á Stöð 2. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt á fund Ólafs Ragnars í hádeginu í dag eftir að hafa rætt um stund við samstarfs mann sinn í ríkisstjórn Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Forsetinn boðaði óvænt til blaðamannafundar eftir fund þeirra Sigmundar Davíðs í hádeginu og tilkynnti þjóðinni að hann hefði hafnað þeirri ósk Sigmundar að hann fengi heimild til þess að rjúfa þing, nú eða síðar. Sigmundur Davíð hafnaði því hins vegar að hafa borið upp slíka tillögu.Ólafur Ragnar boðaði til skyndilegs blaðamannafundar eftir fund sinn með forsætisráðherra.Vísir/BirgirÓlafur Ragnar skýr um tilgang fundarins Atburðarrásin er mjög skýr af forsetans hálfu. „Það er alveg ljóst hvað hann fór fram á í upphafi fundarins,“ sagði Ólafur Ragnar. Það er ótvíræður skilningur forsetans að Sigmundur hafi komið á fundinn til að óska þess. Forseti sagði ráðuneytisstarfsmenn úr forsætisráðuneytinu hafa beðið með skjalatösku ríkisráðsins í eldhúsinu á Bessastöðum og með tilbúin skjöl til undirritunar samþykkti hann tillögu Sigmundar um þingrof. Hins vegar hafi Ólafur Ragnar ekki talið sér stætt á að verða við slíkri bón. Í seinni hluta fundarins bað Sigmundur um fyrirheit þess efnis að Ólafur myndi samþykkja bónina. Ólafur sagðist heldur ekki getað samþykkt slíkt. Sigmundur hafði flýtti fundi sínum við forseta eftir fundinn en upphaflega átti fundurinn að eiga sér stað klukkan 13. „Flýtirinn var að fá slíkt plagg eða slíkt fyrirheiti sem hann gæti síðan notað sem vopn í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn,“ sagði Ólafur Ragnar en hann tjáði Sigmundi Davíð að sér þætti óeðlilegt að nýta plögg frá forseta í slíkum tilgangi. „Ég taldi ekki við hæfi að forsetaembættið verði notað sem einhvers konar leikflétta.“ Síðdegis barst eftirfarandi fréttatilkynning: „Forsætisráðherra og forseti Íslands áttu fund á Bessastöðum nú laust fyrir hádegi í dag. Á fundinum upplýsti forsætisráðherra forseta um stöðu mála í stjórnmálum hér á landi og greindi jafnframt frá áformum sínum um að leggja til við forseta að þing yrði rofið og boðað yrði til almennra alþingiskosninga ef í ljós kæmi að meirihluta stuðningur við ríkisstjórnina væri brostinn. Formleg tillaga um þingrof var hvorki borin upp á fundinum né kynnt forseta eins og skilja mátti af ummælum forseta Íslands að fundi loknum. Forsætisráðherra tjáði forseta að hann hygðist bera þingrofstillögu formlega upp við forseta ef niðurstaða um framangreint lægi fyrir,“ sagði í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu í dag. Ólafur Ragnar vísar því ekki á bug að hann bjóði sig fram sem forseta að nýju. „Ég tel að það eigi ekki að blanda slíku inn í þessa atburðarrás. En það ætti að vera öllum hvaða sess forsetaembættið hefur sem öryggisventill.“
Panama-skjölin Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira