Tónlist

Omam fær platinum-plötu í Bandaríkjunum

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Glæsilegur árangur hjá Of Monsters and Men.
Glæsilegur árangur hjá Of Monsters and Men. Nordicphotos/Getty
Hljómsveitin Of Monsters And Men hefur fengið afhenda platinum-plötu fyrir sölu á plötunni My Head Is an Animal í Bandaríkjunum. Platan kom þar út í ágúst árið 2012 og hefur því selst í yfir einni milljón eintaka.

Um er að ræða ákaflega merkan árangur, sérstaklega vegna þess hve stutt er síðan platan kom út í Bandaríkjunum. Björk er eini íslenski listamaðurinn sem hefur náð þessum merka áfanga í Bandaríkjunum.

Þetta er sjötta platinum-platana sem sveitin fær. Fyrir hefur hún fengið platinum-plötu í Kanada, Írlandi, Ástralíu, Nýja Sjálandi og auðvitað á Íslandi.

Á Íslandi hefur hljómsveitin selt um 27.000 eintök af plötunni sem gefur tvöfalda platinum-plötu og styttist í þá þriðju.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×