Innlent

Ólöglegir leysibendar haldlagðir

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Leysibendarnir sem um ræðir.
Leysibendarnir sem um ræðir.
Tollverðir stöðvuðu nýverið sendingu sem innihélt 120 leysibenda sem voru að styrk umfram það sem leyfilegt er.

Sendingin kom frá Tælandi samkvæmt pöntun héðan. Notkun leysibenda sem eru umfram 1 mW að styrk er háð leyfi Geislavarna ríkisins. Þar sem umræddir leysibendar voru umfram leyfileg mörk höfnuðu Geislavarnir umsókn um innflutning þeirra. Innflytjandi fór þá fram á að þeim yrði fargað, sem hefur nú verið gert.

Leysibendarnir voru merktir með “Danger.”
Notkun ólöglegra leysibenda getur verið hættuleg eins og dæmi sanna. Upp hafa komið atvik, þar sem fólk hefur orðið fyrir skaða af völdum þeirra. Jafnframt  tilvik þar sem hætta hefur skapast þegar leysibendum hefur verið beint að farartækjum, til dæmis bílum og flugvélum.

Geislavarnir ríkisins ráðleggja fólki að horfa ekki í blett sem öflugur leysibendir myndar, en endurvarpið sjálft getur valdið augnskaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×