Olíufélög hunsa útboð á eldsneyti Svavar Hávarðsson skrifar 7. janúar 2016 06:00 Olís tók ekki þátt í útboðum fyrir sölu á 27.500 tonnum af eldsneyti – en kýs að þjónusta sína viðskiptavini án milliliða. vísir/vilhelm Tvö af þremur stóru olíufélögunum á Íslandi, N1 og Olís, skiluðu ekki inn tilboði til að tryggja sér viðskipti á sjö milljónum lítra af eldsneyti til á þriðja hundrað smábátasjómanna. Skeljungur tryggði sér samninginn í lok árs 2015 en auk þess tók Atlantsolía þátt í útboðinu. Í október var sama uppi á teningnum í útboði á um 23 milljónum lítra af eldsneyti. Samanlagt er um 18% af allri eldsneytissölu til útgerðarinnar að ræða á ársgrundvelli.Yfir 200 sjómenn vilja kaupa Útboðið var runnið undan rifjum Landssambands smábátaeigenda (LS), en samningur LS, Skeljungs hf. og Sjávarkaupa hf., sem annaðist útboðið, var undirritaður skömmu fyrir áramót og tók gildi í ársbyrjun. Samningurinn gildir til 31. desember 2017, með möguleika á endurskoðun á samningstímanum og framlengingu. Auk afsláttar á olíu á báta þessara rúmlega 200 smábátaeigenda tekur samningurinn einnig til einkaneyslu hópsins. Fram kemur á heimasíðu LS að samningurinn átti sér töluverðan aðdraganda þar sem LS hefur um nokkurt skeið vaktað olíuverð hjá olíufélögunum þremur, Skeljungi, N1 og Olís. Í haust var ákveðið að reyna að knýja fram lægra innkaupsverð með útboði. LS leitaði í því skyni til Sjávarkaupa hf., sem sérhæfir sig í útboðum, innkaupum, innflutningi og eftirfylgni útboða.Örn Pálsson framkvæmdastjóri LS, segist ekki skilja af hverju N1 og Olís sáu sér ekki hag í því að taka þátt í útboðinu þar sem stór hluti félagsmanna LS hafði þegar ákveðið að beina sínum viðskiptum til félags sem tryggði sér viðskiptin.Samkeppni? Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, segist ekki skilja af hverju N1 og Olís sáu sér ekki hag í því að taka þátt í útboðinu þar sem stór hluti félagsmanna LS hafði þegar ákveðið að beina sínum viðskiptum til félags sem tryggði sér viðskiptin. Skráðir félagar í LS séu um 950, sem stunda mismikla útgerð, og fjölmargir muni vísast bætast við þá rúmlega 200 sem útboðið náði til í upphafi. „En þetta er gríðarlegt magn og í ljósi þess olli það mér miklum vonbrigðum að félögin tóku ekki öll þátt í útboðinu, í raun er ég furðu lostinn yfir þessu háttalagi. Satt best að segja kem ég ekki auga á þau rök sem ættu að liggja því til grundvallar að sitja meðvitað svona viðskipti af sér,“ segir Örn og bætir við: „Maður hlýtur að horfa til samkeppnissjónarmiða. Þessir aðilar allir eiga að vera í mikilli samkeppni sín á milli og á þeim forsendum var reiknað með að félögin tækju öll þátt í útboðinu. Það má spyrja sig hvernig þessi tvö félög, N1 og Olís, skilgreina þetta hugtak, samkeppni.“ Tveir samningar – sama niðurstaða Skeljungur og Sjávarkaup skrifuðu undir samning í lok október fyrir hönd nokkurs fjölda sjávarútvegsfyrirtækja um kaup á að minnsta kosti 25 milljónum lítra af eldsneyti, en um var að ræða eitt stærsta útboð á eldsneyti sem farið hefur fram hér á landi. Niðurstaðan var sú sama; Skeljungur tryggði sér viðskiptin. Olís tók ekki þátt, en Fréttablaðið hefur ekki upplýsingar um aðkomu N1, en félagið varð ekki við óskum um upplýsingar. Samúel Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sjávarkaupa, furðar sig eins og Örn á því að félögin tóku ekki öll þátt í útboðinu, sérstaklega í ljósi þess um hversu stóran hóp viðskiptamanna ræðir og mikið magn af eldsneyti – en samkvæmt tölum Orkustofnunar um heildarsölu eldsneytis til skipa árið 2013 er um 27.500 af 150.000 tonnum að ræða, eða 18,3%. „Þetta kom okkur verulega á óvart þar sem um mjög áhugaverða samstarfsaðila er að ræða og möguleikar til frekara samstarfs með ákvæðum um endurnýjun samningsins,“ segir Samúel, sem gjörþekkir eldsneytismarkaðinn eftir störf hjá Olís frá 1992 til 2014. Spurður um hugsanlegar ástæður þess að Olís og N1 kjósa að sitja meðvitað af sér viðskipti með allstóra hlutdeild af eldsneytismarkaði sjávarútvegsins segir Samúel erfitt að koma auga á það í fljótu bragði. „Hins vegar gæti það markast af því að Sjávarkaup vinnur að því að safna saman litlum og millistórum fyrirtækjum sem hafa notið lakari kjara á markaði, til að mynda kaupstyrk á kaupendahliðinni og ná þannig fram verðlækkun í krafti samstöðu, en félagið hefur framkvæmt tvö útboð á eldsneytismarkaði með góðum árangri,“ segir Samúel.Okkar lifibrauð Eins og svar hér fyrir neðan sýnir tók Olís ekki þátt í útboðinu þar sem félagið taldi að útboðsskilmálar væru með öllu óaðgengilegir. Skeljungur, sem tryggði sér öll viðskiptin í þessum tveimur útboðum, er því ósammála, eins og undirskrifaðir samningar auðvitað sanna. Sigurður Orri Jónsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Skeljungs, segist lítið geta sagt um samningana tvo með tilliti til þess að öll olíufélögin tóku ekki þátt í útboðinu. Hver og einn svari til um það fyrir sig. „Það er einfaldlega yfirlýst stefna hjá okkur að bjóða í það sem býðst, og fellur að okkar getu til að veita þjónustuna. Það er okkar lifibrauð að selja eldsneyti á farartæki og við fögnum viðskiptunum, enda er markaðurinn með þessa vöru að minnka,“ segir Sigurður.Vilja ekki greiða millilið í viðskiptum við sjómenn Kristján Már Atlason, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Olís, segir að félagið hafi ekki séð sér fært að taka þátt í útboði vegna eldsneytiskaupa LS, og fyrir því hafi legið nokkrar ástæður. Útboðsskilmálar voru ekki aðgengilegir að mati Olís vegna þeirra ákvæða sem tilgreind voru í útboðsgögnum og þeirra upplýsinga úr rekstri sem farið var fram á að Olís legði fram, svo sem um innkaupsverð, dreifingarkostnað og fleira sem fyrirtækið er ekki tilbúið að leggja fram. Í gögnunum hafi komið fram að greiða hefði þurft Sjávarkaupum verulegar fjárhæðir fyrir litla aðkomu að samningnum. „Það er því okkar mat eftir að hafa lesið yfir útboðsgögnin að við séum ekki tilbúnir að greiða millilið í Reykjavík þóknun allan samningstímann fyrir viðskipti okkar við smábátasjómenn víðsvegar um land. Olís telur mikilvægt að bjóða smábátasjómönnum bestu kjör milliliðalaust og tryggja þannig að allur afsláttur sem gefinn er gangi beint til smábátasjómanna, þar með talið sá hluti sem annars færi til milliliðs,“ segir Kristján. Hann bætir við að tæknileg atriði í samningnum hafi auk þess verið óaðgengileg; verð hafi átt að fylgja heimsmarkaðsverði án þess að upphafspunktur þess verðs hafi verið tiltekinn. „Samkvæmt okkar upplýsingum þá gátu smábátasjómenn jafnframt ekki fengið að sjá mánaðarleg samningsverð nema að skuldbinda sig sem aðila að samningi áður. Það er okkar mat að það séu ekki eðlilegir viðskiptahættir,“ segir Kristján og bætir við að Olís hafi þjónað smábátasjómönnum áratugum saman; félagið hafi sérhæfða sölumenn og útibú um allt land til að veita smábátasjómönnum persónulega og góða þjónustu. Kristján staðfestir jafnframt að Olís hafi ekki tekið þátt í fyrra útboði Sjávarkaupa með eldsneyti til sjávarútvegsfyrirtækja í október. Ástæðurnar hafi verið að flestu leyti þær sömu og í LS-útboðinu, og þá helst að hann telji með öllu óeðlilegt að greiða háar fjárhæðir til ráðgjafarfyrirtækis sem milliliðs fyrir takmarkað vinnuframlag. Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Tvö af þremur stóru olíufélögunum á Íslandi, N1 og Olís, skiluðu ekki inn tilboði til að tryggja sér viðskipti á sjö milljónum lítra af eldsneyti til á þriðja hundrað smábátasjómanna. Skeljungur tryggði sér samninginn í lok árs 2015 en auk þess tók Atlantsolía þátt í útboðinu. Í október var sama uppi á teningnum í útboði á um 23 milljónum lítra af eldsneyti. Samanlagt er um 18% af allri eldsneytissölu til útgerðarinnar að ræða á ársgrundvelli.Yfir 200 sjómenn vilja kaupa Útboðið var runnið undan rifjum Landssambands smábátaeigenda (LS), en samningur LS, Skeljungs hf. og Sjávarkaupa hf., sem annaðist útboðið, var undirritaður skömmu fyrir áramót og tók gildi í ársbyrjun. Samningurinn gildir til 31. desember 2017, með möguleika á endurskoðun á samningstímanum og framlengingu. Auk afsláttar á olíu á báta þessara rúmlega 200 smábátaeigenda tekur samningurinn einnig til einkaneyslu hópsins. Fram kemur á heimasíðu LS að samningurinn átti sér töluverðan aðdraganda þar sem LS hefur um nokkurt skeið vaktað olíuverð hjá olíufélögunum þremur, Skeljungi, N1 og Olís. Í haust var ákveðið að reyna að knýja fram lægra innkaupsverð með útboði. LS leitaði í því skyni til Sjávarkaupa hf., sem sérhæfir sig í útboðum, innkaupum, innflutningi og eftirfylgni útboða.Örn Pálsson framkvæmdastjóri LS, segist ekki skilja af hverju N1 og Olís sáu sér ekki hag í því að taka þátt í útboðinu þar sem stór hluti félagsmanna LS hafði þegar ákveðið að beina sínum viðskiptum til félags sem tryggði sér viðskiptin.Samkeppni? Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, segist ekki skilja af hverju N1 og Olís sáu sér ekki hag í því að taka þátt í útboðinu þar sem stór hluti félagsmanna LS hafði þegar ákveðið að beina sínum viðskiptum til félags sem tryggði sér viðskiptin. Skráðir félagar í LS séu um 950, sem stunda mismikla útgerð, og fjölmargir muni vísast bætast við þá rúmlega 200 sem útboðið náði til í upphafi. „En þetta er gríðarlegt magn og í ljósi þess olli það mér miklum vonbrigðum að félögin tóku ekki öll þátt í útboðinu, í raun er ég furðu lostinn yfir þessu háttalagi. Satt best að segja kem ég ekki auga á þau rök sem ættu að liggja því til grundvallar að sitja meðvitað svona viðskipti af sér,“ segir Örn og bætir við: „Maður hlýtur að horfa til samkeppnissjónarmiða. Þessir aðilar allir eiga að vera í mikilli samkeppni sín á milli og á þeim forsendum var reiknað með að félögin tækju öll þátt í útboðinu. Það má spyrja sig hvernig þessi tvö félög, N1 og Olís, skilgreina þetta hugtak, samkeppni.“ Tveir samningar – sama niðurstaða Skeljungur og Sjávarkaup skrifuðu undir samning í lok október fyrir hönd nokkurs fjölda sjávarútvegsfyrirtækja um kaup á að minnsta kosti 25 milljónum lítra af eldsneyti, en um var að ræða eitt stærsta útboð á eldsneyti sem farið hefur fram hér á landi. Niðurstaðan var sú sama; Skeljungur tryggði sér viðskiptin. Olís tók ekki þátt, en Fréttablaðið hefur ekki upplýsingar um aðkomu N1, en félagið varð ekki við óskum um upplýsingar. Samúel Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sjávarkaupa, furðar sig eins og Örn á því að félögin tóku ekki öll þátt í útboðinu, sérstaklega í ljósi þess um hversu stóran hóp viðskiptamanna ræðir og mikið magn af eldsneyti – en samkvæmt tölum Orkustofnunar um heildarsölu eldsneytis til skipa árið 2013 er um 27.500 af 150.000 tonnum að ræða, eða 18,3%. „Þetta kom okkur verulega á óvart þar sem um mjög áhugaverða samstarfsaðila er að ræða og möguleikar til frekara samstarfs með ákvæðum um endurnýjun samningsins,“ segir Samúel, sem gjörþekkir eldsneytismarkaðinn eftir störf hjá Olís frá 1992 til 2014. Spurður um hugsanlegar ástæður þess að Olís og N1 kjósa að sitja meðvitað af sér viðskipti með allstóra hlutdeild af eldsneytismarkaði sjávarútvegsins segir Samúel erfitt að koma auga á það í fljótu bragði. „Hins vegar gæti það markast af því að Sjávarkaup vinnur að því að safna saman litlum og millistórum fyrirtækjum sem hafa notið lakari kjara á markaði, til að mynda kaupstyrk á kaupendahliðinni og ná þannig fram verðlækkun í krafti samstöðu, en félagið hefur framkvæmt tvö útboð á eldsneytismarkaði með góðum árangri,“ segir Samúel.Okkar lifibrauð Eins og svar hér fyrir neðan sýnir tók Olís ekki þátt í útboðinu þar sem félagið taldi að útboðsskilmálar væru með öllu óaðgengilegir. Skeljungur, sem tryggði sér öll viðskiptin í þessum tveimur útboðum, er því ósammála, eins og undirskrifaðir samningar auðvitað sanna. Sigurður Orri Jónsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Skeljungs, segist lítið geta sagt um samningana tvo með tilliti til þess að öll olíufélögin tóku ekki þátt í útboðinu. Hver og einn svari til um það fyrir sig. „Það er einfaldlega yfirlýst stefna hjá okkur að bjóða í það sem býðst, og fellur að okkar getu til að veita þjónustuna. Það er okkar lifibrauð að selja eldsneyti á farartæki og við fögnum viðskiptunum, enda er markaðurinn með þessa vöru að minnka,“ segir Sigurður.Vilja ekki greiða millilið í viðskiptum við sjómenn Kristján Már Atlason, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Olís, segir að félagið hafi ekki séð sér fært að taka þátt í útboði vegna eldsneytiskaupa LS, og fyrir því hafi legið nokkrar ástæður. Útboðsskilmálar voru ekki aðgengilegir að mati Olís vegna þeirra ákvæða sem tilgreind voru í útboðsgögnum og þeirra upplýsinga úr rekstri sem farið var fram á að Olís legði fram, svo sem um innkaupsverð, dreifingarkostnað og fleira sem fyrirtækið er ekki tilbúið að leggja fram. Í gögnunum hafi komið fram að greiða hefði þurft Sjávarkaupum verulegar fjárhæðir fyrir litla aðkomu að samningnum. „Það er því okkar mat eftir að hafa lesið yfir útboðsgögnin að við séum ekki tilbúnir að greiða millilið í Reykjavík þóknun allan samningstímann fyrir viðskipti okkar við smábátasjómenn víðsvegar um land. Olís telur mikilvægt að bjóða smábátasjómönnum bestu kjör milliliðalaust og tryggja þannig að allur afsláttur sem gefinn er gangi beint til smábátasjómanna, þar með talið sá hluti sem annars færi til milliliðs,“ segir Kristján. Hann bætir við að tæknileg atriði í samningnum hafi auk þess verið óaðgengileg; verð hafi átt að fylgja heimsmarkaðsverði án þess að upphafspunktur þess verðs hafi verið tiltekinn. „Samkvæmt okkar upplýsingum þá gátu smábátasjómenn jafnframt ekki fengið að sjá mánaðarleg samningsverð nema að skuldbinda sig sem aðila að samningi áður. Það er okkar mat að það séu ekki eðlilegir viðskiptahættir,“ segir Kristján og bætir við að Olís hafi þjónað smábátasjómönnum áratugum saman; félagið hafi sérhæfða sölumenn og útibú um allt land til að veita smábátasjómönnum persónulega og góða þjónustu. Kristján staðfestir jafnframt að Olís hafi ekki tekið þátt í fyrra útboði Sjávarkaupa með eldsneyti til sjávarútvegsfyrirtækja í október. Ástæðurnar hafi verið að flestu leyti þær sömu og í LS-útboðinu, og þá helst að hann telji með öllu óeðlilegt að greiða háar fjárhæðir til ráðgjafarfyrirtækis sem milliliðs fyrir takmarkað vinnuframlag.
Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira