Öll leyfi komin fyrir raflínum til Bakka Kristján Már Unnarsson skrifar 11. nóvember 2016 20:00 Landsnet hefur nú fengið öll framkvæmdaleyfi vegna umdeildra háspennulína í Þingeyjarsýslum og bendir nú flest til þess að takast muni að koma rafmagni til kísilvers á Bakka í tæka tíð. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Það nötraði allt á Húsavík og nærsveitum í lok ágústmánaðar þegar úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi þann bráðabirgðaúrskurð að framkvæmdir við háspennulínur skyldu stöðvaðar vegna kæru náttúruverndarsamtakanna Landverndar. Fulltrúar allra flokka í sveitarstjórn Norðurþings sameinuðust um að lýsa þungum áhyggjum, enda væru miklir samfélagslegir og fjárhagslegir hagsmunir undir; áttatíu milljarða króna framkvæmdir við Þeistareykjavirkjun og kísilver á Bakka. En nú hafa sveitarstjórnarmenn fyrir norðan tekið gleði sína á ný. Eftir að úrskurðarnefndin hafnaði kröfum Landverndar um nýtt umhverfismat og um ógildingu nýrra framkvæmdaleyfa virtist ljóst að málið snerist um formsatriði, sem sveitarfélögin gátu lagfært með breyttri framsetningu framkvæmdaleyfa með ítarlegri rökstuðningi. Hálendið á vinnusvæðinu fyrir norðan er snjólaust. Búið er að reisa 11 möstur Kröflulínu og 8 möstur Þeistareykjalínu af 193 möstrum á allri línuleiðinni.Mynd/Landsnet.Fyrir tveimur vikum setti Landsnet framkvæmdir á fullt, og vantaði þá aðeins eitt leyfi fyrir sjö kílómetra kafla Þeistareykjalínu. Það leyfi fékkst frá Þingeyjarsveit í gær. Landsnet birti ljósmyndir frá lagningu Kröflulínu í gær en þær sýna snjólaust hálendið fyrir norðan. Einstök veðurblíða hjálpar þar til að vinna upp það vinnutap sem varð vegna framkvæmdabannsins, og þótt enn sé óútkljáð eignarnámsmál í landi Reykjahlíðar, ríkir nú bjartsýni um að áætlanir um afhendingu raforku til Bakka muni standast. Tengdar fréttir Ekki þörf á nýju umhverfismati fyrir Bakkalínur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fellst ekki á kæru Landverndar um að mat á umhverfisáhrifum háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka sé úrelt eða forsendur fyrir því brostnar. 11. október 2016 13:16 Lýsa þungum áhyggjum vegna stöðvunar línulagnar til Bakka Áttatíu milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum eru í uppnámi eftir að Landsneti var með bráðabirgðaúrskurði gert að hætta framkvæmdum við háspennulínur að kröfu Landverndar. 23. ágúst 2016 19:00 Raforkuöryggi byggða vó þyngra en umhverfisáhrif Lagning lengstu og dýrustu háspennulínu Noregs er hafin eftir margra ára átök 31. október 2016 20:30 Eignarnám heimilað vegna Kröflulínu Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur heimilað Landsneti hf. að framkvæma eignarnám vegna lagningar Kröflulína 4 og 5. 14. október 2016 16:30 Stöðva framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 Forstjóra Landsnets segir að stöðvun sem þessi hafi mikil áhrif á framkvæmdir og mögulega standi Landsnet frammi fyrir því að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna Bakka og Þeistareykjavirkjunar. 21. ágúst 2016 17:31 Þrjú möstur Kröflulínu þutu upp á fyrsta degi Aukinnar bjartsýnir gætir um að kísilver á Bakka fái raforku í tæka tíð eftir að Kröflulína fékk grænt ljós í fyrradag. 28. október 2016 19:31 Framkvæmdaleyfi Landsnets fyrir Kröflulínu fellt úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála felldi ákvörðun Skútustaðahrepps um veitingu leyfisins úr gildi. Taldi hún að ekki hafi verið gætt skipulags- og náttúruverndarlaga við undirbúning og málsmeðferð ákvörðunarinnar. 10. október 2016 20:08 Mest lesið Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Landsnet hefur nú fengið öll framkvæmdaleyfi vegna umdeildra háspennulína í Þingeyjarsýslum og bendir nú flest til þess að takast muni að koma rafmagni til kísilvers á Bakka í tæka tíð. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Það nötraði allt á Húsavík og nærsveitum í lok ágústmánaðar þegar úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi þann bráðabirgðaúrskurð að framkvæmdir við háspennulínur skyldu stöðvaðar vegna kæru náttúruverndarsamtakanna Landverndar. Fulltrúar allra flokka í sveitarstjórn Norðurþings sameinuðust um að lýsa þungum áhyggjum, enda væru miklir samfélagslegir og fjárhagslegir hagsmunir undir; áttatíu milljarða króna framkvæmdir við Þeistareykjavirkjun og kísilver á Bakka. En nú hafa sveitarstjórnarmenn fyrir norðan tekið gleði sína á ný. Eftir að úrskurðarnefndin hafnaði kröfum Landverndar um nýtt umhverfismat og um ógildingu nýrra framkvæmdaleyfa virtist ljóst að málið snerist um formsatriði, sem sveitarfélögin gátu lagfært með breyttri framsetningu framkvæmdaleyfa með ítarlegri rökstuðningi. Hálendið á vinnusvæðinu fyrir norðan er snjólaust. Búið er að reisa 11 möstur Kröflulínu og 8 möstur Þeistareykjalínu af 193 möstrum á allri línuleiðinni.Mynd/Landsnet.Fyrir tveimur vikum setti Landsnet framkvæmdir á fullt, og vantaði þá aðeins eitt leyfi fyrir sjö kílómetra kafla Þeistareykjalínu. Það leyfi fékkst frá Þingeyjarsveit í gær. Landsnet birti ljósmyndir frá lagningu Kröflulínu í gær en þær sýna snjólaust hálendið fyrir norðan. Einstök veðurblíða hjálpar þar til að vinna upp það vinnutap sem varð vegna framkvæmdabannsins, og þótt enn sé óútkljáð eignarnámsmál í landi Reykjahlíðar, ríkir nú bjartsýni um að áætlanir um afhendingu raforku til Bakka muni standast.
Tengdar fréttir Ekki þörf á nýju umhverfismati fyrir Bakkalínur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fellst ekki á kæru Landverndar um að mat á umhverfisáhrifum háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka sé úrelt eða forsendur fyrir því brostnar. 11. október 2016 13:16 Lýsa þungum áhyggjum vegna stöðvunar línulagnar til Bakka Áttatíu milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum eru í uppnámi eftir að Landsneti var með bráðabirgðaúrskurði gert að hætta framkvæmdum við háspennulínur að kröfu Landverndar. 23. ágúst 2016 19:00 Raforkuöryggi byggða vó þyngra en umhverfisáhrif Lagning lengstu og dýrustu háspennulínu Noregs er hafin eftir margra ára átök 31. október 2016 20:30 Eignarnám heimilað vegna Kröflulínu Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur heimilað Landsneti hf. að framkvæma eignarnám vegna lagningar Kröflulína 4 og 5. 14. október 2016 16:30 Stöðva framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 Forstjóra Landsnets segir að stöðvun sem þessi hafi mikil áhrif á framkvæmdir og mögulega standi Landsnet frammi fyrir því að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna Bakka og Þeistareykjavirkjunar. 21. ágúst 2016 17:31 Þrjú möstur Kröflulínu þutu upp á fyrsta degi Aukinnar bjartsýnir gætir um að kísilver á Bakka fái raforku í tæka tíð eftir að Kröflulína fékk grænt ljós í fyrradag. 28. október 2016 19:31 Framkvæmdaleyfi Landsnets fyrir Kröflulínu fellt úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála felldi ákvörðun Skútustaðahrepps um veitingu leyfisins úr gildi. Taldi hún að ekki hafi verið gætt skipulags- og náttúruverndarlaga við undirbúning og málsmeðferð ákvörðunarinnar. 10. október 2016 20:08 Mest lesið Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Ekki þörf á nýju umhverfismati fyrir Bakkalínur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fellst ekki á kæru Landverndar um að mat á umhverfisáhrifum háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka sé úrelt eða forsendur fyrir því brostnar. 11. október 2016 13:16
Lýsa þungum áhyggjum vegna stöðvunar línulagnar til Bakka Áttatíu milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum eru í uppnámi eftir að Landsneti var með bráðabirgðaúrskurði gert að hætta framkvæmdum við háspennulínur að kröfu Landverndar. 23. ágúst 2016 19:00
Raforkuöryggi byggða vó þyngra en umhverfisáhrif Lagning lengstu og dýrustu háspennulínu Noregs er hafin eftir margra ára átök 31. október 2016 20:30
Eignarnám heimilað vegna Kröflulínu Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur heimilað Landsneti hf. að framkvæma eignarnám vegna lagningar Kröflulína 4 og 5. 14. október 2016 16:30
Stöðva framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 Forstjóra Landsnets segir að stöðvun sem þessi hafi mikil áhrif á framkvæmdir og mögulega standi Landsnet frammi fyrir því að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna Bakka og Þeistareykjavirkjunar. 21. ágúst 2016 17:31
Þrjú möstur Kröflulínu þutu upp á fyrsta degi Aukinnar bjartsýnir gætir um að kísilver á Bakka fái raforku í tæka tíð eftir að Kröflulína fékk grænt ljós í fyrradag. 28. október 2016 19:31
Framkvæmdaleyfi Landsnets fyrir Kröflulínu fellt úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála felldi ákvörðun Skútustaðahrepps um veitingu leyfisins úr gildi. Taldi hún að ekki hafi verið gætt skipulags- og náttúruverndarlaga við undirbúning og málsmeðferð ákvörðunarinnar. 10. október 2016 20:08