Óli Tynes látinn 27. október 2011 18:30 Óli Tynes fréttamaður er látinn, 66 ára að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í morgun eftir baráttu við krabbamein, sem hann greindist með fyrir tíu mánuðum. Óli lætur eftir sig eiginkonu, tvo syni, fimm barnabörn og eitt langafabarn. Óli Tynes Jónsson, eins og hann var skírður, fæddist á Þorláksmessu 23. desember lýðveldisárið 1944. Foreldrar hans voru hjónin Jón Sigtryggsson, læknir og tannlæknir, stofnandi og fyrsti prófessor og deildarforseti Tannlæknadeildar Háskóla Íslands, og Jórunn (Lóa) Tynes. Systkini Óla eru: Jón Örn, fæddur 1938, maki Guðrún Sigurlína Mjöll Guðbergsdóttir, þau eru búsett í Kanada. Ingvi Hrafn, fæddur 1942, maki Ragnheiður Sara Hafsteinsdóttir. Sigtryggur, fæddur 1947, maki Guðlaug Helga Konráðsdóttir, og Margrét, fædd 1955. Eftirlifandi eiginkona Óla er Vilborg Halldórsdóttir. Fyrri kona Óla var Sigurdís Eggertsdóttir Laxdal, sonur þeirra er Jón Gunnar, fæddur 1965, hann á þrjár dætur og eitt barnabarn. Sonur Óla og Guðnýjar Jónsdóttur er Jón Þór, fæddur 1974, og hann á tvö börn. Óli Tynes var sá starfsmaður fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis sem átti að baki lengstan starfsferil í blaðamennsku. Hann byrjaði á dagblaðinu Vísi fyrir 49 árum. Hann vakti landsathygli þegar þorskastríðsátök stóðu sem hæst 1976 með fréttum sem hann skrifaði um borð í varðskipum en einnig breskum freigátum þegar þær sigldu á íslensk varðskip. Hann vann einnig á Morgunblaðinu, Helgarpóstinum, Frjálsri verslun og fleiri tímaritum. Hann var um tíma í ferðaþjónustu, bæði hjá Arnarflugi og sem fararstjóri erlendis. Síðustu 20 ár starfaði hann lengst af á Stöð 2, Bylgjunni og fréttavefnum Vísi, einkum í erlendum fréttum. Það var eitt helsta einkennismerki hans að gæða fréttir kímni og glettni. Á dagblaðinu Vísi var hann upphafsmaður Sandkorns og það var hann sem byrjaði með Hafnarfjarðarbrandarana. Óli tók virkan þátt í félagsstörfum. Hann var meðal annars formaður froskmannafélagsins Syndasela, formaður Íslensk Ísraelska félagsins, formaður Starfsmannafélags Arnarflugs og sat í stjórn Sólheima. Hann lagði stund á júdó, skotfimi og bogfimi og var mikill göngugarpur. Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Óli Tynes fréttamaður er látinn, 66 ára að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í morgun eftir baráttu við krabbamein, sem hann greindist með fyrir tíu mánuðum. Óli lætur eftir sig eiginkonu, tvo syni, fimm barnabörn og eitt langafabarn. Óli Tynes Jónsson, eins og hann var skírður, fæddist á Þorláksmessu 23. desember lýðveldisárið 1944. Foreldrar hans voru hjónin Jón Sigtryggsson, læknir og tannlæknir, stofnandi og fyrsti prófessor og deildarforseti Tannlæknadeildar Háskóla Íslands, og Jórunn (Lóa) Tynes. Systkini Óla eru: Jón Örn, fæddur 1938, maki Guðrún Sigurlína Mjöll Guðbergsdóttir, þau eru búsett í Kanada. Ingvi Hrafn, fæddur 1942, maki Ragnheiður Sara Hafsteinsdóttir. Sigtryggur, fæddur 1947, maki Guðlaug Helga Konráðsdóttir, og Margrét, fædd 1955. Eftirlifandi eiginkona Óla er Vilborg Halldórsdóttir. Fyrri kona Óla var Sigurdís Eggertsdóttir Laxdal, sonur þeirra er Jón Gunnar, fæddur 1965, hann á þrjár dætur og eitt barnabarn. Sonur Óla og Guðnýjar Jónsdóttur er Jón Þór, fæddur 1974, og hann á tvö börn. Óli Tynes var sá starfsmaður fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis sem átti að baki lengstan starfsferil í blaðamennsku. Hann byrjaði á dagblaðinu Vísi fyrir 49 árum. Hann vakti landsathygli þegar þorskastríðsátök stóðu sem hæst 1976 með fréttum sem hann skrifaði um borð í varðskipum en einnig breskum freigátum þegar þær sigldu á íslensk varðskip. Hann vann einnig á Morgunblaðinu, Helgarpóstinum, Frjálsri verslun og fleiri tímaritum. Hann var um tíma í ferðaþjónustu, bæði hjá Arnarflugi og sem fararstjóri erlendis. Síðustu 20 ár starfaði hann lengst af á Stöð 2, Bylgjunni og fréttavefnum Vísi, einkum í erlendum fréttum. Það var eitt helsta einkennismerki hans að gæða fréttir kímni og glettni. Á dagblaðinu Vísi var hann upphafsmaður Sandkorns og það var hann sem byrjaði með Hafnarfjarðarbrandarana. Óli tók virkan þátt í félagsstörfum. Hann var meðal annars formaður froskmannafélagsins Syndasela, formaður Íslensk Ísraelska félagsins, formaður Starfsmannafélags Arnarflugs og sat í stjórn Sólheima. Hann lagði stund á júdó, skotfimi og bogfimi og var mikill göngugarpur.
Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira