Innlent

Ólögleg vopn ganga kaupum og sölum á Facebook

Samúel Karl Ólason skrifar
Hnífar, sveðjur, haglabyssur, loftbyssur, lögreglukylfur og rafmagnsbyssur eru meðal þess sem auglýst er til sölu í leynihópi á Facebook. Hópurinn heitir „Littla vopna síðan“ og telur meira en 250 meðlimi. Flestir þeir sem tilheyra hópnum koma ekki fram undir eigin nafni. Hafa þeir búið til sérstakan aðgang á Facebook svo ekki sé hægt að komast að því hverjir þeir séu. Á myndinni að ofan má sjá bæði fyrirspurnir eftir vopnum sem og sölu þeirra.

Erfitt er að meta umfang vopnasölunnar í hópnum. Þar er nefninlega lagt upp með að færslum í hópnum sé eytt eftir að vopnin hafa skipt um hendur. Stofnandi hópsins tók fram skömmu eftir að hópurinn var stofnaður að eiturlyf væru ekki seld þar. Þeir sem gerðu það yrði umsviflaust vikið úr hópnum.

Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn rannsóknardeildar, vildi ekki segja til um hvort hópurinn væri til rannsóknar. Ef ekki yrði hann líklegast rannsakaður eftir birtingu þessarar fréttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×