Öll í sama liðinu? Örlygur Benediktsson skrifar 16. desember 2016 15:45 Þegar þetta er ritað eru 410 dagar – hálfur fjórtándi mánuður – síðan kjarasamningur Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) og Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) rann út. Í aðdraganda verkfalls haustið 2014 höfðu FT-félagar verið samningslausir í um sjö mánuði. Samtals gerir þetta hátt í 21 mánuð af 36, án kjarasamnings – næstum tvö ár af þremur! Allan þann tíma hefur krafa FT í viðræðum við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) verið hógvær – að njóta jafnra launakjara, fyrir sambærilegt vinnuframlag og menntun, á við kennara sem starfa innan vébanda Kennarasambands Íslands (KÍ) við aðrar skólagerðir. Fram til þessa hefur FT ekki séð örla á minnsta vilja viðsemjandans í þá átt, heldur virðist þvert á móti kappkostað að festa varanlega í sessi ómálefnalegan launamun. Helstu ráðamenn hafa opinberlega viðurkennt réttmæti kröfugerðarinnar – m.a. sagði borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, í ávarpi á opnum samræðufundi í Hörpu, kvöldið áður en boðað verkfall hófst: „Ég ætla bara að taka fram aðmér finnst sú krafa mjög sanngjörn – mér finnst hún mjög eðlileg (21. okt. 2014). Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, lét svo um mælt í sjónvarpsfréttum nokkru síðar: „Ég sá t.d. að tónlistarskólakennarar voru mjög áberandi hérna úti [meðal mótmælenda á Austurvelli] ...ég skil afstöðu þeirra mjög vel– að vilja fylgja öðrum kennurum í launaþróun“ (3. nóv. 2014). Kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum víðsvegar um landið hafa tekið í sama streng á samræðufundum með kennurum og trúnaðarmönnum FT núna undanfarnar vikur, þar sem kynnt hafa verið sjónarmið félagsmanna og helstu málavextir í stöðunni sem við blasir. Jafnframt hafa viðbrögð sveitarstjórnarfólks við samningsleysinu einkennst af nokkurri undrun, enda virðist býsna útbreiddur misskilningur að samningurinn í kjölfar verkfallsins hafi skilað viðunandi kjarabótum til lengri tíma litið , en í raun var um að ræða varnarsamning, sem dugði hvorki til að uppfylla eldri kröfu FT um leiðréttingu skekktrar samningsstöðu frá 2008, né kröfuna um jafnrétti í launasetningu . Vandi sveitarstjórnanna felst í því að skv. samningsumboði SNS er litið svo á að sveitarfélögin hvorki eigi né megi íhlutast um kjaramál. Þetta fyrirkomulag hefur ýmsa kosti, en virkar meingallað undir kringumstæðum sem þessum, þar sem aflsmunar virðist nánast vísvitandi neytt gegn fámennu stéttarfélagi sem hefur lítinn slagkraft til þvingunaraðgerða. Ennfremur hefur verið bent á að hagsmunir Reykjavíkurborgar gætu vegið óeðlilega þungt í skilyrðislausri hagræðingarstefnu Sambandsins gagnvart kennslustéttunum. Sveitarstjórnarfulltrúi á landsbyggðinni tók svo til orða á einum fundinum að við værum í raun öll „í sama liðinu“, þ.e. sveitarstjórnar- og tónlistarskólafólk. Hljótum við þá ekki að spyrja á móti: Hverjir eru þá eiginlega í „hinu liðinu“? Hvaða aðilar eru það sem beita sér gegn því að gengið sé að réttmætum kröfum FT, og hvers vegna? Hvað í ósköpunum er það í raun, sem veldur þessum viljaskorti Sambandsins til að leysa málin á þeim sanngirnisgrundvelli sem FT hefur leitað eftir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar þetta er ritað eru 410 dagar – hálfur fjórtándi mánuður – síðan kjarasamningur Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) og Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) rann út. Í aðdraganda verkfalls haustið 2014 höfðu FT-félagar verið samningslausir í um sjö mánuði. Samtals gerir þetta hátt í 21 mánuð af 36, án kjarasamnings – næstum tvö ár af þremur! Allan þann tíma hefur krafa FT í viðræðum við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) verið hógvær – að njóta jafnra launakjara, fyrir sambærilegt vinnuframlag og menntun, á við kennara sem starfa innan vébanda Kennarasambands Íslands (KÍ) við aðrar skólagerðir. Fram til þessa hefur FT ekki séð örla á minnsta vilja viðsemjandans í þá átt, heldur virðist þvert á móti kappkostað að festa varanlega í sessi ómálefnalegan launamun. Helstu ráðamenn hafa opinberlega viðurkennt réttmæti kröfugerðarinnar – m.a. sagði borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, í ávarpi á opnum samræðufundi í Hörpu, kvöldið áður en boðað verkfall hófst: „Ég ætla bara að taka fram aðmér finnst sú krafa mjög sanngjörn – mér finnst hún mjög eðlileg (21. okt. 2014). Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, lét svo um mælt í sjónvarpsfréttum nokkru síðar: „Ég sá t.d. að tónlistarskólakennarar voru mjög áberandi hérna úti [meðal mótmælenda á Austurvelli] ...ég skil afstöðu þeirra mjög vel– að vilja fylgja öðrum kennurum í launaþróun“ (3. nóv. 2014). Kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum víðsvegar um landið hafa tekið í sama streng á samræðufundum með kennurum og trúnaðarmönnum FT núna undanfarnar vikur, þar sem kynnt hafa verið sjónarmið félagsmanna og helstu málavextir í stöðunni sem við blasir. Jafnframt hafa viðbrögð sveitarstjórnarfólks við samningsleysinu einkennst af nokkurri undrun, enda virðist býsna útbreiddur misskilningur að samningurinn í kjölfar verkfallsins hafi skilað viðunandi kjarabótum til lengri tíma litið , en í raun var um að ræða varnarsamning, sem dugði hvorki til að uppfylla eldri kröfu FT um leiðréttingu skekktrar samningsstöðu frá 2008, né kröfuna um jafnrétti í launasetningu . Vandi sveitarstjórnanna felst í því að skv. samningsumboði SNS er litið svo á að sveitarfélögin hvorki eigi né megi íhlutast um kjaramál. Þetta fyrirkomulag hefur ýmsa kosti, en virkar meingallað undir kringumstæðum sem þessum, þar sem aflsmunar virðist nánast vísvitandi neytt gegn fámennu stéttarfélagi sem hefur lítinn slagkraft til þvingunaraðgerða. Ennfremur hefur verið bent á að hagsmunir Reykjavíkurborgar gætu vegið óeðlilega þungt í skilyrðislausri hagræðingarstefnu Sambandsins gagnvart kennslustéttunum. Sveitarstjórnarfulltrúi á landsbyggðinni tók svo til orða á einum fundinum að við værum í raun öll „í sama liðinu“, þ.e. sveitarstjórnar- og tónlistarskólafólk. Hljótum við þá ekki að spyrja á móti: Hverjir eru þá eiginlega í „hinu liðinu“? Hvaða aðilar eru það sem beita sér gegn því að gengið sé að réttmætum kröfum FT, og hvers vegna? Hvað í ósköpunum er það í raun, sem veldur þessum viljaskorti Sambandsins til að leysa málin á þeim sanngirnisgrundvelli sem FT hefur leitað eftir?
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun