Innlent

Óljóst hvenær Björk byrjar að syngja á ný

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hnúður er á raddböndum söngkonunnar Bjarkar.
Hnúður er á raddböndum söngkonunnar Bjarkar.
Alveg óljóst er hvenær Björk Guðmundsdóttir mun geta sungið opinberlega að nýju, segir Guðmundur Gunnarsson faðir hennar. Björk hefur verið í hvíld frá tónleikahaldi að undanförnu að læknisráði en læknar fundu hnúð á raddböndum hennar.

Á vefsíðunni efestivals.co.uk er fullyrt að Björk hafi aflýst öllum tónleikum sínum fram eftir sumri, meðal annars á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku og stórum hátíðum á Spáni og í Portúgal. Guðmundur segist ekki geta staðfest þetta.

„Ég var í sambandi við hana í gær og þá var ekki alveg ljóst hversu lengi það ætti að vera," segir Guðmundur og bætti því við að hann teldi að enginn vissi hversu lengi þetta ástand myndi vara.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×