Ólíklegt að gerðar verði róttækar breytingar á fjárlögum Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 4. desember 2016 13:14 Þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi fjármálaráðherra efast um að Alþingi hafi tíma til að gera róttækar breytingar á fjárlagafrumvarpi næsta árs sem kynnt verður í næstu viku. Hins vegar sé ljóst að fjármagna þurfi mörg verkefni, meðal annars samgönguáætlun og lög um almannatryggingar. Alþingi kemur saman í fyrsta sinn eftir alþingiskosningarnar á þriðjudag. Venju samkvæmt tekur sá við starfi forseta Alþingis sem hefur lengsta þingsetu að baki en það mun vera Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna. Ekki liggur fyrir hvort hann muni sinna því embætti áfram en formenn stjórnmálaflokkanna koma saman til fundar á morgun þar sem reynt verður að ná samkomulagi um fyrirkomulag þingstarfa. Steingrímur segir það leggjast vel í sig að mæta til þings eftir kosningar þó ekki sé búið að mynda ríkisstjórn. „Það verður í raun áhugavert og gaman að sjá hvort að þingið rísi ekki bara vel undir því verkefni og þeirri ábyrgð. Hún er óvenjulega skýr, þegar ekki er um að ræða einhvern tiltekinn meirihluta heldur er það bara þingið allt sem þarf þá að leysa úr málum,“ segir Steingrímur. Ólíklegt en ekki útilokað Stærsta spurning snýr auðvitað að fjárlögum sem þarf að klára á tiltölulega stuttum tíma. Þau eru tilbúin og miða við ríkisfjármálaáætlun starfandi ríkisstjórnar. Steingrímur telur að minni líkur en meiri séu á því að vilji sé til að gera róttækar breytingar á fyrirliggjandi fjárlögum. „Bæði tímans vegna og vegna þess að menn vita ekki nákvæmlega hvaða flokkar munu standa að baki ríkisstjórn. Ef að þingið verður sammála um að gera breytingar og það tekst í góðu samstarfi að vinna þær inn í fjárlögin þá er ekkert sem útilokar það,“ segir Steingrímur. Hins vegar þurfi að taka afstöðu til þess hvort ekki eigi að fjármagna að fullu þær ákvarðanir se Alþingi hafði þegar tekið eftir að ríkisfjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar var afgreidd. „Ætla menn að tryggja það að í fjárlögum ársins 2017 verði fjárheimildir þannig að hægt sé að standa að fullu við ný lög um almannatryggingar, samgönguáætlun og svo framvegis. Þetta hlýtur að verða eitt af því sem menn skoða,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi fjármálaráðherra efast um að Alþingi hafi tíma til að gera róttækar breytingar á fjárlagafrumvarpi næsta árs sem kynnt verður í næstu viku. Hins vegar sé ljóst að fjármagna þurfi mörg verkefni, meðal annars samgönguáætlun og lög um almannatryggingar. Alþingi kemur saman í fyrsta sinn eftir alþingiskosningarnar á þriðjudag. Venju samkvæmt tekur sá við starfi forseta Alþingis sem hefur lengsta þingsetu að baki en það mun vera Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna. Ekki liggur fyrir hvort hann muni sinna því embætti áfram en formenn stjórnmálaflokkanna koma saman til fundar á morgun þar sem reynt verður að ná samkomulagi um fyrirkomulag þingstarfa. Steingrímur segir það leggjast vel í sig að mæta til þings eftir kosningar þó ekki sé búið að mynda ríkisstjórn. „Það verður í raun áhugavert og gaman að sjá hvort að þingið rísi ekki bara vel undir því verkefni og þeirri ábyrgð. Hún er óvenjulega skýr, þegar ekki er um að ræða einhvern tiltekinn meirihluta heldur er það bara þingið allt sem þarf þá að leysa úr málum,“ segir Steingrímur. Ólíklegt en ekki útilokað Stærsta spurning snýr auðvitað að fjárlögum sem þarf að klára á tiltölulega stuttum tíma. Þau eru tilbúin og miða við ríkisfjármálaáætlun starfandi ríkisstjórnar. Steingrímur telur að minni líkur en meiri séu á því að vilji sé til að gera róttækar breytingar á fyrirliggjandi fjárlögum. „Bæði tímans vegna og vegna þess að menn vita ekki nákvæmlega hvaða flokkar munu standa að baki ríkisstjórn. Ef að þingið verður sammála um að gera breytingar og það tekst í góðu samstarfi að vinna þær inn í fjárlögin þá er ekkert sem útilokar það,“ segir Steingrímur. Hins vegar þurfi að taka afstöðu til þess hvort ekki eigi að fjármagna að fullu þær ákvarðanir se Alþingi hafði þegar tekið eftir að ríkisfjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar var afgreidd. „Ætla menn að tryggja það að í fjárlögum ársins 2017 verði fjárheimildir þannig að hægt sé að standa að fullu við ný lög um almannatryggingar, samgönguáætlun og svo framvegis. Þetta hlýtur að verða eitt af því sem menn skoða,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira