Innlent

Ólíklegt að Bretar og Hollendingar fáist til að semja á ný

Lárus Blöndal.
Lárus Blöndal.
Lárus Blöndal, hæstaréttarlögmaður sem átti sæti í síðustu samninganefnd Íslands í Icesave málinu, telur ólíklegt að Bretar og Hollendingar vilji semja á ný um málið áður en það fer fyrir EFTA dómstólinn.

„Ég tel að það sé ólíklegt að við setjum aftur við samningaborðið áður en niðurstaða fæst frá EFTA dómstólnum. Ég held að Bretar og Hollendingar telji að það sé fullreynt," segir Lárus.

Lárus telur ólíklegt að Bretar og Hollendingar muni höfða skaðabótamál gegn íslenska ríkinu ef málið tapast. "Ef að við töpum málinu þá teljumst við hafa brotið gegn EES samningnum og það þýðir auðvitað að sá samningur er í uppnámi þangað til að eitthvað hefur verið gert til að leiðrétta það. Bretar og Hollendingar munu þá væntanlega beita pólitískum þrýstingi til að knýja fram efndir en ég tel hins vegar ólíklegt að þeir muni höfða skaðabótamál fyrir íslenskum dómstólum, „segir Lárus, en nánar verður rætt við hann í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×