Ólíkar fylkingar mættust á Austurvelli í dag Birta Svavarsdóttir skrifar 15. ágúst 2016 21:05 Ólíkar fylkingar mættust á Austurvelli í dag, en fulltrúar Íslensku þjóðfylkingarinnar voru þar saman komin til að mótmæla nýjum útlendingalögum. Hópur fólks hélt annan mótmælafund til höfuðs Íslensku þjóðfylkingunni til að styðja við málefni hælisleitenda og flóttamanna. Talið er að um 100 manns hafi verið á Austurvelli í dag þegar mest var. Þrátt fyrir að mótmælin hafi farið friðsamlega fram var hiti í fólki og nokkuð um rifrildi milli hópanna tveggja.Stuðningsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar eru ekki sáttir við ný útlendingalög.Vísir/Stefán„Þetta hefur gengið mjög vel,“ segir Gunnlaugur Ingvarsson, sem mættur var á Austurvöll í dag til að mótmæla nýjum útlendingalögum. „Hér eftir áramótin mun hellast yfir okkur fjöldinn allur af flóttafólki sem við verðum skylduð til að veita alþjóðlega vernd ... Þetta þing sem hér situr segist ekki hafa tíma til að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja en þeir höfðu tíma til að lauma þessum útlendingalögum hér í gegn um þingið, algjörlega í óþökk þjóðarinnar, þori ég að fullyrða.“ Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, var einnig á staðnum. „Ég er að sýna stuðning við mannréttindabaráttu fólks, við mannréttindi flóttafólks, við að vilja taka vel á móti fólki og bara við mannréttindi í heild sinni. Ég tel þetta vera mannréttindamál.“ sagði Salmann í samtali við Stöð 2.Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi.Fréttablaðið/Anton BrinkHann segist ekki vera sammála Íslensku þjóðfylkingunni um að nýju útlendingalögin séu ekki að gera góða hluti. Hann telur þau vera sanngjörn, en að það sé sjálfsagt að ræða lögin og hvernig megi betrumbæta þau. „En fyrst og fremst á okkar sjónarmið að vera fyrir mannúðarmálum og hvernig á að taka á móti þessu fólki sem þarf á hjálp okkar að halda.“ „Ég er að gera mitt besta til að nýta mér tjáningarrétt minn og mótmæla mótmælum,“ segir Sindri Viborg. „Við náðum góðu hópknúsi í kring um hópinn, þetta var ánægjulegt.“Frá mótmælunum í dag.Vísir/StefánAðspurður um Íslensku þjóðfylkinguna sem stjórnmálahreyfingu segir Sindri, "Mér finnst sú fylking vera ansi öfgakennt hægra megin, alveg yfir í xenófóbískar aðgerðir. Það er mjög skuggaleg þróun að slíkt afl skuli vera komið í gang" Frétt Stöðvar 2 má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Mótmæli og samstaða á Austurvelli klukkan 15: Ekki boðlegt að mótmæla gegn fólki Boðað hefur verið til samstöðufundar með flóttafólki og hælisleitendum klukkan 15 í dag. Á sama tíma hyggst Íslenska Þjóðfylkingin mótmæla nýjum útlendingalögum. 15. ágúst 2016 11:14 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira
Ólíkar fylkingar mættust á Austurvelli í dag, en fulltrúar Íslensku þjóðfylkingarinnar voru þar saman komin til að mótmæla nýjum útlendingalögum. Hópur fólks hélt annan mótmælafund til höfuðs Íslensku þjóðfylkingunni til að styðja við málefni hælisleitenda og flóttamanna. Talið er að um 100 manns hafi verið á Austurvelli í dag þegar mest var. Þrátt fyrir að mótmælin hafi farið friðsamlega fram var hiti í fólki og nokkuð um rifrildi milli hópanna tveggja.Stuðningsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar eru ekki sáttir við ný útlendingalög.Vísir/Stefán„Þetta hefur gengið mjög vel,“ segir Gunnlaugur Ingvarsson, sem mættur var á Austurvöll í dag til að mótmæla nýjum útlendingalögum. „Hér eftir áramótin mun hellast yfir okkur fjöldinn allur af flóttafólki sem við verðum skylduð til að veita alþjóðlega vernd ... Þetta þing sem hér situr segist ekki hafa tíma til að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja en þeir höfðu tíma til að lauma þessum útlendingalögum hér í gegn um þingið, algjörlega í óþökk þjóðarinnar, þori ég að fullyrða.“ Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, var einnig á staðnum. „Ég er að sýna stuðning við mannréttindabaráttu fólks, við mannréttindi flóttafólks, við að vilja taka vel á móti fólki og bara við mannréttindi í heild sinni. Ég tel þetta vera mannréttindamál.“ sagði Salmann í samtali við Stöð 2.Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi.Fréttablaðið/Anton BrinkHann segist ekki vera sammála Íslensku þjóðfylkingunni um að nýju útlendingalögin séu ekki að gera góða hluti. Hann telur þau vera sanngjörn, en að það sé sjálfsagt að ræða lögin og hvernig megi betrumbæta þau. „En fyrst og fremst á okkar sjónarmið að vera fyrir mannúðarmálum og hvernig á að taka á móti þessu fólki sem þarf á hjálp okkar að halda.“ „Ég er að gera mitt besta til að nýta mér tjáningarrétt minn og mótmæla mótmælum,“ segir Sindri Viborg. „Við náðum góðu hópknúsi í kring um hópinn, þetta var ánægjulegt.“Frá mótmælunum í dag.Vísir/StefánAðspurður um Íslensku þjóðfylkinguna sem stjórnmálahreyfingu segir Sindri, "Mér finnst sú fylking vera ansi öfgakennt hægra megin, alveg yfir í xenófóbískar aðgerðir. Það er mjög skuggaleg þróun að slíkt afl skuli vera komið í gang" Frétt Stöðvar 2 má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Mótmæli og samstaða á Austurvelli klukkan 15: Ekki boðlegt að mótmæla gegn fólki Boðað hefur verið til samstöðufundar með flóttafólki og hælisleitendum klukkan 15 í dag. Á sama tíma hyggst Íslenska Þjóðfylkingin mótmæla nýjum útlendingalögum. 15. ágúst 2016 11:14 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira
Mótmæli og samstaða á Austurvelli klukkan 15: Ekki boðlegt að mótmæla gegn fólki Boðað hefur verið til samstöðufundar með flóttafólki og hælisleitendum klukkan 15 í dag. Á sama tíma hyggst Íslenska Þjóðfylkingin mótmæla nýjum útlendingalögum. 15. ágúst 2016 11:14