Öllum kröfum Marella hafnað Sæunn Gísladóttir skrifar 7. september 2015 14:15 Eigendur og starfsmenn Caruso fengu að sækja persónulega muni, vín og mat nokkrum dögum eftir að hafa verið læstir úti. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Öllum kröfum Marella ehf., rekstrarfélags sem sá um rekstur veitingastaðarins Caruso, gegn Hótel Valhöll ehf sem átti húsnæðið sem þeir leigðu við Þingholtsstræti 1 var í dag hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur. Marella var einnig úrskurðað til greiðslu 350 þúsund króna fyrir málskostnað Hótel Valhallar ehf. Í úrskurðinum féllst héraðsdómur þannig á allar kröfur og röksemdir Hótels Valhallar ehf. í málinu. Forsaga málsins er sú að Marella ehf., rekstrarfélag sem sá um rekstur veitingastaðarins Caruso, höfðaði dómsmál til að fá að sækja eigur sem voru inni á veitingastaðnum Caruso við Þingholtsstræti 1 þegar leigusamningur rann út í desember síðastliðnum. Þá var fasteignin yfirtekin af eiganda húsnæðisins, skipt var um lása svo eigendur Caruso komust ekki inn til að sækja þá muni sem þar voru. Allir munirnir eru nú í notkun í húsnæðinu á veitingastaðnum Primo sem eigandi húsnæðisins rekur. Deilan snérist helst um hvort Marella, sem er í eigu Þrúðar Sjafnar Sigurðardóttur, hafi verið aðili leigusamnings sem José Garcia, einn eigenda Caruso, hafi gert við húseigendur. Sveinn Jónatnsson, lögmaður Hótels Valhallar ehf, segist í samtali við Vísi ánægður með hvernig fór. „Það er fallist á allar kröfur míns umbjóðanda og það sem menn eru kannski ánægðastir með í þeim efnum er að í fyrsta lagi er fallist á þau mótmæli sem fólust í því að málatilbúnaður gerðarbeiðenda væri ekki nægilega skýr og ekki nægilega góður. Svo í öðru lagi á því að það væri alveg ljóst samkvæmt fyrirliggjandi leigusamningi að umræddir lausafjármunir og þeir lausafjármunir sem voru til staðar og þurfti að nýta til að reka þetta veitingahús bar þeim að skilja eftir. Þannig að sá sem átti húsnæðið og ætlaði að halda áfram rekstri hefði afnot af þeim eftir að leigusamningi lyki. Þetta eru skýr ákvæði í samningum og niðurstaðan er sú að Marella væri leigutaki og væri því undir leigusamningi á þetta er fallist," segir Sveinn. Marella ehf. hefur nú tvær vikur til þess að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Tengdar fréttir Reka dómsmál til að fá að sækja milljónaeignir inn í fyrra húsnæði Caruso Rekstarfélag Caruso vill fá að sækja eigur inn í fyrra húsnæði staðarins eftir að hafa verið læstir þar úti í desember. 27. ágúst 2015 10:24 Mest lesið Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Viðskipti innlent Björn Brynjúlfur selur Moodup Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Sjá meira
Öllum kröfum Marella ehf., rekstrarfélags sem sá um rekstur veitingastaðarins Caruso, gegn Hótel Valhöll ehf sem átti húsnæðið sem þeir leigðu við Þingholtsstræti 1 var í dag hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur. Marella var einnig úrskurðað til greiðslu 350 þúsund króna fyrir málskostnað Hótel Valhallar ehf. Í úrskurðinum féllst héraðsdómur þannig á allar kröfur og röksemdir Hótels Valhallar ehf. í málinu. Forsaga málsins er sú að Marella ehf., rekstrarfélag sem sá um rekstur veitingastaðarins Caruso, höfðaði dómsmál til að fá að sækja eigur sem voru inni á veitingastaðnum Caruso við Þingholtsstræti 1 þegar leigusamningur rann út í desember síðastliðnum. Þá var fasteignin yfirtekin af eiganda húsnæðisins, skipt var um lása svo eigendur Caruso komust ekki inn til að sækja þá muni sem þar voru. Allir munirnir eru nú í notkun í húsnæðinu á veitingastaðnum Primo sem eigandi húsnæðisins rekur. Deilan snérist helst um hvort Marella, sem er í eigu Þrúðar Sjafnar Sigurðardóttur, hafi verið aðili leigusamnings sem José Garcia, einn eigenda Caruso, hafi gert við húseigendur. Sveinn Jónatnsson, lögmaður Hótels Valhallar ehf, segist í samtali við Vísi ánægður með hvernig fór. „Það er fallist á allar kröfur míns umbjóðanda og það sem menn eru kannski ánægðastir með í þeim efnum er að í fyrsta lagi er fallist á þau mótmæli sem fólust í því að málatilbúnaður gerðarbeiðenda væri ekki nægilega skýr og ekki nægilega góður. Svo í öðru lagi á því að það væri alveg ljóst samkvæmt fyrirliggjandi leigusamningi að umræddir lausafjármunir og þeir lausafjármunir sem voru til staðar og þurfti að nýta til að reka þetta veitingahús bar þeim að skilja eftir. Þannig að sá sem átti húsnæðið og ætlaði að halda áfram rekstri hefði afnot af þeim eftir að leigusamningi lyki. Þetta eru skýr ákvæði í samningum og niðurstaðan er sú að Marella væri leigutaki og væri því undir leigusamningi á þetta er fallist," segir Sveinn. Marella ehf. hefur nú tvær vikur til þess að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar.
Tengdar fréttir Reka dómsmál til að fá að sækja milljónaeignir inn í fyrra húsnæði Caruso Rekstarfélag Caruso vill fá að sækja eigur inn í fyrra húsnæði staðarins eftir að hafa verið læstir þar úti í desember. 27. ágúst 2015 10:24 Mest lesið Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Viðskipti innlent Björn Brynjúlfur selur Moodup Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Sjá meira
Reka dómsmál til að fá að sækja milljónaeignir inn í fyrra húsnæði Caruso Rekstarfélag Caruso vill fá að sækja eigur inn í fyrra húsnæði staðarins eftir að hafa verið læstir þar úti í desember. 27. ágúst 2015 10:24